Körfubolti

Vince Carter var maður næturinnar

Vince Carter hafði ástæðu til að brosa í nótt.
Vince Carter hafði ástæðu til að brosa í nótt. MYND/Getty Images

Vince Carter hjá New Jersey var maður næturinnar í NBA-körfuboltanum en hann skoraði 41 stig og var maðurinn á bakvið 112-107 sigur liðs síns á Philadelphia. Þetta var það mesta sem Carter hefur skorað í einum leik í ár.

Carter hefur átt erfitt uppdráttar á síðustu mánuðum vegna ýmissa meiðsla sem hafa hrjáð hann en svo virðist sem að hann sé óðum að finna sitt fyrra form. Að venju var Allan Iverson atkvæðamestur hjá Philadelphia með 37 stig.

Carmelo Anthony var öflugur fyrir Denver sagði lagði Indiana örugglega af velli, 121-101, og þá hélt Houston LeBron James og félögum í Cleveland í aðeins 63 stigum. Houston skoraði hins vegar 83 stig og vann því sannfærandi sigur.

Kobe Bryant skoraði 29 stig fyrir Lakers sem vann erkifjendurna í Clippers, 97-88, en lærisveinar Phil Jackson koma greinilega sterkir undan sumri og hafa unnið 11 af fyrstu 16 leikjum tímabilsins. Það sama á við um San Antonio, sem í nótt vann nauman sigur á Sacramento, 100-98. Þá heldur Utah sínu striki sem sterkasta lið deildarinnar um þessar mundir og í nótt lá Seattle í valnum, 109-107.

Önnur úrslit næturinnar urðu sem hér segir:

New York Knicks - Toronto 100:103

Memphis - Miami 97:98

Chicago - Washington 112:94

Golden State - Milwaukee 110:115




Fleiri fréttir

Sjá meira


×