Viðskipti innlent

Landsbankinn mælir með kaupum í Icelandair

Greiningardeild Landsbankans mælir með þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair Group Holding, sem lýkur í kvöld. Deildin telur virði félagsins standa undir útboðsgengi og mælir með að langtímafjárfestar taki þátt í útboðinu.

Greiningardeildin segir skilyrði til flugrekstrar almennt góðar og horfur áfram góðar á næsta ári. Samningar um flugvélakaup og -leigu hafi verið gerðir á hagstæðum tíma og gætu skilað félaginu ágætum hagnaði.

„Við mat okkar á Icelandair Group Holding erum við fyrst og fremst að skoða hvort reksturinn og virði flugvélakaupasamninga standi undir því gengi sem fjárfestum stendur nú til boða í frumútboði félagsins. Niðurstaðan er sú að við teljum að svo sé og er þá miðað við bókfært virði flugvélasamninga Icelease (4,2 milljarðar króna)," að því er segir í mati greiningardeildar Landsbankans.

Mat Landsbankans á Icelandair





Fleiri fréttir

Sjá meira


×