Sjáumst aftur 12. desember 2006 11:45 Kór Glerárkirkju hefur sent frá sér geisladiskinn Sjáumst aftur en á honum flytur kórinn lög úr ýmsum áttum. Þar má nefna madrígala, íslensk þjóðlög og sönglög, afrísk-ameríska trúartónlist og síðast en ekki síst Misa Criolla, Kreólamessuna, sem Argentínumaðurinn Ariel Ramírez samdi árið 1963 og náði hún strax miklum vinsældum. Messan byggir á hljómfalli suður-amerískrar tónlistar og sver sig í ætt við þjóðlagatónlist þeirrar heimsálfu, þótt tónlistin sé frumsamin. Textinn er hinn hefðbundni texti klassískrar messu: Kyrie (Miskunnarbæn), Gloria (Dýrðarsöngur), Credo (Trúarjátning), Sanctus (Heilagur) og Agnus Dei (Guðs lamb). Hér er messan flutt með íslenskri þýðingu textans, sem löguð hefur verið að tónlistinni, en það verk annaðist Jón Karl Einarsson. Kórinn hefur fengið til liðs við sig þá Óskar Pétursson tenórsöngvara og Hauk Steinbergsson bariton en þeir syngja einsöng og tvísöng með kórnum. Einnig nýtur kórinn krafta þeirra Daníels Þorsteinssonar píanóleikara, Kristjáns Edelstein gítarleikara, Péturs Ingólfssonar sem spilar á kontrabassa og slagverkleikaranna Karls Petersen, Valgarðs Óla Ómarssonar og Halldórs G. Haukssonar (Halla Gulla). Diskurinn var tekinn upp í tilefni af 60 ára afmæli kórsins vorið 2004 og annaðist Halldór Víkingsson það verk og alla hljóðvinnslu á diskinum. Diskurinn er til sölu í Glerárkirkju á Akureyri og hjá kórfélögum. Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Kór Glerárkirkju hefur sent frá sér geisladiskinn Sjáumst aftur en á honum flytur kórinn lög úr ýmsum áttum. Þar má nefna madrígala, íslensk þjóðlög og sönglög, afrísk-ameríska trúartónlist og síðast en ekki síst Misa Criolla, Kreólamessuna, sem Argentínumaðurinn Ariel Ramírez samdi árið 1963 og náði hún strax miklum vinsældum. Messan byggir á hljómfalli suður-amerískrar tónlistar og sver sig í ætt við þjóðlagatónlist þeirrar heimsálfu, þótt tónlistin sé frumsamin. Textinn er hinn hefðbundni texti klassískrar messu: Kyrie (Miskunnarbæn), Gloria (Dýrðarsöngur), Credo (Trúarjátning), Sanctus (Heilagur) og Agnus Dei (Guðs lamb). Hér er messan flutt með íslenskri þýðingu textans, sem löguð hefur verið að tónlistinni, en það verk annaðist Jón Karl Einarsson. Kórinn hefur fengið til liðs við sig þá Óskar Pétursson tenórsöngvara og Hauk Steinbergsson bariton en þeir syngja einsöng og tvísöng með kórnum. Einnig nýtur kórinn krafta þeirra Daníels Þorsteinssonar píanóleikara, Kristjáns Edelstein gítarleikara, Péturs Ingólfssonar sem spilar á kontrabassa og slagverkleikaranna Karls Petersen, Valgarðs Óla Ómarssonar og Halldórs G. Haukssonar (Halla Gulla). Diskurinn var tekinn upp í tilefni af 60 ára afmæli kórsins vorið 2004 og annaðist Halldór Víkingsson það verk og alla hljóðvinnslu á diskinum. Diskurinn er til sölu í Glerárkirkju á Akureyri og hjá kórfélögum.
Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira