Olíuforstjórar ákærðir 13. desember 2006 18:30 Ríkissaksóknari hefur ákært einn núverandi og tvo fyrrverandi forstjóra olíufélaganna fyrir brot á samkeppnislögum og er ákæran upp á átján blaðsíður. Allt að fjögurra ára fangelsi getur legið við brotunum.Ákæran er gefin út á þá Einar Benediktsson, núverandi forstjóra Olís, Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóra Essó, og Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóra Skeljungs. Enginn annar starfsmaður félaganna verður ákærður vegna málsins samkvæmt tilkynningu frá ríkissaksóknara.Ákæran er í 27 liðum og er vegna ætlaðra brota þeirra á samkeppnislögum sem framin voru í rekstri félaganna frá 1993 til árins 2001. Brotin lúta meðal annars að samráði við gerð tilboða, markaðsskiptingu og samráði um verð á söluvörum, afsláttum, álagningu og viðskiptakjörum. Samkvæmt ákærunni voru samráðin mörg í formi skriflegra samninga og samstilltra aðgerða við gerð tilboða í útboð Reykjavíkurborgar, ríkiskaupa, Útgerðarfélags Akureyringa og dómsmálaráðuneytisins árið 1996. Það sama var uppi á teningnum við gerð tilboða til Vestmannaeyjabæjar og Íslenska álfélagsins árið 1997 og til Íslenska járnblendisfélagsins árið 2000. Þeir ræddu sín á milli og skiptust á upplýsingum um tilboðsverð.Eins voru í sumum tilfellum gerðir samningar þess efnis að það olíufélag, sem þeir voru búnir að ákveða að myndi eiga lægsta tilboðið, myndi greiða hinum félögunum af hagnaði vegna viðskiptanna. Þá eru þremenningarnir sakaðir um skiptingu markaða eftir svæðum með það að markmiði að koma í veg fyrir samkeppni á milli olíufélaganna. Þeir komu sér saman um skiptingu markaðssvæða með því að loka afgreiðslustöðum sínum og eða selja hvor öðrum rekstur á tilgreindum svæðum þannig að í sveitarfélögum yrðu eldsneytisviðskipti aðeins á hendi eins félags.Auk þessa höfðu félögin samráð um upphæð afsláttar til Björgunarbátasjóðs Slysavarnarfélags Íslands á Ísafirði. Þá skiptust forstjórarnir á upplýsingum um magn selds eldsneytis mánaðarlega. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært einn núverandi og tvo fyrrverandi forstjóra olíufélaganna fyrir brot á samkeppnislögum og er ákæran upp á átján blaðsíður. Allt að fjögurra ára fangelsi getur legið við brotunum.Ákæran er gefin út á þá Einar Benediktsson, núverandi forstjóra Olís, Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóra Essó, og Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóra Skeljungs. Enginn annar starfsmaður félaganna verður ákærður vegna málsins samkvæmt tilkynningu frá ríkissaksóknara.Ákæran er í 27 liðum og er vegna ætlaðra brota þeirra á samkeppnislögum sem framin voru í rekstri félaganna frá 1993 til árins 2001. Brotin lúta meðal annars að samráði við gerð tilboða, markaðsskiptingu og samráði um verð á söluvörum, afsláttum, álagningu og viðskiptakjörum. Samkvæmt ákærunni voru samráðin mörg í formi skriflegra samninga og samstilltra aðgerða við gerð tilboða í útboð Reykjavíkurborgar, ríkiskaupa, Útgerðarfélags Akureyringa og dómsmálaráðuneytisins árið 1996. Það sama var uppi á teningnum við gerð tilboða til Vestmannaeyjabæjar og Íslenska álfélagsins árið 1997 og til Íslenska járnblendisfélagsins árið 2000. Þeir ræddu sín á milli og skiptust á upplýsingum um tilboðsverð.Eins voru í sumum tilfellum gerðir samningar þess efnis að það olíufélag, sem þeir voru búnir að ákveða að myndi eiga lægsta tilboðið, myndi greiða hinum félögunum af hagnaði vegna viðskiptanna. Þá eru þremenningarnir sakaðir um skiptingu markaða eftir svæðum með það að markmiði að koma í veg fyrir samkeppni á milli olíufélaganna. Þeir komu sér saman um skiptingu markaðssvæða með því að loka afgreiðslustöðum sínum og eða selja hvor öðrum rekstur á tilgreindum svæðum þannig að í sveitarfélögum yrðu eldsneytisviðskipti aðeins á hendi eins félags.Auk þessa höfðu félögin samráð um upphæð afsláttar til Björgunarbátasjóðs Slysavarnarfélags Íslands á Ísafirði. Þá skiptust forstjórarnir á upplýsingum um magn selds eldsneytis mánaðarlega.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira