Perúar dæmdir fyrir að smygla ullarpeysum 14. desember 2006 10:38 Stórt uppboð verður haldið innan skamms hjá Sýslumanninum á Seyðisfirði þar sem boðnar verða upp um eitt þúsund ullarpeysur, prjónahattar, borðdúkar og fleira. Um er að ræða varning sem gerður var upptækur þegar tveir perúskir ríkisborgarar voru í gær dæmdir fyrir að koma ólölega með varninginn til landsins. Mennirnir eru búsettir í Danmörku og komu hingað til lands með Norrænu í september. Við komuna til Seyðisfjarðar óku þeir bíl sínum í gegnum tollhlið sem ætlað er fyrir þá sem hafa engan tollskyldan varning. Þegar tollverðir fóru að skoða bílinn kom í ljós að þar var að finna ýmsan varning sem mennirnir hefðu átt að framvísa við komuna. En í bílnum fundust um þrettán hundruð geisladiskar, tæplega eitt þúsund ullarpeysur, um eitt hundrað prjónahattar svo og treflar, húfur, ullarvettlingar og fjórir borðdúkar. Mennirnir neituðu því að hafa ætlað sér að selja þessa hluti hér á landi. Þeir hefðu komið hingað til lands til að ferðast í tvær til þrjár vikur og haft hlutina með sér þar sem þeir hefðu ekkert annað geymslupláss en sendibíl sinn. Jafnframt lýstu þeir yfir að vanþekking þeirra á tollahliðum hefði gert það að verkum að þeir völdu rangt hlið. Framburður mannanna þótti ótrúverðugur og dæmdi Héraðsdómur Austurlands þá í gær til að greiða sektir. Sá sem ók bílnum þarf að greiða 165 þúsund krónur en hinn 24 þúsund krónur í sekt. Varningurinn var jafnframt gerður upptækur. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði mun bjóða varninginn upp. Ekki er þó ljóst hvenær uppboðið verður haldið en sýslumaðurinn vonar að það verði fljótlega hægt þar sem varningurinn tekur mikið pláss. Eftir nokkru verður að slægjast fyrir þá sem mæta á uppboðið því varningurinn þykir sérstakur en þar er meðal annars að finna mörg skrautleg panjó. Dómsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Stórt uppboð verður haldið innan skamms hjá Sýslumanninum á Seyðisfirði þar sem boðnar verða upp um eitt þúsund ullarpeysur, prjónahattar, borðdúkar og fleira. Um er að ræða varning sem gerður var upptækur þegar tveir perúskir ríkisborgarar voru í gær dæmdir fyrir að koma ólölega með varninginn til landsins. Mennirnir eru búsettir í Danmörku og komu hingað til lands með Norrænu í september. Við komuna til Seyðisfjarðar óku þeir bíl sínum í gegnum tollhlið sem ætlað er fyrir þá sem hafa engan tollskyldan varning. Þegar tollverðir fóru að skoða bílinn kom í ljós að þar var að finna ýmsan varning sem mennirnir hefðu átt að framvísa við komuna. En í bílnum fundust um þrettán hundruð geisladiskar, tæplega eitt þúsund ullarpeysur, um eitt hundrað prjónahattar svo og treflar, húfur, ullarvettlingar og fjórir borðdúkar. Mennirnir neituðu því að hafa ætlað sér að selja þessa hluti hér á landi. Þeir hefðu komið hingað til lands til að ferðast í tvær til þrjár vikur og haft hlutina með sér þar sem þeir hefðu ekkert annað geymslupláss en sendibíl sinn. Jafnframt lýstu þeir yfir að vanþekking þeirra á tollahliðum hefði gert það að verkum að þeir völdu rangt hlið. Framburður mannanna þótti ótrúverðugur og dæmdi Héraðsdómur Austurlands þá í gær til að greiða sektir. Sá sem ók bílnum þarf að greiða 165 þúsund krónur en hinn 24 þúsund krónur í sekt. Varningurinn var jafnframt gerður upptækur. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði mun bjóða varninginn upp. Ekki er þó ljóst hvenær uppboðið verður haldið en sýslumaðurinn vonar að það verði fljótlega hægt þar sem varningurinn tekur mikið pláss. Eftir nokkru verður að slægjast fyrir þá sem mæta á uppboðið því varningurinn þykir sérstakur en þar er meðal annars að finna mörg skrautleg panjó.
Dómsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira