Uppsögn á Landspítala ekki ólögmæt 14. desember 2006 16:46 MYND/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Landspítalann af kröfu Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Íslandi, um að ákvörðun Landspítalans að segja honum upp störfum í lok septemer í ár verði felld úr gildi. Salmann var í hópi fimm manna sem sagt var upp á upplýsingatæknisviði spítalans þegar skipulagsbreytingar voru gerðar í haust. Fyrir dómi hélt Salmann því fram að honum hefði verið sagt upp vegna trúarbragða sinna og kynþáttar, en hann væri eini starfsmaðurinn af arabískum uppruna og eini músliminn sem starfi hjá upplýsingatæknisviði. Þá hafi hann verið eini tölvumenntaði starfsmaður sviðsins sem sagt hafi verið upp störfum í nafni skipulagsbreytingannna. Taldi hann að meðalhófsreglu, rannsóknarreglu, réttmætisreglu og jafnræðisreglu hefði ekki verið gætt við uppsögnina. Benti Salmannn enn fremur á fyrir dómi að hann hefði hvað lengstan starfsaldur allra starfsmanna upplýsingatæknisviðs og verulega mikið lengri en fjölmargir starfsmenn sem ekki hefi verið sagt upp störfum. Landspítalinn hélt því hins vegar fram að lögmætt hefði verið að leggja niður starf Salmanns og segja honum upp vegna skipulagsbreytinganna en þær fólu meðal annars í sér að þrjár hugbúnaðardeildir voru sameinaðar í eina og ákveðið var að úthýsa sérfræðiverkefnum. Verkefni Salmanns hafi með þessu dregist saman. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekkert bendi til að trúarbrögð eða uppruni stefnanda hafi haft áhrif á mat stjórnenda Landspítalans þegar þeir ákváðu að segja Salmann upp. Hins vegar hafi því verið lýst að verkefni hans hafi dregist saman og hverjar ástæðurnar voru fyrir því. Var því ekki fallist á að jafnræðisregla hefði verið brotin við uppsögnina og á endanum ekki fallist á að uppsögn Salmanns hefði verið ólögmæt og að hana bæri að fella úr gildi af þeim sökum. Var því Landsspítalinn sýknaður af kröfu Salmanns. Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Landspítalann af kröfu Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Íslandi, um að ákvörðun Landspítalans að segja honum upp störfum í lok septemer í ár verði felld úr gildi. Salmann var í hópi fimm manna sem sagt var upp á upplýsingatæknisviði spítalans þegar skipulagsbreytingar voru gerðar í haust. Fyrir dómi hélt Salmann því fram að honum hefði verið sagt upp vegna trúarbragða sinna og kynþáttar, en hann væri eini starfsmaðurinn af arabískum uppruna og eini músliminn sem starfi hjá upplýsingatæknisviði. Þá hafi hann verið eini tölvumenntaði starfsmaður sviðsins sem sagt hafi verið upp störfum í nafni skipulagsbreytingannna. Taldi hann að meðalhófsreglu, rannsóknarreglu, réttmætisreglu og jafnræðisreglu hefði ekki verið gætt við uppsögnina. Benti Salmannn enn fremur á fyrir dómi að hann hefði hvað lengstan starfsaldur allra starfsmanna upplýsingatæknisviðs og verulega mikið lengri en fjölmargir starfsmenn sem ekki hefi verið sagt upp störfum. Landspítalinn hélt því hins vegar fram að lögmætt hefði verið að leggja niður starf Salmanns og segja honum upp vegna skipulagsbreytinganna en þær fólu meðal annars í sér að þrjár hugbúnaðardeildir voru sameinaðar í eina og ákveðið var að úthýsa sérfræðiverkefnum. Verkefni Salmanns hafi með þessu dregist saman. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekkert bendi til að trúarbrögð eða uppruni stefnanda hafi haft áhrif á mat stjórnenda Landspítalans þegar þeir ákváðu að segja Salmann upp. Hins vegar hafi því verið lýst að verkefni hans hafi dregist saman og hverjar ástæðurnar voru fyrir því. Var því ekki fallist á að jafnræðisregla hefði verið brotin við uppsögnina og á endanum ekki fallist á að uppsögn Salmanns hefði verið ólögmæt og að hana bæri að fella úr gildi af þeim sökum. Var því Landsspítalinn sýknaður af kröfu Salmanns.
Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira