Í viðræðum vegna Eurovision 10. janúar 2007 11:15 Tónlistarmaðurinn Morrissey er í viðræðum við BBC um að taka þátt í Eurovision. Morrissey, fyrrum söngvari The Smiths, verður hugsanlega fulltrúi Bretlands í Eurovision-söngvakeppninni í ár. Morrissey lýsti fyrst yfir áhuga á að taka þátt í keppninni eftir að lag Bretlands, Teenage Life, lenti í fimmta neðsta sæti á síðasta ári. „Ég fylltist hryllingi en var samt ekki undrandi á því að lagið skyldi ekki ná langt,“ sagði Morrissey. „Hvers vegna báðu þau mig ekki um að taka þátt?“ Breska ríkisútvarpið, BBC, virðist hafa tekið Morrissey á orðinu því það hefur staðfest að það eigi í viðræðum við hann um að semja og hugsanlega flytja lagið í ár. Morrissey, sem er 47 ára, sló í gegn með hljómsveitinni The Smiths á níunda áratugnum. Eftir að sveitin hætti árið 1987 hóf hann sólóferil sem hefur heppnast vel. Alls hefur hann komið tíu smáskífum á topp tíu-listann í Bretlandi. Morrissey hefur áður verið orðaður við Eurovision-keppnina, eða þegar hann starfaði með fyrsta sigurvegara Bretlands í keppninni, Sandie Shaw, á níunda áratugnum. Til þess að komast í úrslitin þarf kappinn þó fyrst að komast í gegnum undankeppnina. Á meðal þeirra sem hafa dottið úr keppni þar í gegnum tíðina eru Antony Costa, fyrrum söngvari strákabandsins Blue, og ofurfyrirsætan Jordan. Næsta Eurovision-keppni verður haldin í Finnlandi í maí, heimalandi síðustu sigurvegara, Lordi. Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Morrissey, fyrrum söngvari The Smiths, verður hugsanlega fulltrúi Bretlands í Eurovision-söngvakeppninni í ár. Morrissey lýsti fyrst yfir áhuga á að taka þátt í keppninni eftir að lag Bretlands, Teenage Life, lenti í fimmta neðsta sæti á síðasta ári. „Ég fylltist hryllingi en var samt ekki undrandi á því að lagið skyldi ekki ná langt,“ sagði Morrissey. „Hvers vegna báðu þau mig ekki um að taka þátt?“ Breska ríkisútvarpið, BBC, virðist hafa tekið Morrissey á orðinu því það hefur staðfest að það eigi í viðræðum við hann um að semja og hugsanlega flytja lagið í ár. Morrissey, sem er 47 ára, sló í gegn með hljómsveitinni The Smiths á níunda áratugnum. Eftir að sveitin hætti árið 1987 hóf hann sólóferil sem hefur heppnast vel. Alls hefur hann komið tíu smáskífum á topp tíu-listann í Bretlandi. Morrissey hefur áður verið orðaður við Eurovision-keppnina, eða þegar hann starfaði með fyrsta sigurvegara Bretlands í keppninni, Sandie Shaw, á níunda áratugnum. Til þess að komast í úrslitin þarf kappinn þó fyrst að komast í gegnum undankeppnina. Á meðal þeirra sem hafa dottið úr keppni þar í gegnum tíðina eru Antony Costa, fyrrum söngvari strákabandsins Blue, og ofurfyrirsætan Jordan. Næsta Eurovision-keppni verður haldin í Finnlandi í maí, heimalandi síðustu sigurvegara, Lordi.
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira