Kemur The Police saman aftur? 10. janúar 2007 11:30 Fyrrum hljómsveit Sting, The Police, ætlar hugsanlega að koma saman á nýjan leik. Orðrómur er uppi um að hljómsveitin The Police ætli að koma saman á nýjan leik á þessu ári með tónleikahaldi í Bretlandi og Bandaríkjunum. Á þessu ári verða þrjátíu ár liðin frá því að eitt vinsælasta lag sveitarinnar, Roxanne, kom út. Var það jafnframt fyrsta lagið sem vakti athygli á The Police í Bandaríkjunum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1986. „Við getum staðfest að það verður eitthvað sérstakt gert í tilefni af þessu en það er óákveðið hversu mikið hljómsveitin verður viðloðandi verkefnið,“ sagði á heimasíðu söngvarans Sting. Til stendur að gefa út DVD-mynddisk með The Police á árinu auk þess sem safnbox með öllum hljóðversupptökum sveitarinnar og sjaldheyrðu efni er væntanlegt. The Police, sem hætti störfum árið 1986, hefur tvisvar komið fram síðan þá. Fyrst var það í brúðkaupi Sting árið 1992 og síðan fyrir þremur árum þegar sveitin var innvígð í frægðarhöll rokksins. Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Orðrómur er uppi um að hljómsveitin The Police ætli að koma saman á nýjan leik á þessu ári með tónleikahaldi í Bretlandi og Bandaríkjunum. Á þessu ári verða þrjátíu ár liðin frá því að eitt vinsælasta lag sveitarinnar, Roxanne, kom út. Var það jafnframt fyrsta lagið sem vakti athygli á The Police í Bandaríkjunum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1986. „Við getum staðfest að það verður eitthvað sérstakt gert í tilefni af þessu en það er óákveðið hversu mikið hljómsveitin verður viðloðandi verkefnið,“ sagði á heimasíðu söngvarans Sting. Til stendur að gefa út DVD-mynddisk með The Police á árinu auk þess sem safnbox með öllum hljóðversupptökum sveitarinnar og sjaldheyrðu efni er væntanlegt. The Police, sem hætti störfum árið 1986, hefur tvisvar komið fram síðan þá. Fyrst var það í brúðkaupi Sting árið 1992 og síðan fyrir þremur árum þegar sveitin var innvígð í frægðarhöll rokksins.
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira