Fjórir menn ákveða laun formanns KSÍ en aðeins sex vita upphæðina 11. janúar 2007 11:30 Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og formannsefni KSÍ, og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, eru valdamestu mennirnir í íslenska boltanum. fréttablaðið/e.ól Aðeins sex einstaklingar vita hversu há laun formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, hefur hverju sinni og laun formannsins eru ákveðin af framkvæmdastjórn KSÍ en formaður þeirrar stjórnar er formaður KSÍ, Eggert Magnússon. „Þetta tekur ekki langan tíma og Eggert víkur af fundi á meðan við ákveðum launin,“ segir Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ, og meðlimur í framkvæmdastjórn KSÍ síðustu átta ár. Laun formannsins eru ákveðin þannig að Eggert Steingrímsson leggur til ákveðna tölu á fundi sem hinir aðilarnir í framkvæmdastjórn KSÍ, að Eggerti Magnússyni undanskildum, verða að samþykkja. Í framkvæmdastjórn KSÍ sitja Eggert Magnússon, sem er formaður, Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ, Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, Jón Gunnlaugsson og Lúðvík S. Georgsson. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, er eini aðilinn fyrir utan þessa fimm sem veit hver laun formanns KSÍ eru að því er Eggert Steingrímsson segir. Stjórn KSÍ veit ekki hver laun formannsins eru, ekki frekar en félögin í landinu. Sú nefnd sem heldur utan um öll fjármál Knattspyrnusambandsins og hefur eftirlit með þeim, að því er Geir Þorsteinsson staðfesti í gær, heitir síðan fjárreiðunefnd. Athygli vekur að tveir meðlimir framkvæmdastjórnarinnar sitja í þeirri nefnd. Formaður fjárreiðunefndar er Eggert Magnússon og með honum sitja Eggert Steingrímsson, Geir Þorsteinsson og Pálmi Jónsson. Með öðrum orðum þá vita aðeins sjö manns hvernig fjármálum sambandsins er nákvæmlega háttað og þessir sömu aðilar virðast einnig hafa eftirlit með fjármálum knattspyrnusambandsins. „Það var ákveðið á ársþingi fyrir um tólf árum að greiða formanni laun og síðan var líka bifreiðakostnaður inn í því. Þá var sett tala inn í fjárhagsáætlun sem hefur tekið eðlilegum breytingum.“ sagði Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ og meðlimur í framkvæmdastjórn sambandsins, við Fréttablaðið í gær en hver er það sem ákveður launin á endanum?Ársskýrslur KSÍ kynntar„Laun formanns eru ákveðin samkvæmt tillögu gjaldkera og þá er mið tekið af launaþróuninni í landinu. Framkvæmdastjórnin tekur síðan ákvörðun og það er framkvæmdastjórnin sem veit hver þessi laun eru sem og framkvæmdastjóri KSÍ.“ Sú breyting hefur orðið á að ekki er lengur getið um laun formanns í ársreikningi KSÍ og launin eru heldur ekki inn í fjárhags-áætlun. „Eru laun ekki trúnaðarmál?“ sagði Eggert en getur framkvæmdastjórn KSÍ þar með sett formann KSÍ á nákvæmlega þau laun sem þeim sýnist án vitundar félaganna? „Ég lít nú þannig á að ég sé ábyrgari í mínum aðgerðum en það. Við gætum það en þá þyrftu fimm eða sex manns að vera mjög óheiðarlegir. Ég legg það ekki í vana minn og ég veit að félagar mínir eru það ekki heldur. Okkur er treyst fyrir þessu.“ Eggert Steingrímsson hefur setið í framkvæmdastjórninni í átta ár en litlar breytingar hafa orðið á stjórninni í gegnum tíðina að því er Eggert segir. Hann staðfesti enn fremur að framkvæmdastjórnin ákveddi einnig laun framkvæmdastjóra sambandsins sem í þessu tilviki er Geir Þorsteinsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
Aðeins sex einstaklingar vita hversu há laun formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, hefur hverju sinni og laun formannsins eru ákveðin af framkvæmdastjórn KSÍ en formaður þeirrar stjórnar er formaður KSÍ, Eggert Magnússon. „Þetta tekur ekki langan tíma og Eggert víkur af fundi á meðan við ákveðum launin,“ segir Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ, og meðlimur í framkvæmdastjórn KSÍ síðustu átta ár. Laun formannsins eru ákveðin þannig að Eggert Steingrímsson leggur til ákveðna tölu á fundi sem hinir aðilarnir í framkvæmdastjórn KSÍ, að Eggerti Magnússyni undanskildum, verða að samþykkja. Í framkvæmdastjórn KSÍ sitja Eggert Magnússon, sem er formaður, Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ, Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, Jón Gunnlaugsson og Lúðvík S. Georgsson. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, er eini aðilinn fyrir utan þessa fimm sem veit hver laun formanns KSÍ eru að því er Eggert Steingrímsson segir. Stjórn KSÍ veit ekki hver laun formannsins eru, ekki frekar en félögin í landinu. Sú nefnd sem heldur utan um öll fjármál Knattspyrnusambandsins og hefur eftirlit með þeim, að því er Geir Þorsteinsson staðfesti í gær, heitir síðan fjárreiðunefnd. Athygli vekur að tveir meðlimir framkvæmdastjórnarinnar sitja í þeirri nefnd. Formaður fjárreiðunefndar er Eggert Magnússon og með honum sitja Eggert Steingrímsson, Geir Þorsteinsson og Pálmi Jónsson. Með öðrum orðum þá vita aðeins sjö manns hvernig fjármálum sambandsins er nákvæmlega háttað og þessir sömu aðilar virðast einnig hafa eftirlit með fjármálum knattspyrnusambandsins. „Það var ákveðið á ársþingi fyrir um tólf árum að greiða formanni laun og síðan var líka bifreiðakostnaður inn í því. Þá var sett tala inn í fjárhagsáætlun sem hefur tekið eðlilegum breytingum.“ sagði Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ og meðlimur í framkvæmdastjórn sambandsins, við Fréttablaðið í gær en hver er það sem ákveður launin á endanum?Ársskýrslur KSÍ kynntar„Laun formanns eru ákveðin samkvæmt tillögu gjaldkera og þá er mið tekið af launaþróuninni í landinu. Framkvæmdastjórnin tekur síðan ákvörðun og það er framkvæmdastjórnin sem veit hver þessi laun eru sem og framkvæmdastjóri KSÍ.“ Sú breyting hefur orðið á að ekki er lengur getið um laun formanns í ársreikningi KSÍ og launin eru heldur ekki inn í fjárhags-áætlun. „Eru laun ekki trúnaðarmál?“ sagði Eggert en getur framkvæmdastjórn KSÍ þar með sett formann KSÍ á nákvæmlega þau laun sem þeim sýnist án vitundar félaganna? „Ég lít nú þannig á að ég sé ábyrgari í mínum aðgerðum en það. Við gætum það en þá þyrftu fimm eða sex manns að vera mjög óheiðarlegir. Ég legg það ekki í vana minn og ég veit að félagar mínir eru það ekki heldur. Okkur er treyst fyrir þessu.“ Eggert Steingrímsson hefur setið í framkvæmdastjórninni í átta ár en litlar breytingar hafa orðið á stjórninni í gegnum tíðina að því er Eggert segir. Hann staðfesti enn fremur að framkvæmdastjórnin ákveddi einnig laun framkvæmdastjóra sambandsins sem í þessu tilviki er Geir Þorsteinsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira