Stór og fjölbreytt 23. janúar 2007 07:45 Svali segir að Hlustendaverðlaunin verði stærri og fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Hlustendaverðlaun útvarpsstöðvarinnar FM 957 verða haldin í sjöunda sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Hátíðin verður jafnframt send út í heild sinni í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sirkus. „Við höfum aldrei verið með hátíðina svona stóra og fjölbreytta,“ segir Svali hjá FM 957. „Íslensk popptónlist hefur þróast og breyst. Þetta er ekki bara hefðbundin sveitaballamúsík, þetta er orðið meira rokk og meira dans og melódískt rómanspopp. Ég held að þetta endurspegli hvað tónlistar-smekkur fólks er fjölbreyttur.“ Alls verða tíu verðlaun veitt, þar á meðal fyrir plötu ársins, hljómsveit ársins og fyrir tónleika ársins. Hljómsveitin Jeff Who?, sem er tilnefnd til sex verðlauna, mun koma fram ásamt m.a. Trabant, Nylon, Ampop, Togga, Sprengjuhöllinni, Á móti sól og Silvíu Nótt, sem mun frumflytja nýtt lag. Kynnir verður Auðunn Blöndal. Að sögn Svala hefur undirbúningurinn verið nokkuð frábrugðinn því sem verið hefur. „Við settum Saga film í framleiðsluna á þessu en við höfum oftast verið að vesenast í þessu sjálfir,“ segir hann. Bætir hann því við að kosningin hafi gengið mjög vel og um tuttugu þúsund atkvæði séu komin á bak við sigurvegarana. Í verðlaun verður síðan tveggja kílóa járnklumpur sem var sérsmíðaður fyrir keppnina. Hlustendaverðlaunin Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hlustendaverðlaun útvarpsstöðvarinnar FM 957 verða haldin í sjöunda sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Hátíðin verður jafnframt send út í heild sinni í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sirkus. „Við höfum aldrei verið með hátíðina svona stóra og fjölbreytta,“ segir Svali hjá FM 957. „Íslensk popptónlist hefur þróast og breyst. Þetta er ekki bara hefðbundin sveitaballamúsík, þetta er orðið meira rokk og meira dans og melódískt rómanspopp. Ég held að þetta endurspegli hvað tónlistar-smekkur fólks er fjölbreyttur.“ Alls verða tíu verðlaun veitt, þar á meðal fyrir plötu ársins, hljómsveit ársins og fyrir tónleika ársins. Hljómsveitin Jeff Who?, sem er tilnefnd til sex verðlauna, mun koma fram ásamt m.a. Trabant, Nylon, Ampop, Togga, Sprengjuhöllinni, Á móti sól og Silvíu Nótt, sem mun frumflytja nýtt lag. Kynnir verður Auðunn Blöndal. Að sögn Svala hefur undirbúningurinn verið nokkuð frábrugðinn því sem verið hefur. „Við settum Saga film í framleiðsluna á þessu en við höfum oftast verið að vesenast í þessu sjálfir,“ segir hann. Bætir hann því við að kosningin hafi gengið mjög vel og um tuttugu þúsund atkvæði séu komin á bak við sigurvegarana. Í verðlaun verður síðan tveggja kílóa járnklumpur sem var sérsmíðaður fyrir keppnina.
Hlustendaverðlaunin Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira