Lúterskir leiðindapúkar 24. janúar 2007 04:00 Stundum verður maður ótrúlega þreyttur á hvað þessi þjóð er lútersk og leiðinleg. Sammælist um að gera hvunndaginn að endalausum táradal og ef einhver vogar sér í grámyglu skamm-degisins að gera sér glaðan dag þá rjúka allir harðlífismenn þjóðarinnar upp til handa og fóta og hneykslast. Áður en tókst að koma því inn í þjóðina að veran í þessum heimi ætti mestanpart að vera þjáning, þá kunnu Íslendingar að halda almennileg partí. Þjóðarframleiðslan lá nánast niðri meðan menn drukku brullaup svo vikum skipti. Að þessu gáskafulla lífi löknu fóru menn svo til Valhallar og þar var náttúrlega gegndarlaust partí áfram. Síðan tók harðlífið við og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem okkur er farið að takast að komast aftur á braut þess að geta án þjakandi samviskubits gert okkur glaðan dag. Í traust þess að við séum að læra að gleðjast hafa nokkrir auðmenn og fyrirtæki staðið fyrir líflegum partíum og um leið styrkt góð málefni, eins og nánast gleymdar poppstjórnur. Mér hefur gengið allt í haginn í lífinu, hef nóg umleikis og hef gaman af því að láta vini mína njóta með mér. Ég sé bara ekkert athugavert við það að skemmta mér vel og ég hef vel efni á því. Hitt er svo annað að uppeldið segir líka til sín og ég hef ekki látið mitt eftir liggja í því að styðja ýmis góð málefni í gegnum tíðina. Þrátt fyrir að ég birtist stundum sem græðgin uppmáluð verður að segjast eins og er að mér er annt um náungann og mér líður betur þegar öðrum líður vel. Það er nú allur galdurinn og má til sanns vegar færa að þar geri ég góðverk af eigingjörnum hvötum. Og hvað með það. Ég kann líka að gleðjast með náunganum og sá hæfileiki hefur líka gert það að verkum að ég hef skellt mér með í hin og þessi ferðalög með ríkustu mönnum landsins, Þannig keypti ég í Búnaðarbankanum og naut ávaxtanna af þeim snjalla leik Ólafs Ólafssonar að sameina bankann Kaupþingi. Ég get vel unnt honum þess að halda glæsilegt partí fyrir vini og samstarfsmenn. Ég sé ekki ofsjónum yfir því. Þar fyrir utan þá var sjóðstofnunin hjá honum glæsilegt framtak og gleðilegt að menn sinni því að láta þá sem þurfa njóta velgengni sinnar. Milljarður í sjóð er ekki lítið fé, jafnvel ekki fyrir menn eins og Ólaf Ólafsson. Ég mun á endanum gera eitthvað svona, því ekki tekur maður neitt með sér í lokaferðina og í Valhöll er hvort eð er nóg til af öllu. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Stundum verður maður ótrúlega þreyttur á hvað þessi þjóð er lútersk og leiðinleg. Sammælist um að gera hvunndaginn að endalausum táradal og ef einhver vogar sér í grámyglu skamm-degisins að gera sér glaðan dag þá rjúka allir harðlífismenn þjóðarinnar upp til handa og fóta og hneykslast. Áður en tókst að koma því inn í þjóðina að veran í þessum heimi ætti mestanpart að vera þjáning, þá kunnu Íslendingar að halda almennileg partí. Þjóðarframleiðslan lá nánast niðri meðan menn drukku brullaup svo vikum skipti. Að þessu gáskafulla lífi löknu fóru menn svo til Valhallar og þar var náttúrlega gegndarlaust partí áfram. Síðan tók harðlífið við og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem okkur er farið að takast að komast aftur á braut þess að geta án þjakandi samviskubits gert okkur glaðan dag. Í traust þess að við séum að læra að gleðjast hafa nokkrir auðmenn og fyrirtæki staðið fyrir líflegum partíum og um leið styrkt góð málefni, eins og nánast gleymdar poppstjórnur. Mér hefur gengið allt í haginn í lífinu, hef nóg umleikis og hef gaman af því að láta vini mína njóta með mér. Ég sé bara ekkert athugavert við það að skemmta mér vel og ég hef vel efni á því. Hitt er svo annað að uppeldið segir líka til sín og ég hef ekki látið mitt eftir liggja í því að styðja ýmis góð málefni í gegnum tíðina. Þrátt fyrir að ég birtist stundum sem græðgin uppmáluð verður að segjast eins og er að mér er annt um náungann og mér líður betur þegar öðrum líður vel. Það er nú allur galdurinn og má til sanns vegar færa að þar geri ég góðverk af eigingjörnum hvötum. Og hvað með það. Ég kann líka að gleðjast með náunganum og sá hæfileiki hefur líka gert það að verkum að ég hef skellt mér með í hin og þessi ferðalög með ríkustu mönnum landsins, Þannig keypti ég í Búnaðarbankanum og naut ávaxtanna af þeim snjalla leik Ólafs Ólafssonar að sameina bankann Kaupþingi. Ég get vel unnt honum þess að halda glæsilegt partí fyrir vini og samstarfsmenn. Ég sé ekki ofsjónum yfir því. Þar fyrir utan þá var sjóðstofnunin hjá honum glæsilegt framtak og gleðilegt að menn sinni því að láta þá sem þurfa njóta velgengni sinnar. Milljarður í sjóð er ekki lítið fé, jafnvel ekki fyrir menn eins og Ólaf Ólafsson. Ég mun á endanum gera eitthvað svona, því ekki tekur maður neitt með sér í lokaferðina og í Valhöll er hvort eð er nóg til af öllu. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira