Alfreð Gíslason: Vinnum með góðri vörn 30. janúar 2007 00:01 Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari á von á mjög jöfnum og spennandi leik gegn Dönum í kvöld er liðin mætast í Hamborg í átta liða úrslitum á HM. Íslenska landsliðið tók létta æfingu í Colour Line höllinni í gærkvöldi eftir fjögurra tíma akstur frá Halle. Alfreð Gíslason var rólegur að sjá og hann gerir ráð fyrir jöfnum leik í kvöld. „Þetta verður hörkuleikur og vonandi skemmtilegur. Ég tel þessi lið mjög áþekk að getu og Danirnir hafa hugsanlega aðeins meiri breidd en ég get samt ekki séð á mínum mönnum að þeir séu eitthvað þreyttir." "Boldsen hjá Dönunum hefur verið að spila frábærlega á þessu móti og ég þykist nú vita að hann sé í lélegra formi en margir af okkar leikmönnum. Ég held að úrslit leiksins muni ráðast á stemningu, dagsforminu og síðan vörn og markvörslu," sagði Alfreð en Roland Eradze verður tæplega með íslenska landsliðinu en hann er með mikil útbrot á líkamanum sem eru afleiðing ofnæmis sem ekki hefur enn verið greint. „Við verðum að standa vörnina gríðarlega vel og ef við gerum það þá er ég sannfærður um að við munum vinna þennan leik," sagði Alfreð sem hefur litlar áhyggjur af meiðslunum í hópnum. „Ég hef ekkert miklar áhyggjur af stöðu mála. Það eru smáatriði hjá mörgum en helsta áhyggjuefnið á þessari stundu er Róbert en ég taldi rétt að láta mynda hann svo við værum vissir með stöðuna á honum," sagði Alfreð. „Breiddin er að aukast hjá okkur og það er jákvætt og hjálpar okkur í þessum leik gegn Dönum. Ég er bjartsýnn og er viss um að úrslit ráðist á smáatriðum." Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari á von á mjög jöfnum og spennandi leik gegn Dönum í kvöld er liðin mætast í Hamborg í átta liða úrslitum á HM. Íslenska landsliðið tók létta æfingu í Colour Line höllinni í gærkvöldi eftir fjögurra tíma akstur frá Halle. Alfreð Gíslason var rólegur að sjá og hann gerir ráð fyrir jöfnum leik í kvöld. „Þetta verður hörkuleikur og vonandi skemmtilegur. Ég tel þessi lið mjög áþekk að getu og Danirnir hafa hugsanlega aðeins meiri breidd en ég get samt ekki séð á mínum mönnum að þeir séu eitthvað þreyttir." "Boldsen hjá Dönunum hefur verið að spila frábærlega á þessu móti og ég þykist nú vita að hann sé í lélegra formi en margir af okkar leikmönnum. Ég held að úrslit leiksins muni ráðast á stemningu, dagsforminu og síðan vörn og markvörslu," sagði Alfreð en Roland Eradze verður tæplega með íslenska landsliðinu en hann er með mikil útbrot á líkamanum sem eru afleiðing ofnæmis sem ekki hefur enn verið greint. „Við verðum að standa vörnina gríðarlega vel og ef við gerum það þá er ég sannfærður um að við munum vinna þennan leik," sagði Alfreð sem hefur litlar áhyggjur af meiðslunum í hópnum. „Ég hef ekkert miklar áhyggjur af stöðu mála. Það eru smáatriði hjá mörgum en helsta áhyggjuefnið á þessari stundu er Róbert en ég taldi rétt að láta mynda hann svo við værum vissir með stöðuna á honum," sagði Alfreð. „Breiddin er að aukast hjá okkur og það er jákvætt og hjálpar okkur í þessum leik gegn Dönum. Ég er bjartsýnn og er viss um að úrslit ráðist á smáatriðum."
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira