MTV-hátíð handan við hornið í Reykjavík 12. febrúar 2007 08:15 Björn Segir MTV-verðlaunahátíðina vera rétt handan við hornið. „Þetta er á síðustu metrunum en betur má ef duga skal," segir Björn Steinbekk tónleikahaldari, en nú hillir undir það að verðlaunaafhending MTV-sjónvarpsstöðvarinnar verði haldin í höfuðborginni, annað hvort árið 2009 eða 2010. „Við erum komnir með viljayfirlýsingu frá MTV þar sem því er lýst yfir að áhugi sé á að halda hátíðina annað hvert ár," bætir Björn við. Hann vildi ekki gefa upp hvenær þetta myndi skýrast en sagði ekki langt í það. „Þegar við reyndum síðast árið 2006 var skortur á fimm stjörnu gistingu en það ætti að leysast með nýju hóteli sem á að rísa við hliðina á nýja tónlistarhúsinu," segir Björn. Justin var kynnir í Kaupmannahöfn þegar verðlaunin voru veitt þar í fyrra. Til mikils er að vinna fyrir íslenskt efnahagslíf. Fyrir utan þá gríðarmiklu landkynningu sem þarna er í boði má reikna með að töluvert fjármagn muni streyma um götur höfuðborgarinnar enda stjörnurnar ekki þekktar fyrir að sitja á aurunum eins og ormar á gulli. „Kaupmannahafnarborg kynnir í næstu viku skýrslu þar sem áhrif MTV-hátíðarinnar í fyrra eru metin. Samkvæmt þeirri skýrslu er bein innspýting inn í viðskiptalíf Kaupmannahafnar talin hlaupa á einum og hálfum milljarði og ef þeir hefðu ákveðið að fara af stað með svona landkynningu hefði hún kostað í kringum fimm milljarða," uppplýsir Björn. Yfirvöld í Kaupmannahöfn meta því áhrif hátíðarinnar upp á tæpa sjö milljarða. Björn segir að nokkrum fjárhæðum hafi verið eytt til að fá hátíðina hingað til lands. Íslenska ríkið hefur styrkt verkefnið um þrjár milljónir en samtals hljóðar kostnaðurinn hingað til upp á fimmtán milljónir. Nú stefnir allt í það að þessum fjármunum hafi ekki verið kastað á glæ. MTV-verðlaunahátíðin er ein sú stærsta í heiminum en þar troða upp margar af skærustu stjörnum poppheimsins og er talið að milljónir manna horfi á beina útsendingu frá henni. Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta er á síðustu metrunum en betur má ef duga skal," segir Björn Steinbekk tónleikahaldari, en nú hillir undir það að verðlaunaafhending MTV-sjónvarpsstöðvarinnar verði haldin í höfuðborginni, annað hvort árið 2009 eða 2010. „Við erum komnir með viljayfirlýsingu frá MTV þar sem því er lýst yfir að áhugi sé á að halda hátíðina annað hvert ár," bætir Björn við. Hann vildi ekki gefa upp hvenær þetta myndi skýrast en sagði ekki langt í það. „Þegar við reyndum síðast árið 2006 var skortur á fimm stjörnu gistingu en það ætti að leysast með nýju hóteli sem á að rísa við hliðina á nýja tónlistarhúsinu," segir Björn. Justin var kynnir í Kaupmannahöfn þegar verðlaunin voru veitt þar í fyrra. Til mikils er að vinna fyrir íslenskt efnahagslíf. Fyrir utan þá gríðarmiklu landkynningu sem þarna er í boði má reikna með að töluvert fjármagn muni streyma um götur höfuðborgarinnar enda stjörnurnar ekki þekktar fyrir að sitja á aurunum eins og ormar á gulli. „Kaupmannahafnarborg kynnir í næstu viku skýrslu þar sem áhrif MTV-hátíðarinnar í fyrra eru metin. Samkvæmt þeirri skýrslu er bein innspýting inn í viðskiptalíf Kaupmannahafnar talin hlaupa á einum og hálfum milljarði og ef þeir hefðu ákveðið að fara af stað með svona landkynningu hefði hún kostað í kringum fimm milljarða," uppplýsir Björn. Yfirvöld í Kaupmannahöfn meta því áhrif hátíðarinnar upp á tæpa sjö milljarða. Björn segir að nokkrum fjárhæðum hafi verið eytt til að fá hátíðina hingað til lands. Íslenska ríkið hefur styrkt verkefnið um þrjár milljónir en samtals hljóðar kostnaðurinn hingað til upp á fimmtán milljónir. Nú stefnir allt í það að þessum fjármunum hafi ekki verið kastað á glæ. MTV-verðlaunahátíðin er ein sú stærsta í heiminum en þar troða upp margar af skærustu stjörnum poppheimsins og er talið að milljónir manna horfi á beina útsendingu frá henni.
Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið