Tónlist

Sáttir við Prince

Hljómsveitin Foo Fighters er ánægð með að Prince skuli hafa sungið lagið Best of You.
Hljómsveitin Foo Fighters er ánægð með að Prince skuli hafa sungið lagið Best of You. MYND/Heiða

Rokksveitin Foo Fighters er ánægð með ákvörðun Prince um að syngja lag hennar Best of You í hálfleik á úrslitaleik bandarísku NFL-deildarinnar í fótbolta, Super Bowl hinn 4. febrúar.

„Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna hann gerði þetta og það væri gaman að vita það. Kannski var hann að gera lítið úr okkur með þessu eða kannski finnst honum lagið bara flott," sagði Taylor Hawkins, trommari Foo Fighters.

 

prince leyfði Foo Fighters ekki að gefa út Darling Nikki í Bandaríkjunum.

„Hvað sem því líður var frábært að náungi eins og Prince syngi lag eftir okkur og hann gerði það eiginlega betur en við."

Foo Fighters hefur á ferli sínum gefið út tvær útgáfur af lögum Prince á B-hliðum sínum, annars vegar Darling Nikki og hins vegar Drive Me Wild. „Við vildum gefa út Darling Nikki í Bandaríkjunum en Prince leyfði okkur það ekki. Ég heyrði að honum líkaði ekki útgáfan okkar eða kannski var hann bara ekki ánægður með að við værum að spila lagið," sagði Hawkins.

Foo Fighters er um þessar mundir að undirbúa sína næstu plötu sem mun fylgja á eftir In Your Honour sem kom út 2005.



.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×