Arctic Monkeys bar af á Brit 16. febrúar 2007 10:00 Hljómsveitin The Killers hlaut tvenn Brit-verðlaun. MYND/Getty Brit-verðlaunin voru afhent í London í fyrrakvöld. Arctic Monkeys var sigurvegari kvöldsins með tvenn stærstu verðlaunin. The Arctic Monkeys hlaut verðlaun sem besta breska hljómsveitin og fyrir bestu bresku plötuna, frumburðinn Whatever People Say I Am, That"s What I"m Not. Engin plata hefur selst hraðar í sögu breska vinsældalistans. Meðlimir sveitarinnar mættu ekki á verðlaunahátíðina frekar en á síðasta ári og sendu í staðinn skilaboð á myndbandi klæddir sem persónur í söngleiknum Galdrakarlinn í Oz og sem meðlimir hljómsveitarinnar The Village People.Killers með tvennuMorrison var kjörinn besti breski söngvarinn.Hljómsveitin The Killers frá Las Vegas fékk einnig tvenn verðlaun. Annars vegar sem besta erlenda hljómsveitin og hins vegar fyrir bestu erlendu plötuna.Amy Winehouse var kjörin besta breska söngkonan og James Morrison besti söngvarinn. „Ég vil bara segja að ég trúi því ekki að ég sé hérna. Þessi verðlaun eru tileinkuð öllum þeim söngvaskáldum sem eru enn þá að spila á börum," sagði Morrison er hann tók á móti verðlaununum.Take That bestirbesta smáskífan Strákasveitin Take That fékk Brit-verðlaun fyrir besta smáskífulagið, Patience.MYND/APStrákasveitin Take That, sem átti frábæra endurkomu á síðasta ári, fékk verðlaun fyrir bestu bresku smáskífuna, Patience, og Justin Timberlake var valinn besti erlendi söngvarinn. Hin kanadíska Nelly Furtado var valin besta erlenda söngkonan. Þá var rokksveitin Muse valin besta breska tónleikasveitin og skoska indí-sveitin The Frattellis bestu bresku nýliðarnir. Lily Allen tómhentWinehouse, sem gaf út plötuna Back to Black, tekur á móti verðlaunum sínum sem besta breska söngkonan.MYND/APAthygli vakti að Lily Allen, sem hafði verið tilnefnd til fernra Brit-verðlauna fékk engin, ekki frekar en Corinne Baily Rae, Snow Patrol og Gnarls Barkley, sem öll fengu margar tilnefningar. Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Brit-verðlaunin voru afhent í London í fyrrakvöld. Arctic Monkeys var sigurvegari kvöldsins með tvenn stærstu verðlaunin. The Arctic Monkeys hlaut verðlaun sem besta breska hljómsveitin og fyrir bestu bresku plötuna, frumburðinn Whatever People Say I Am, That"s What I"m Not. Engin plata hefur selst hraðar í sögu breska vinsældalistans. Meðlimir sveitarinnar mættu ekki á verðlaunahátíðina frekar en á síðasta ári og sendu í staðinn skilaboð á myndbandi klæddir sem persónur í söngleiknum Galdrakarlinn í Oz og sem meðlimir hljómsveitarinnar The Village People.Killers með tvennuMorrison var kjörinn besti breski söngvarinn.Hljómsveitin The Killers frá Las Vegas fékk einnig tvenn verðlaun. Annars vegar sem besta erlenda hljómsveitin og hins vegar fyrir bestu erlendu plötuna.Amy Winehouse var kjörin besta breska söngkonan og James Morrison besti söngvarinn. „Ég vil bara segja að ég trúi því ekki að ég sé hérna. Þessi verðlaun eru tileinkuð öllum þeim söngvaskáldum sem eru enn þá að spila á börum," sagði Morrison er hann tók á móti verðlaununum.Take That bestirbesta smáskífan Strákasveitin Take That fékk Brit-verðlaun fyrir besta smáskífulagið, Patience.MYND/APStrákasveitin Take That, sem átti frábæra endurkomu á síðasta ári, fékk verðlaun fyrir bestu bresku smáskífuna, Patience, og Justin Timberlake var valinn besti erlendi söngvarinn. Hin kanadíska Nelly Furtado var valin besta erlenda söngkonan. Þá var rokksveitin Muse valin besta breska tónleikasveitin og skoska indí-sveitin The Frattellis bestu bresku nýliðarnir. Lily Allen tómhentWinehouse, sem gaf út plötuna Back to Black, tekur á móti verðlaunum sínum sem besta breska söngkonan.MYND/APAthygli vakti að Lily Allen, sem hafði verið tilnefnd til fernra Brit-verðlauna fékk engin, ekki frekar en Corinne Baily Rae, Snow Patrol og Gnarls Barkley, sem öll fengu margar tilnefningar.
Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög