Helgi trúbador snýr aftur 20. febrúar 2007 06:15 Helgi, persónulegi trúbadorinn, er í aðalhlutverki í nýjum auglýsingum fyrir Lengjuna sem verða frumsýndar í sjónvarpinu í kvöld. Í auglýsingunum, sem eru um fimmtán talsins, syngur Helgi á sinn angurværa og hreinskilna hátt um þekkt nöfn úr knattspyrnuheiminum á borð við Rio Ferdinand og Eggert Magnússon. Sigurjón Kjartansson gerði Helga ódauðlegan í gamanþáttunum Fóstbræðrum og eiga vafalaust margir eftir að taka honum fagnandi þegar hann mætir aftur á skjáinn. „Þetta er verkefni sem var leitað með til mín og er að mínu mati afskaplega vel heppnað," segir Sigurjón, sem hefur m.a. farið á kostum í auglýsingum fyrir Homeblest og Tal. Sigurjón segist fylgjast vel með fótbolta í gegnum syni sína sem séu mjög áhugasamir. „Ég fór til dæmis á leik Barcelona og Real Madrid í fyrra, áður en Eiður kom. Það var helvíti skemmtilegt og ég hef miklu meiri mætur á spænska boltanum en þeim enska," segir hann. „Spænski boltinn er svo miklu flottari bolti og miklu meira töff heldur en hjá þessum húlígönum í Bretlandi sem gera ekki annað en að drekka bjór og baula. Þarna á Spáni fara fjölskyldur saman á völlinn, ekki þessir gúbbar, þar sem gamlir og ungir sameinast í stuði." Mest lesið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Helgi, persónulegi trúbadorinn, er í aðalhlutverki í nýjum auglýsingum fyrir Lengjuna sem verða frumsýndar í sjónvarpinu í kvöld. Í auglýsingunum, sem eru um fimmtán talsins, syngur Helgi á sinn angurværa og hreinskilna hátt um þekkt nöfn úr knattspyrnuheiminum á borð við Rio Ferdinand og Eggert Magnússon. Sigurjón Kjartansson gerði Helga ódauðlegan í gamanþáttunum Fóstbræðrum og eiga vafalaust margir eftir að taka honum fagnandi þegar hann mætir aftur á skjáinn. „Þetta er verkefni sem var leitað með til mín og er að mínu mati afskaplega vel heppnað," segir Sigurjón, sem hefur m.a. farið á kostum í auglýsingum fyrir Homeblest og Tal. Sigurjón segist fylgjast vel með fótbolta í gegnum syni sína sem séu mjög áhugasamir. „Ég fór til dæmis á leik Barcelona og Real Madrid í fyrra, áður en Eiður kom. Það var helvíti skemmtilegt og ég hef miklu meiri mætur á spænska boltanum en þeim enska," segir hann. „Spænski boltinn er svo miklu flottari bolti og miklu meira töff heldur en hjá þessum húlígönum í Bretlandi sem gera ekki annað en að drekka bjór og baula. Þarna á Spáni fara fjölskyldur saman á völlinn, ekki þessir gúbbar, þar sem gamlir og ungir sameinast í stuði."
Mest lesið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira