Fagrir hljómar 24. febrúar 2007 11:00 Þjóðlög, ljóðaflokkar og aríur Fjölbreyttir söngtónleikar verða haldnir í Salnum á morgun. MYND/Vilhelm Söngkonurnar Xu Wen og Natalía Chow halda söngtónleika í Salnum í Kópavogi á morgun. Með þeim leikur Anna Guðný Guðmunsdóttir á píanó en á efnisskránni eru ljóðaflokkur eftir Mahler og frumflutningur á ljóðaflokki eftir Julian Hewlett, auk íslenskra og erlendra sönglaga og aría. Xu Wen nam ung að árum kínverskan óperusöng, leiklist, dans og skylmingar við Huangmei-óperuskólann í Anhui-fylki í Kína. Hún hefur sungið aðalhlutverk í fjölmörgum kínverskum óperum og unnið til verðlauna fyrir söng sinn. Hún fluttist til Íslands árið 1989, hóf nám hjá Elísabetu Erlingsdóttur við söngdeild Tónlistarskólans í Reykjavík og stundaði síðar framhaldsnám í London. Xu Wen hefur haldið fjölda einsöngstónleika og sungið víða á opinberum vettvangi og starfar nú jafnframt sem söngkennari við Domus Vox. Natalía Chow Hewlett ólst upp í Hong Kong og lærði snemma á píanó. Hún lauk 8. stig í píanóleik og einsöng í Hong Kong og hélt síðar til framhaldsnáms í Bretlandi. Að námi loknu var Natalía ráðin sem lektor við Hong Kong International Institute of Music þar sem hún sá um menntun verðandi tónmenntakennara. Á sama tíma stundaði hún framhaldsnám í söng. Natalía fluttist til Íslands árið 1992 og hefur starfað sem söngkona, söngkennari, organisti og kórstjóri, fyrst á Húsavík og síðan á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur til að mynda staðið að stofnun fjögurra kóra, þar á meðal Regnbogakvennakórsins sem er fyrir konur af erlendum uppruna. Tónleikarnir á morgun hefjast kl. 16. Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Söngkonurnar Xu Wen og Natalía Chow halda söngtónleika í Salnum í Kópavogi á morgun. Með þeim leikur Anna Guðný Guðmunsdóttir á píanó en á efnisskránni eru ljóðaflokkur eftir Mahler og frumflutningur á ljóðaflokki eftir Julian Hewlett, auk íslenskra og erlendra sönglaga og aría. Xu Wen nam ung að árum kínverskan óperusöng, leiklist, dans og skylmingar við Huangmei-óperuskólann í Anhui-fylki í Kína. Hún hefur sungið aðalhlutverk í fjölmörgum kínverskum óperum og unnið til verðlauna fyrir söng sinn. Hún fluttist til Íslands árið 1989, hóf nám hjá Elísabetu Erlingsdóttur við söngdeild Tónlistarskólans í Reykjavík og stundaði síðar framhaldsnám í London. Xu Wen hefur haldið fjölda einsöngstónleika og sungið víða á opinberum vettvangi og starfar nú jafnframt sem söngkennari við Domus Vox. Natalía Chow Hewlett ólst upp í Hong Kong og lærði snemma á píanó. Hún lauk 8. stig í píanóleik og einsöng í Hong Kong og hélt síðar til framhaldsnáms í Bretlandi. Að námi loknu var Natalía ráðin sem lektor við Hong Kong International Institute of Music þar sem hún sá um menntun verðandi tónmenntakennara. Á sama tíma stundaði hún framhaldsnám í söng. Natalía fluttist til Íslands árið 1992 og hefur starfað sem söngkona, söngkennari, organisti og kórstjóri, fyrst á Húsavík og síðan á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur til að mynda staðið að stofnun fjögurra kóra, þar á meðal Regnbogakvennakórsins sem er fyrir konur af erlendum uppruna. Tónleikarnir á morgun hefjast kl. 16.
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira