Raggi Bjarna og Eivör á stórtónleikum 26. febrúar 2007 10:30 Raggi Bjarna hefur sungið með öllum íslensku dívunum, fyrir utan Eivöru Pálsdóttur. Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason, sem er öllum kunnur sem Raggi Bjarna, syngur á tónleikunum Heyr mitt ljúfasta lag í Háskólabíói 3. mars næstkomandi.Með honum verður Eivör Pálsdóttir, og hundrað manna föruneyti. „Þetta er fjörutíu manna hljómsveit og sextíu manna kór. Hljóðfæraleikararnir eru úr Sinfóníuhljómsveitinni, og svo verða strákarnir úr Stórsveit Reykjavíkur líka með,“ sagði Raggi léttur í lund. Að sögn Ragga eru tónleikarnir eru til komnir vegna 120 ára afmælis Landsbankans í fyrra. „Þeir hafa verið að kynna þetta úti um allt land með alls konar tónleikum og uppákomum, og vildu fá mig með stórri hljómsveit,“ sagði Raggi. „Ég ólst upp í Lækjargötunni og Landsbankinn er þar skammt undan. Svo syngur Selkórinn frá Seltjarnarnesi með mér, og þar var ég einmitt alltaf á sumrin. Þetta eru svona skemmtilegar tilviljanir,“ sagði hann. eivör pálsdóttir Kemur fram með Ragga á stórtónleikunum í Háskólabíói. Raggi sagði ýmsar söngkonur hafa komið til greina í skipulagningu tónleikanna. „Ég er búinn að syngja með flestum af þessum dívum okkar, en eina söngkonan sem ég hafði aldrei sungið með var Eivör. Við vorum líka búin að tala um að við þyrftum að gera þetta einhvern tíma, svo þetta verður stórskemmtilegt,“ sagði Raggi. Efnisskráin teygir sig yfir breitt svið tónlistar. „Þetta verður Sinatra-músík og swing og ýmislegt. Við syngjum úr My Fair Lady, dúettum og svo verða náttúrulega íslensk lög,“ sagði Raggi. Útsetningar eru í höndum Þóris Baldurssonar, sem stjórnar jafnframt hljómsveitinni, og Þorgeir Ástvaldsson mun gegna hlutverki sögumanns. Uppselt er á fyrri tónleikana, en miða á þá seinni, sem hefjast klukkan átta, má enn nálgast midi.is. Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason, sem er öllum kunnur sem Raggi Bjarna, syngur á tónleikunum Heyr mitt ljúfasta lag í Háskólabíói 3. mars næstkomandi.Með honum verður Eivör Pálsdóttir, og hundrað manna föruneyti. „Þetta er fjörutíu manna hljómsveit og sextíu manna kór. Hljóðfæraleikararnir eru úr Sinfóníuhljómsveitinni, og svo verða strákarnir úr Stórsveit Reykjavíkur líka með,“ sagði Raggi léttur í lund. Að sögn Ragga eru tónleikarnir eru til komnir vegna 120 ára afmælis Landsbankans í fyrra. „Þeir hafa verið að kynna þetta úti um allt land með alls konar tónleikum og uppákomum, og vildu fá mig með stórri hljómsveit,“ sagði Raggi. „Ég ólst upp í Lækjargötunni og Landsbankinn er þar skammt undan. Svo syngur Selkórinn frá Seltjarnarnesi með mér, og þar var ég einmitt alltaf á sumrin. Þetta eru svona skemmtilegar tilviljanir,“ sagði hann. eivör pálsdóttir Kemur fram með Ragga á stórtónleikunum í Háskólabíói. Raggi sagði ýmsar söngkonur hafa komið til greina í skipulagningu tónleikanna. „Ég er búinn að syngja með flestum af þessum dívum okkar, en eina söngkonan sem ég hafði aldrei sungið með var Eivör. Við vorum líka búin að tala um að við þyrftum að gera þetta einhvern tíma, svo þetta verður stórskemmtilegt,“ sagði Raggi. Efnisskráin teygir sig yfir breitt svið tónlistar. „Þetta verður Sinatra-músík og swing og ýmislegt. Við syngjum úr My Fair Lady, dúettum og svo verða náttúrulega íslensk lög,“ sagði Raggi. Útsetningar eru í höndum Þóris Baldurssonar, sem stjórnar jafnframt hljómsveitinni, og Þorgeir Ástvaldsson mun gegna hlutverki sögumanns. Uppselt er á fyrri tónleikana, en miða á þá seinni, sem hefjast klukkan átta, má enn nálgast midi.is.
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira