Þríréttuð vika og vín með 28. febrúar 2007 00:01 Þetta var nú fína vikan, þrátt fyrir smá alþjóðaskjálfta í gær. Ekkert sem vanur maður kippir sér mikið upp við, enda búinn að búast við leiðréttingu í smá tíma. Nú fer maður aftur að mjatla sér inn í Kína eftir fallið. Maður var orðinn hikandi þar. Augljóst að einhverjir færu að taka aurana heim. Hér heima hlóð maður upp í bönkunum strax eftir uppgjörin og búinn að innleysa slatta af því nú þegar. Tók svolítið heim undir lok dags á mánudaginn. Maður á að hirða svona happdrættisvinninga eins og þetta Moody's mat og taka það heim strax áður en efasemdirnar byrja að krauma. Fýlupúkarnir hjá Merrill Lynch og Danske Bank hjálpuðu mér í fyrra að græða peninga. Ég keypti talsvert af skuldabréfum íslensku bankanna gegnum miðlarann minn í London, þegar umræðan var hvað neikvæðust. Nú er ég með gengishagnað af þeim bréfum og svo tekur maður bónusinn af gengi krónunnar þegar það veikist á ný. Það er auðvitað ekki nema von að maður taki öll kvöldin á Food & Fun þegar svona gengur. Þríréttað með viðeigandi víni öll kvöldin í vikunni hjá mér. Annars þarf maður að fara að búa sig undir magrari daga fljótlega. Ég held að Greenspan hafi rétt fyrir sér að það fari að hægja á í USA. Þá lækka vextirnir og maður fer að taka dollaralán til að taka þátt í hagræðingu á bankamarkaði á Norðurlöndum. Það eru alltaf tækifæri á markaði og evrópski bankamarkaðurinn verður í aksjón á næstu árum. Ég held að menn eigi eftir mikla tiltekt í Evrópu með tilheyrandi gróða fyrir þá sem staðsetja sig rétt. Ég verð þar, það getið þið bókað. Ég er búinn að selja hlutinn minn í Finnair. Ég nenni ekki að vera í félagi sem ekki kann sig í samskiptum við stærstu hluthafa. Færði alla stöðuna inn í Sampo og býst við að þeir séu kurteisari á þeim bænum. Svo er ég búinn að valda næstum allar stöður í bönkum í Skandinavíu. Á bæði í Nordea og SEB og einhverjum sjoppum til viðbótar. Það er alveg sama hvaða lest fer af stað. Ég kemst með henni á áfangastað. Og það er öruggt að einhver þeirra fer af stað, en meiri áhöld um hver þeirra það verður. Þess vegna á skynsamur maður eins og ég miða með þeim öllum.Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Food and Fun Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Viðskipti innlent Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira
Þetta var nú fína vikan, þrátt fyrir smá alþjóðaskjálfta í gær. Ekkert sem vanur maður kippir sér mikið upp við, enda búinn að búast við leiðréttingu í smá tíma. Nú fer maður aftur að mjatla sér inn í Kína eftir fallið. Maður var orðinn hikandi þar. Augljóst að einhverjir færu að taka aurana heim. Hér heima hlóð maður upp í bönkunum strax eftir uppgjörin og búinn að innleysa slatta af því nú þegar. Tók svolítið heim undir lok dags á mánudaginn. Maður á að hirða svona happdrættisvinninga eins og þetta Moody's mat og taka það heim strax áður en efasemdirnar byrja að krauma. Fýlupúkarnir hjá Merrill Lynch og Danske Bank hjálpuðu mér í fyrra að græða peninga. Ég keypti talsvert af skuldabréfum íslensku bankanna gegnum miðlarann minn í London, þegar umræðan var hvað neikvæðust. Nú er ég með gengishagnað af þeim bréfum og svo tekur maður bónusinn af gengi krónunnar þegar það veikist á ný. Það er auðvitað ekki nema von að maður taki öll kvöldin á Food & Fun þegar svona gengur. Þríréttað með viðeigandi víni öll kvöldin í vikunni hjá mér. Annars þarf maður að fara að búa sig undir magrari daga fljótlega. Ég held að Greenspan hafi rétt fyrir sér að það fari að hægja á í USA. Þá lækka vextirnir og maður fer að taka dollaralán til að taka þátt í hagræðingu á bankamarkaði á Norðurlöndum. Það eru alltaf tækifæri á markaði og evrópski bankamarkaðurinn verður í aksjón á næstu árum. Ég held að menn eigi eftir mikla tiltekt í Evrópu með tilheyrandi gróða fyrir þá sem staðsetja sig rétt. Ég verð þar, það getið þið bókað. Ég er búinn að selja hlutinn minn í Finnair. Ég nenni ekki að vera í félagi sem ekki kann sig í samskiptum við stærstu hluthafa. Færði alla stöðuna inn í Sampo og býst við að þeir séu kurteisari á þeim bænum. Svo er ég búinn að valda næstum allar stöður í bönkum í Skandinavíu. Á bæði í Nordea og SEB og einhverjum sjoppum til viðbótar. Það er alveg sama hvaða lest fer af stað. Ég kemst með henni á áfangastað. Og það er öruggt að einhver þeirra fer af stað, en meiri áhöld um hver þeirra það verður. Þess vegna á skynsamur maður eins og ég miða með þeim öllum.Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Food and Fun Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Viðskipti innlent Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira