Ójöfnuður í samhengi 1. mars 2007 00:01 Allar helztu upplýsingar, sem fyrir liggja um aukinn ójöfnuð á Íslandi síðan 1995, eru komnar frá fjármálaráðuneytinu og ríkisskattstjóraembættinu. Eins og ég rakti á þessum stað fyrir viku, lagði Geir Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, fram á Alþingi snemma árs 2005 tölur, sem sýndu, að ójöfnuður í skiptingu ráðstöfunartekna milli manna jókst mjög frá 1995 til 2003. Tilefnið var fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar alþingismanns um málið. Að beiðni minni endurreiknaði ríkisskattstjóraembættið dæmið í fyrra og lengdi tímabilið um tvö ár í hvorn enda og komst að alveg sömu niðurstöðu og fjármálaráðuneytið með þeirri viðbót, að ójöfnuður í skiptingu ráðstöfunartekna tók nýtt stökk frá 2003 til 2005. Ég hef ekki gert annað við þessar tölur fjármálaráðuneytisins og ríkisskattstjóra en að sannreyna þær og segja frá þeim og get staðfest, að þær eru réttar. Stefán Ólafsson prófessor hefur einnig sannreynt tölurnar og staðfest þær auk eigin athugana, sem ber að sama brunni. Ragnar Árnason prófessor hefur vakið máls á því, að skipting launatekna án skattgreiðslna og tryggingabóta - og án fjármagnstekna! - hefur staðið nokkurn veginn í stað á sama tímabili. Þessi ábending Ragnars staðfestir, að aukinn ójöfnuður í skiptingu ráðstöfunartekna - það er heildartekna að greiddum sköttum og þegnum bótum - stafar aðallega af breytingum á skattheimtu og almannatryggingum í ójafnaðarátt. Aukning ójafnaðar frá 1995 stafar m.ö.o. af ákvörðunum ríkisvaldsins um þyngri álögur á fólk með lágar tekjur og miðlungstekjur og léttari álögur á hátekjufólk og fjármagnseigendur. Þessa sér stað m.a. í frystingu skattleysismarka, sem hafa því með tímanum lækkað verulega að raungildi, og í sérmeðferð fjármagnstekna, sem bera miklu lægri skatt en launatekjur til hagsbóta fyrir hátekjumenn. Forskriftarinnar að þessum nýju áherzlum í skattamálum er ekki langt að leita, því að þennan hátt hefur ríkisstjórn Bush forseta í Bandaríkjunum haft á skattastefnu sinni undangengin ár gagngert til að hlaða undir auðmenn. Nýjar áherzlur ríkisstjórnarinnar hér heima í velferðarmálum, sem birtast m.a. í ítrekuðum útistöðum hennar við aldraða og öryrkja, spegla ójafnaðarstefnu stjórnarinnar í skattamálum. Á sama tíma hefur skattbyrði almennings snarþyngzt á heildina litið: skattheimta ríkisins nam um þriðjungi af landsframleiðslunni 1985, en er nú komin upp undir helming. Og ríkisstjórnin heldur samt áfram að þræta - fyrir upplýsingar, sem hún hefur sjálf lagt fram. Það er hægt að færa gild rök að þeirri skoðun, að Norðurlandaþjóðirnar hafi á fyrri tíð gengið of langt í jafnaðarátt, því að of lítið launabil á vinnumarkaði slævir t.d. hvatann til menntunar. Þess vegna lagði ég það til ásamt öðrum fyrir tíu árum, þegar ég var kvaddur til að leggja á ráðin um hagstjórn í Svíþjóð, að stjórnvöld þar slökuðu á jafnaðarstefnunni, og það hafa margir aðrir einnig gert. Svíar hafa tekið þessum ráðum. Jóakim Palme prófessor hefur lýst því, að heldur hafi dregið úr jöfnuði í tekjuskiptingu í Svíþjóð síðustu ár, og það tel ég vera til bóta. Aukningin ójafnaðar í Svíþjóð frá 1993 er þó aðeins brot af þeirri ójafnaðaraukningu, sem hefur átt sér stað hér heima að undirlagi ríkisstjórnarinnar. Gini-stuðullinn, sem ég lýsti hér fyrir viku, hefur með fjármagnstekjum og öllu saman hækkað um þrjú stig í Svíþjóð frá 1993 á móti 15 stiga hækkun hér heima. Þarna skilur milli feigs og ófeigs. Eignaskipting í Svíþjóð er að vísu miklu ójafnari en tekjuskiptingin og litlu jafnari en í Bandaríkjunum. Um eignaskiptingu á Íslandi eru hins vegar engar tölur til. Eignaskiptinguna þarf að kortleggja, ekki sízt í ljósi þeirrar tilfærslu, sem orðið hefur á eignum milli manna undangengin ár, fyrst með lögfestingu kvótakerfisins og síðan með þeim hætti, sem hafður var á einkavæðingu banka og annarra ríkisfyrirtækja. Stóraukinn ójöfnuður á Íslandi síðustu ár er áhyggjuefni m.a. vegna þess, að fámenn samfélög búa yfirleitt við meiri jöfnuð og frið en fjölmennari og sundurleitari samfélög. Á Norðurlöndum hafa jafnaðarstefna og fámenni lagzt á eitt. Aukinn ójöfnuður veldur þó einnig áhyggjum í Bandaríkjunum. Ben Bernanke seðlabankastjóri þar í landi lét málið til sín taka um daginn í prýðilegri ræðu og varaði þar við auknum ójöfnuði með þeim rökum, að of mikilli misskiptingu fylgir hætta á sundrungu og úlfúð og þá um leið hætta á minni grósku í efnahagslífinu (og meiri verðbólgu, t.d. vegna þess að launþegar leiðast til að heimta óraunhæfar skaðabætur í kjarasamningum). Sama hætta steðjar nú að Íslandi. Þorvaldur Gylfason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Allar helztu upplýsingar, sem fyrir liggja um aukinn ójöfnuð á Íslandi síðan 1995, eru komnar frá fjármálaráðuneytinu og ríkisskattstjóraembættinu. Eins og ég rakti á þessum stað fyrir viku, lagði Geir Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, fram á Alþingi snemma árs 2005 tölur, sem sýndu, að ójöfnuður í skiptingu ráðstöfunartekna milli manna jókst mjög frá 1995 til 2003. Tilefnið var fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar alþingismanns um málið. Að beiðni minni endurreiknaði ríkisskattstjóraembættið dæmið í fyrra og lengdi tímabilið um tvö ár í hvorn enda og komst að alveg sömu niðurstöðu og fjármálaráðuneytið með þeirri viðbót, að ójöfnuður í skiptingu ráðstöfunartekna tók nýtt stökk frá 2003 til 2005. Ég hef ekki gert annað við þessar tölur fjármálaráðuneytisins og ríkisskattstjóra en að sannreyna þær og segja frá þeim og get staðfest, að þær eru réttar. Stefán Ólafsson prófessor hefur einnig sannreynt tölurnar og staðfest þær auk eigin athugana, sem ber að sama brunni. Ragnar Árnason prófessor hefur vakið máls á því, að skipting launatekna án skattgreiðslna og tryggingabóta - og án fjármagnstekna! - hefur staðið nokkurn veginn í stað á sama tímabili. Þessi ábending Ragnars staðfestir, að aukinn ójöfnuður í skiptingu ráðstöfunartekna - það er heildartekna að greiddum sköttum og þegnum bótum - stafar aðallega af breytingum á skattheimtu og almannatryggingum í ójafnaðarátt. Aukning ójafnaðar frá 1995 stafar m.ö.o. af ákvörðunum ríkisvaldsins um þyngri álögur á fólk með lágar tekjur og miðlungstekjur og léttari álögur á hátekjufólk og fjármagnseigendur. Þessa sér stað m.a. í frystingu skattleysismarka, sem hafa því með tímanum lækkað verulega að raungildi, og í sérmeðferð fjármagnstekna, sem bera miklu lægri skatt en launatekjur til hagsbóta fyrir hátekjumenn. Forskriftarinnar að þessum nýju áherzlum í skattamálum er ekki langt að leita, því að þennan hátt hefur ríkisstjórn Bush forseta í Bandaríkjunum haft á skattastefnu sinni undangengin ár gagngert til að hlaða undir auðmenn. Nýjar áherzlur ríkisstjórnarinnar hér heima í velferðarmálum, sem birtast m.a. í ítrekuðum útistöðum hennar við aldraða og öryrkja, spegla ójafnaðarstefnu stjórnarinnar í skattamálum. Á sama tíma hefur skattbyrði almennings snarþyngzt á heildina litið: skattheimta ríkisins nam um þriðjungi af landsframleiðslunni 1985, en er nú komin upp undir helming. Og ríkisstjórnin heldur samt áfram að þræta - fyrir upplýsingar, sem hún hefur sjálf lagt fram. Það er hægt að færa gild rök að þeirri skoðun, að Norðurlandaþjóðirnar hafi á fyrri tíð gengið of langt í jafnaðarátt, því að of lítið launabil á vinnumarkaði slævir t.d. hvatann til menntunar. Þess vegna lagði ég það til ásamt öðrum fyrir tíu árum, þegar ég var kvaddur til að leggja á ráðin um hagstjórn í Svíþjóð, að stjórnvöld þar slökuðu á jafnaðarstefnunni, og það hafa margir aðrir einnig gert. Svíar hafa tekið þessum ráðum. Jóakim Palme prófessor hefur lýst því, að heldur hafi dregið úr jöfnuði í tekjuskiptingu í Svíþjóð síðustu ár, og það tel ég vera til bóta. Aukningin ójafnaðar í Svíþjóð frá 1993 er þó aðeins brot af þeirri ójafnaðaraukningu, sem hefur átt sér stað hér heima að undirlagi ríkisstjórnarinnar. Gini-stuðullinn, sem ég lýsti hér fyrir viku, hefur með fjármagnstekjum og öllu saman hækkað um þrjú stig í Svíþjóð frá 1993 á móti 15 stiga hækkun hér heima. Þarna skilur milli feigs og ófeigs. Eignaskipting í Svíþjóð er að vísu miklu ójafnari en tekjuskiptingin og litlu jafnari en í Bandaríkjunum. Um eignaskiptingu á Íslandi eru hins vegar engar tölur til. Eignaskiptinguna þarf að kortleggja, ekki sízt í ljósi þeirrar tilfærslu, sem orðið hefur á eignum milli manna undangengin ár, fyrst með lögfestingu kvótakerfisins og síðan með þeim hætti, sem hafður var á einkavæðingu banka og annarra ríkisfyrirtækja. Stóraukinn ójöfnuður á Íslandi síðustu ár er áhyggjuefni m.a. vegna þess, að fámenn samfélög búa yfirleitt við meiri jöfnuð og frið en fjölmennari og sundurleitari samfélög. Á Norðurlöndum hafa jafnaðarstefna og fámenni lagzt á eitt. Aukinn ójöfnuður veldur þó einnig áhyggjum í Bandaríkjunum. Ben Bernanke seðlabankastjóri þar í landi lét málið til sín taka um daginn í prýðilegri ræðu og varaði þar við auknum ójöfnuði með þeim rökum, að of mikilli misskiptingu fylgir hætta á sundrungu og úlfúð og þá um leið hætta á minni grósku í efnahagslífinu (og meiri verðbólgu, t.d. vegna þess að launþegar leiðast til að heimta óraunhæfar skaðabætur í kjarasamningum). Sama hætta steðjar nú að Íslandi. Þorvaldur Gylfason
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun