Ekki bara Öxar við ána 3. mars 2007 08:00 Skólahljómsveit Kópavogs er ein elsta og virtasta skólalúðrasveit landsins og fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir. Á morgun verða haldnir tónleikar í Háskólabíói þar sem félagar hennar fagna þessum tímamótum með óvenjulegri efnisskrá. Stofnandi sveitarinnar var Björn Á. Guðjónsson trompetleikari og stjórnaði hann henni óslitið fram til ársins 1993 þegar Össur Geirsson tók við sprotanum. Össur segir heilmargt hafa þegar verið gert í tilefni afmælisársins, til dæmis verði brátt gefinn út diskur með sveitinni en tónleikarnir á morgun eru ákveðinn hápunktur afmælisins. Í tilefni þeirra voru pöntuð þrjú ný verk fyrir sveitina en tónskáldin eru öll ungir Kópavogsbúar. Haraldur Vignir Sveinbjörnsson og Þóra Marteinsdóttir eru bæði útlærð í tónsmíðum og hafa getið sér gott orð á þeim vettvangi þótt þau hafi ekki skrifað áður fyrir lúðrasveitir en yngsta tónskáldið, Finnur Karlsson, er aðeins 18 ára og félagi í hljómsveitinni. Aukinheldur munu yngstu meðlimir sveitarinnar leika útsetningu á lagi eftir Írisi Andrésdóttur, annan félaga, en lagið samdi hún fyrir tónsmíðakeppni sveitarinnar þegar hún var aðeins níu ára gömul. „Markmiðið var að fá öðruvísi tónlist en við spilum alla jafna en það er alls ekki á hverjum degi sem lúðrasveitir láta semja fyrir sig nýja tónlist," útskýrir Össur og bætir við að efnisskráin á morgun sé gamalt og nýtt í bland því dægurflugur og kunnuglegir standardar séu líka á listanum. Skólahljómsveit Kópavogs er fullgildur tónlistarskóli þar sem pláss er fyrir 140 nemendur en auk þess fær hljómsveitin sjálf liðsauka frá fleiri tónlistarskólum á svæðinu. Sveitin er þrískipt eftir aldri en yngstu hljóðfæraleikararnir er aðeins níu ára gamlir. „Markmið okkar til framtíðar er að hljómsveitin fái að þróast og að hún starfi í takt við tímann," segir Össur og nefnir í því tilliti að skoðað verði að taka fleiri hljóðfæri með í sveitina og leitast við að spila tónlist sem krakkarnir hafa gaman af. „Við getum ekki endalaust spilað Öxar við ána," segir hann sposkur, „við verðum að færa okkur nær því sem þeim þykir gaman að vinna með en jafnframt að missa ekki sjónar af því markmiði að kynna þeim gamla klassíska tónlist líka." Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Skólahljómsveit Kópavogs er ein elsta og virtasta skólalúðrasveit landsins og fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir. Á morgun verða haldnir tónleikar í Háskólabíói þar sem félagar hennar fagna þessum tímamótum með óvenjulegri efnisskrá. Stofnandi sveitarinnar var Björn Á. Guðjónsson trompetleikari og stjórnaði hann henni óslitið fram til ársins 1993 þegar Össur Geirsson tók við sprotanum. Össur segir heilmargt hafa þegar verið gert í tilefni afmælisársins, til dæmis verði brátt gefinn út diskur með sveitinni en tónleikarnir á morgun eru ákveðinn hápunktur afmælisins. Í tilefni þeirra voru pöntuð þrjú ný verk fyrir sveitina en tónskáldin eru öll ungir Kópavogsbúar. Haraldur Vignir Sveinbjörnsson og Þóra Marteinsdóttir eru bæði útlærð í tónsmíðum og hafa getið sér gott orð á þeim vettvangi þótt þau hafi ekki skrifað áður fyrir lúðrasveitir en yngsta tónskáldið, Finnur Karlsson, er aðeins 18 ára og félagi í hljómsveitinni. Aukinheldur munu yngstu meðlimir sveitarinnar leika útsetningu á lagi eftir Írisi Andrésdóttur, annan félaga, en lagið samdi hún fyrir tónsmíðakeppni sveitarinnar þegar hún var aðeins níu ára gömul. „Markmiðið var að fá öðruvísi tónlist en við spilum alla jafna en það er alls ekki á hverjum degi sem lúðrasveitir láta semja fyrir sig nýja tónlist," útskýrir Össur og bætir við að efnisskráin á morgun sé gamalt og nýtt í bland því dægurflugur og kunnuglegir standardar séu líka á listanum. Skólahljómsveit Kópavogs er fullgildur tónlistarskóli þar sem pláss er fyrir 140 nemendur en auk þess fær hljómsveitin sjálf liðsauka frá fleiri tónlistarskólum á svæðinu. Sveitin er þrískipt eftir aldri en yngstu hljóðfæraleikararnir er aðeins níu ára gamlir. „Markmið okkar til framtíðar er að hljómsveitin fái að þróast og að hún starfi í takt við tímann," segir Össur og nefnir í því tilliti að skoðað verði að taka fleiri hljóðfæri með í sveitina og leitast við að spila tónlist sem krakkarnir hafa gaman af. „Við getum ekki endalaust spilað Öxar við ána," segir hann sposkur, „við verðum að færa okkur nær því sem þeim þykir gaman að vinna með en jafnframt að missa ekki sjónar af því markmiði að kynna þeim gamla klassíska tónlist líka."
Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira