Hljómfagur hvalreki 7. mars 2007 06:30 Danski sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson heldur tónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í kvöld ásamt píanóleikaranum Ninu Kavtaradze og Einari Jóhannessyni klarinettuleikara. Erling er íslenskum tónleikagestum að góðu kunnur en hann hefur haldið reglulega tónleika hér á landi um áratugaskeið enda á Ísland sérstakan stað í hjarta hans og hann á hingað rætur að rekja. Á tónleikunum í kvöld leikur hann ásamt tengdadóttur sinni en þau héldu einnig tónleika hér á landi fyrir fjórum árum. Hann var aðeins þriggja ára þegar faðir hans kynnti hann fyrir sellóinu og ári síðar var hann farinn að koma fram á tónleikum. Sextán ára var honum veitt innganga í einn virtasta tónlistarskóla Bandaríkjanna, Curtis Institute of Music í Fíladelfíu, og varð nemandi hins heimsfræga sellósnillings Gregors Píatígorskís. Erling hefur komið fram sem einleikari víða um heim og leikið með flestum af fremstu hljómsveitum veraldar og hefur hljóðritað yfir 50 hljómplötur og geisladiska. Hann hefur enn fremur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir leik sinn. Á efnisskrá tónleikanna í kvöld eru verk eftir Ludwig van Beethoven, Johannes Brahms og Dímítríj Sjostakovitsj. Tónleikar hefjast kl. 20.30. Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Danski sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson heldur tónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í kvöld ásamt píanóleikaranum Ninu Kavtaradze og Einari Jóhannessyni klarinettuleikara. Erling er íslenskum tónleikagestum að góðu kunnur en hann hefur haldið reglulega tónleika hér á landi um áratugaskeið enda á Ísland sérstakan stað í hjarta hans og hann á hingað rætur að rekja. Á tónleikunum í kvöld leikur hann ásamt tengdadóttur sinni en þau héldu einnig tónleika hér á landi fyrir fjórum árum. Hann var aðeins þriggja ára þegar faðir hans kynnti hann fyrir sellóinu og ári síðar var hann farinn að koma fram á tónleikum. Sextán ára var honum veitt innganga í einn virtasta tónlistarskóla Bandaríkjanna, Curtis Institute of Music í Fíladelfíu, og varð nemandi hins heimsfræga sellósnillings Gregors Píatígorskís. Erling hefur komið fram sem einleikari víða um heim og leikið með flestum af fremstu hljómsveitum veraldar og hefur hljóðritað yfir 50 hljómplötur og geisladiska. Hann hefur enn fremur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir leik sinn. Á efnisskrá tónleikanna í kvöld eru verk eftir Ludwig van Beethoven, Johannes Brahms og Dímítríj Sjostakovitsj. Tónleikar hefjast kl. 20.30.
Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira