Þórir ferðast um Ítalíu 9. mars 2007 06:30 Tónlistarmaðurinn Þórir Georg Jónsson er að vinna að sinni þriðju plötu. MYND/Anton Tónlistarmaðurinn Þórir ætlar í tónleikaferð um Ítalíu í apríl. Þar mun hann spila einsamall á níu tónleikum á níu dögum. „Það verður mjög gaman enda hef ég aldrei komið til Ítalíu,“ segir Þórir, sem er að vinna að sinni þriðju plötu sem er væntanleg í sumar. „Þetta gengur hægt og bítandi,“ segir hann um plötuna, sem hann tekur upp sjálfur. Að sögn Þóris er ekki að vænta mikilla breytinga frá fyrri plötum nema kannski að hljómurinn verður stærri en áður, með fleiri hljóðfærum. „Öll lögin eru útsett eins og fyrir hljómsveit. Það verða trommur, bassi, píanó, selló og allt mögulegt í þessum lögum. Þetta verður kannski líflegri plata en síðustu tvær,“ segir hann. Þórir spilar sjálfur á hljóðfærin á plötunni en á tónleikum fær hann aðstoð frá félögum sínum úr rokksveitinni Gavin Portland, Hildi Kristínu úr Rökkurró og Ólafi Arnalds. Spilaði hann með Ólafi á tónleikum í Þýskalandi í desember síðastliðinum. „Við spiluðum á fimm eða sex tónleikum. Það gekk ótrúlega vel og þeir voru vel sóttir.“ Gavin Portland, sem spilaði óvænt á tvennum tónleikum hér heima um síðustu helgi, er um þessar mundir að bóka tónleikaferðalag um Evrópu sem verður farið í júní. Vonast er til að fyrsta plata sveitarinnar, sem fékk fádæma góðar undirtektir fyrir síðustu jól, komi út erlendis áður en Evróputúrinn hefst. Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Þórir ætlar í tónleikaferð um Ítalíu í apríl. Þar mun hann spila einsamall á níu tónleikum á níu dögum. „Það verður mjög gaman enda hef ég aldrei komið til Ítalíu,“ segir Þórir, sem er að vinna að sinni þriðju plötu sem er væntanleg í sumar. „Þetta gengur hægt og bítandi,“ segir hann um plötuna, sem hann tekur upp sjálfur. Að sögn Þóris er ekki að vænta mikilla breytinga frá fyrri plötum nema kannski að hljómurinn verður stærri en áður, með fleiri hljóðfærum. „Öll lögin eru útsett eins og fyrir hljómsveit. Það verða trommur, bassi, píanó, selló og allt mögulegt í þessum lögum. Þetta verður kannski líflegri plata en síðustu tvær,“ segir hann. Þórir spilar sjálfur á hljóðfærin á plötunni en á tónleikum fær hann aðstoð frá félögum sínum úr rokksveitinni Gavin Portland, Hildi Kristínu úr Rökkurró og Ólafi Arnalds. Spilaði hann með Ólafi á tónleikum í Þýskalandi í desember síðastliðinum. „Við spiluðum á fimm eða sex tónleikum. Það gekk ótrúlega vel og þeir voru vel sóttir.“ Gavin Portland, sem spilaði óvænt á tvennum tónleikum hér heima um síðustu helgi, er um þessar mundir að bóka tónleikaferðalag um Evrópu sem verður farið í júní. Vonast er til að fyrsta plata sveitarinnar, sem fékk fádæma góðar undirtektir fyrir síðustu jól, komi út erlendis áður en Evróputúrinn hefst.
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira