Kaiser Chiefs: Yours Truly, Angry Mob - tvær stjörnur 15. mars 2007 08:30 Platan er nægilega mikið á miðjunni til þess að tryggja frekari útvarpsspilun. Tónlistin fer inn um annað eyrað og strax út um hitt. Það er lag á nýju Kaiser Chiefs-plötunni sem heitir Everything Is Average Nowadays og ég er svona að reyna að gera það upp við mig hvort þeim finnist það bara hið besta mál eða ekki, því lagið, platan og þessi blessaða hljómsveit er akkúrat það, í meðallagi. Ég veit ekki alveg hvað gerðist með breskt vinsældarokk, en þær sveitir sem gera það best þessa dagana eru byrjaðar að minna mig meira og meira á pöbbasveitir. Það virðist ekki vera neitt rými lengur á breskum vinsældalistum fyrir nýbreytni. Það væri aldrei hægt að segja um Kaiser Chiefs að tónlistin risti djúpt, eða að það sé hægt að taka hana alvarlega. Það er alltaf einhver svona „hey, ég er svo fullur og það er svo ógeðslega gaman“ blær yfir þeim. Sem er eflaust frábært þegar maður er búinn að belgja sig út af bjór og vill gera heiðarlegar tilraunir til þess að sjá hversu mikið maður þarf að hrista búkinn til þess að pissa froðu. Eflaust mjög auðvelt og gaman að hoppa og skoppa við þessa tónlist á pöbb. En þegar maður er eini edrú gæinn í hópnum sér maður betur hversu fáránlegir allir hinir eru. Vitið þið hvað ég á við? Það er akkúrat þannig sem mér líður þegar ég hlusta á Kaiser Chiefs. Sem fylgifiskur Employment er ...Angry Mob fín. Hér er nægilega mikið af sæmilega grípandi lögum til þess að tryggja það að maður sleppur ekki frá því að heyra í, eða af þessari sveit, út árið. Ricky Wilson er enn að reyna að vera skondinn en tekst misvel upp. Hann er vissulega enginn Jarvis Cocker þegar kemur að textasmíð, þó hann langi til þess að vera það. Þetta er tónlist sem kristallar hversu óspennandi meginstraumsrokk er orðið. Kaiser Chiefs er sveit sem er troðið inn í eyrun á okkur og sum okkar eiga eflaust eftir að dilla sér við sum af þessum lögum einhvers staðar í gleðskap. En daginn eftir, þegar gleðskapurinn er búinn, verðum við búin að gleyma því að hafa heyrt þessi lög, alveg eins og við verðum búin að gleyma þessari sveit eftir þrjú ár. Birgir Örn Steinarsson Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Það er lag á nýju Kaiser Chiefs-plötunni sem heitir Everything Is Average Nowadays og ég er svona að reyna að gera það upp við mig hvort þeim finnist það bara hið besta mál eða ekki, því lagið, platan og þessi blessaða hljómsveit er akkúrat það, í meðallagi. Ég veit ekki alveg hvað gerðist með breskt vinsældarokk, en þær sveitir sem gera það best þessa dagana eru byrjaðar að minna mig meira og meira á pöbbasveitir. Það virðist ekki vera neitt rými lengur á breskum vinsældalistum fyrir nýbreytni. Það væri aldrei hægt að segja um Kaiser Chiefs að tónlistin risti djúpt, eða að það sé hægt að taka hana alvarlega. Það er alltaf einhver svona „hey, ég er svo fullur og það er svo ógeðslega gaman“ blær yfir þeim. Sem er eflaust frábært þegar maður er búinn að belgja sig út af bjór og vill gera heiðarlegar tilraunir til þess að sjá hversu mikið maður þarf að hrista búkinn til þess að pissa froðu. Eflaust mjög auðvelt og gaman að hoppa og skoppa við þessa tónlist á pöbb. En þegar maður er eini edrú gæinn í hópnum sér maður betur hversu fáránlegir allir hinir eru. Vitið þið hvað ég á við? Það er akkúrat þannig sem mér líður þegar ég hlusta á Kaiser Chiefs. Sem fylgifiskur Employment er ...Angry Mob fín. Hér er nægilega mikið af sæmilega grípandi lögum til þess að tryggja það að maður sleppur ekki frá því að heyra í, eða af þessari sveit, út árið. Ricky Wilson er enn að reyna að vera skondinn en tekst misvel upp. Hann er vissulega enginn Jarvis Cocker þegar kemur að textasmíð, þó hann langi til þess að vera það. Þetta er tónlist sem kristallar hversu óspennandi meginstraumsrokk er orðið. Kaiser Chiefs er sveit sem er troðið inn í eyrun á okkur og sum okkar eiga eflaust eftir að dilla sér við sum af þessum lögum einhvers staðar í gleðskap. En daginn eftir, þegar gleðskapurinn er búinn, verðum við búin að gleyma því að hafa heyrt þessi lög, alveg eins og við verðum búin að gleyma þessari sveit eftir þrjú ár. Birgir Örn Steinarsson
Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira