Jamie T: Panic Prevention - þrjár stjörnur 16. mars 2007 08:45 Bestu lögin á Panic Prevention eru á meðal þess skemmtilegasta sem hefur komið út á árinu. Hrátt, frumstætt, en grípandi popp. Jamie T er einn af þeim bresku nýliðum sem spáð var mikilli velgengni á árinu 2007 í byrjun árs. Þessi tvítugi strákur frá Wimble-don á það sameiginlegt með Mike Skinner í The Streets og Lily Allen að hann gæti ekki verið frá neinu öðru landi en Englandi. Það gera bæði textarnir og framburðurinn. Jamie Treays hóf ferilinn með því að koma fram á pöbbum og syngja lögin sín við eigin undirleik á fjögurra strengja órafmagnaðan kassabassa sem hann hafði mjög takmarkað vald yfir. Fyrsta lagið á Panic Prevention, Brand New Bass Guitar, fjallar einmitt um þetta forláta hljóðfæri. Hann gerði samning við Virgin árið 2005 og vakti í fyrra athygli fyrir smáskífurnar Sheila og If You Got The Money. Jamie T er ekki rappari. Hann syngur eða sönglar lögin sín. Tónlistin er grípandi popp, en með mjög hráum og frumstæðum „lo-fi“ hljómi og mjög svo alþýðulegum söngstíl. Maður heyrir greinilega áhrif frá listamönnum eins og Elvis Costello, John-Cooper Clarke, Jonathan Richman, The Clash og The Specials, en sterkust eru áhrifin frá þeim gróflega vanmetna snillingi Ian Dury. Eins og textar Dury fjalla textar Jamie T á húmorískan hátt um breskan hversdagsleika. Það eru nokkur frábær lög á Panic Prevention. Smáskífurnar Sheila, Calm Down Dearest og lög eins og Salvador og Alicia Quays eru á meðal þess skemmtilegasta sem maður hefur heyrt á árinu, en slakari lög draga heildina niður. Trausti Júlíusson Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Jamie T er einn af þeim bresku nýliðum sem spáð var mikilli velgengni á árinu 2007 í byrjun árs. Þessi tvítugi strákur frá Wimble-don á það sameiginlegt með Mike Skinner í The Streets og Lily Allen að hann gæti ekki verið frá neinu öðru landi en Englandi. Það gera bæði textarnir og framburðurinn. Jamie Treays hóf ferilinn með því að koma fram á pöbbum og syngja lögin sín við eigin undirleik á fjögurra strengja órafmagnaðan kassabassa sem hann hafði mjög takmarkað vald yfir. Fyrsta lagið á Panic Prevention, Brand New Bass Guitar, fjallar einmitt um þetta forláta hljóðfæri. Hann gerði samning við Virgin árið 2005 og vakti í fyrra athygli fyrir smáskífurnar Sheila og If You Got The Money. Jamie T er ekki rappari. Hann syngur eða sönglar lögin sín. Tónlistin er grípandi popp, en með mjög hráum og frumstæðum „lo-fi“ hljómi og mjög svo alþýðulegum söngstíl. Maður heyrir greinilega áhrif frá listamönnum eins og Elvis Costello, John-Cooper Clarke, Jonathan Richman, The Clash og The Specials, en sterkust eru áhrifin frá þeim gróflega vanmetna snillingi Ian Dury. Eins og textar Dury fjalla textar Jamie T á húmorískan hátt um breskan hversdagsleika. Það eru nokkur frábær lög á Panic Prevention. Smáskífurnar Sheila, Calm Down Dearest og lög eins og Salvador og Alicia Quays eru á meðal þess skemmtilegasta sem maður hefur heyrt á árinu, en slakari lög draga heildina niður. Trausti Júlíusson
Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira