Þægindi á sporgöngu 21. mars 2007 00:01 Maður getur huggað sig við það að kuldinn þessa dagana teygir sig langt suður eftir Evrópu. Við erum merkileg mannskepnan og þegar kuldinn nístir þá er stutt í að hugga sig við að aðrir hafi það álíka skítt. Ég hef markvisst reynt að vinna gegn þeirri áráttu að taka viðmið mín frá öðrum. Mér hefur tekist það sæmilega enda þótt ég finni stöku sinnum fyrir kenndum eins og öfund og þórðargleði. Það tekur tíma að útrýma þeirri ranghugmynd að velgengi eins sé á minn kostnað. Sem part af þessari markvissu sjálfskoðun minni hef ég reynt að taka þátt í velgengni annarra. Með því einfaldlega að njóta hennar sjálfur. Þetta er skynsamleg stefnumörkun. Lógíkín er einföld. Maður byrjar á að velja þá sem manni finnast klárastir á markaði. Þeir eru nokkrir hér á landi sem betur fer. Trikkið er svo að kaupa eitthvað í félögum þeirra. Vegna þess að fleiri en ég sjá að þetta er klárt lið, þá myndast yfirleitt yfirverð á félögunum. Mér er frekar illa við yfirverð. Þetta klára lið hefur þann kost að vera svakalega vinnusamt líka. Þeir sitja því með sínu fólki og pæla sig rænulausa, leita tækifæra og greina þau. Svo er lagt í hann og byrjað að kaupa í félögum. Þá fer ég af stað og kaupi líka. Kannski á aðeins hærra verði en þeir, en það munar ekki neinu þegar horft er til þess að þeir hafa fjárfest gríðarlega í greiningunni, meðan ég lá upp í sófa og las skáldsögu. Verandi mikill tónlistarunnandi, þá skiptir hljómburður í græjum mig máli. Ég á frænda sem er græjufíkill. Þegar hann keypti sínar græjur, þá lá hann yfir fagtímaritum og fór inn á spjallþræði græjufíkla, þangað til hann fann græjurnar sem gáfu besta hljóminn miðað við verð. Ég fylgdist með þessu úr fjarlægð og keypti síðan eins græjur og hann. Ég er alsæll með kaupin og hljóminn. Svona á maður líka að hugsa í fjárfestingum. Þeir sem fremstir fara blotna í fæturna, en við sporgöngumenn göngum þurrum fótum. Þess vegna sit ég nú og kætist yfir því að Kaupþing sé komið með heimild til að eignast meira í Storebrand. Ætli þeir muni ekki á endanum kaupa bréfin mín líka. Þeir keyptu af mér Singer-bréfin og bréfin í JP Nordiska. Bakkavör keypti af mér bréf í Geest og svo mætti lengi telja. Þannig get ég tekið fullan þátt í gleði annarra og notið ávaxtanna dyggðum prýddur. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Maður getur huggað sig við það að kuldinn þessa dagana teygir sig langt suður eftir Evrópu. Við erum merkileg mannskepnan og þegar kuldinn nístir þá er stutt í að hugga sig við að aðrir hafi það álíka skítt. Ég hef markvisst reynt að vinna gegn þeirri áráttu að taka viðmið mín frá öðrum. Mér hefur tekist það sæmilega enda þótt ég finni stöku sinnum fyrir kenndum eins og öfund og þórðargleði. Það tekur tíma að útrýma þeirri ranghugmynd að velgengi eins sé á minn kostnað. Sem part af þessari markvissu sjálfskoðun minni hef ég reynt að taka þátt í velgengni annarra. Með því einfaldlega að njóta hennar sjálfur. Þetta er skynsamleg stefnumörkun. Lógíkín er einföld. Maður byrjar á að velja þá sem manni finnast klárastir á markaði. Þeir eru nokkrir hér á landi sem betur fer. Trikkið er svo að kaupa eitthvað í félögum þeirra. Vegna þess að fleiri en ég sjá að þetta er klárt lið, þá myndast yfirleitt yfirverð á félögunum. Mér er frekar illa við yfirverð. Þetta klára lið hefur þann kost að vera svakalega vinnusamt líka. Þeir sitja því með sínu fólki og pæla sig rænulausa, leita tækifæra og greina þau. Svo er lagt í hann og byrjað að kaupa í félögum. Þá fer ég af stað og kaupi líka. Kannski á aðeins hærra verði en þeir, en það munar ekki neinu þegar horft er til þess að þeir hafa fjárfest gríðarlega í greiningunni, meðan ég lá upp í sófa og las skáldsögu. Verandi mikill tónlistarunnandi, þá skiptir hljómburður í græjum mig máli. Ég á frænda sem er græjufíkill. Þegar hann keypti sínar græjur, þá lá hann yfir fagtímaritum og fór inn á spjallþræði græjufíkla, þangað til hann fann græjurnar sem gáfu besta hljóminn miðað við verð. Ég fylgdist með þessu úr fjarlægð og keypti síðan eins græjur og hann. Ég er alsæll með kaupin og hljóminn. Svona á maður líka að hugsa í fjárfestingum. Þeir sem fremstir fara blotna í fæturna, en við sporgöngumenn göngum þurrum fótum. Þess vegna sit ég nú og kætist yfir því að Kaupþing sé komið með heimild til að eignast meira í Storebrand. Ætli þeir muni ekki á endanum kaupa bréfin mín líka. Þeir keyptu af mér Singer-bréfin og bréfin í JP Nordiska. Bakkavör keypti af mér bréf í Geest og svo mætti lengi telja. Þannig get ég tekið fullan þátt í gleði annarra og notið ávaxtanna dyggðum prýddur. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira