Þægindi á sporgöngu 21. mars 2007 00:01 Maður getur huggað sig við það að kuldinn þessa dagana teygir sig langt suður eftir Evrópu. Við erum merkileg mannskepnan og þegar kuldinn nístir þá er stutt í að hugga sig við að aðrir hafi það álíka skítt. Ég hef markvisst reynt að vinna gegn þeirri áráttu að taka viðmið mín frá öðrum. Mér hefur tekist það sæmilega enda þótt ég finni stöku sinnum fyrir kenndum eins og öfund og þórðargleði. Það tekur tíma að útrýma þeirri ranghugmynd að velgengi eins sé á minn kostnað. Sem part af þessari markvissu sjálfskoðun minni hef ég reynt að taka þátt í velgengni annarra. Með því einfaldlega að njóta hennar sjálfur. Þetta er skynsamleg stefnumörkun. Lógíkín er einföld. Maður byrjar á að velja þá sem manni finnast klárastir á markaði. Þeir eru nokkrir hér á landi sem betur fer. Trikkið er svo að kaupa eitthvað í félögum þeirra. Vegna þess að fleiri en ég sjá að þetta er klárt lið, þá myndast yfirleitt yfirverð á félögunum. Mér er frekar illa við yfirverð. Þetta klára lið hefur þann kost að vera svakalega vinnusamt líka. Þeir sitja því með sínu fólki og pæla sig rænulausa, leita tækifæra og greina þau. Svo er lagt í hann og byrjað að kaupa í félögum. Þá fer ég af stað og kaupi líka. Kannski á aðeins hærra verði en þeir, en það munar ekki neinu þegar horft er til þess að þeir hafa fjárfest gríðarlega í greiningunni, meðan ég lá upp í sófa og las skáldsögu. Verandi mikill tónlistarunnandi, þá skiptir hljómburður í græjum mig máli. Ég á frænda sem er græjufíkill. Þegar hann keypti sínar græjur, þá lá hann yfir fagtímaritum og fór inn á spjallþræði græjufíkla, þangað til hann fann græjurnar sem gáfu besta hljóminn miðað við verð. Ég fylgdist með þessu úr fjarlægð og keypti síðan eins græjur og hann. Ég er alsæll með kaupin og hljóminn. Svona á maður líka að hugsa í fjárfestingum. Þeir sem fremstir fara blotna í fæturna, en við sporgöngumenn göngum þurrum fótum. Þess vegna sit ég nú og kætist yfir því að Kaupþing sé komið með heimild til að eignast meira í Storebrand. Ætli þeir muni ekki á endanum kaupa bréfin mín líka. Þeir keyptu af mér Singer-bréfin og bréfin í JP Nordiska. Bakkavör keypti af mér bréf í Geest og svo mætti lengi telja. Þannig get ég tekið fullan þátt í gleði annarra og notið ávaxtanna dyggðum prýddur. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Maður getur huggað sig við það að kuldinn þessa dagana teygir sig langt suður eftir Evrópu. Við erum merkileg mannskepnan og þegar kuldinn nístir þá er stutt í að hugga sig við að aðrir hafi það álíka skítt. Ég hef markvisst reynt að vinna gegn þeirri áráttu að taka viðmið mín frá öðrum. Mér hefur tekist það sæmilega enda þótt ég finni stöku sinnum fyrir kenndum eins og öfund og þórðargleði. Það tekur tíma að útrýma þeirri ranghugmynd að velgengi eins sé á minn kostnað. Sem part af þessari markvissu sjálfskoðun minni hef ég reynt að taka þátt í velgengni annarra. Með því einfaldlega að njóta hennar sjálfur. Þetta er skynsamleg stefnumörkun. Lógíkín er einföld. Maður byrjar á að velja þá sem manni finnast klárastir á markaði. Þeir eru nokkrir hér á landi sem betur fer. Trikkið er svo að kaupa eitthvað í félögum þeirra. Vegna þess að fleiri en ég sjá að þetta er klárt lið, þá myndast yfirleitt yfirverð á félögunum. Mér er frekar illa við yfirverð. Þetta klára lið hefur þann kost að vera svakalega vinnusamt líka. Þeir sitja því með sínu fólki og pæla sig rænulausa, leita tækifæra og greina þau. Svo er lagt í hann og byrjað að kaupa í félögum. Þá fer ég af stað og kaupi líka. Kannski á aðeins hærra verði en þeir, en það munar ekki neinu þegar horft er til þess að þeir hafa fjárfest gríðarlega í greiningunni, meðan ég lá upp í sófa og las skáldsögu. Verandi mikill tónlistarunnandi, þá skiptir hljómburður í græjum mig máli. Ég á frænda sem er græjufíkill. Þegar hann keypti sínar græjur, þá lá hann yfir fagtímaritum og fór inn á spjallþræði græjufíkla, þangað til hann fann græjurnar sem gáfu besta hljóminn miðað við verð. Ég fylgdist með þessu úr fjarlægð og keypti síðan eins græjur og hann. Ég er alsæll með kaupin og hljóminn. Svona á maður líka að hugsa í fjárfestingum. Þeir sem fremstir fara blotna í fæturna, en við sporgöngumenn göngum þurrum fótum. Þess vegna sit ég nú og kætist yfir því að Kaupþing sé komið með heimild til að eignast meira í Storebrand. Ætli þeir muni ekki á endanum kaupa bréfin mín líka. Þeir keyptu af mér Singer-bréfin og bréfin í JP Nordiska. Bakkavör keypti af mér bréf í Geest og svo mætti lengi telja. Þannig get ég tekið fullan þátt í gleði annarra og notið ávaxtanna dyggðum prýddur. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira