Áhyggjur með englavernd 28. mars 2007 04:00 Ég er ekki maður sem óttast margt. Mér hefur alltaf fundist að ég væri fæddur undir heillastjörnu og fátt illt gæti hent mig. Maður er samt ekkert að syndga upp á náðina og storka örlögunum af óþörfu. Þannig sýni ég verndarenglum mínum þá auðmýkt að hafa áhyggjur af einhverju. Þessa dagana hef ég áhyggjur af krónunni og svo er ég órólegur yfir því ef mosakommarnir komast til valda. Þetta eru tengdar áhyggjur því það er nú einu sinni þannig að þegar við erum orðnir þátttakendur í heimi opinna alþjóðaviðskipta ráðum við ekki alltaf við framhaldið. Ef menn eins og ég úti í heimi missa trú á því sem við erum að gera, þá komumst við að því fullkeyptu. Svona get ég orðið órólegur. Svo jafna ég mig og hugsa að menn eins og ég fljóta alltaf ofan á. Ef ég hefði til dæmis fæðst í Rússlandi fyrir hundrað árum, þá hefði ég orðið stórkommisar og í miðstjórn hjá kommunum og haft það fínt. Fæddur fimmtíu árum síðar á sama stað væri ég sennilega í hópi ólígarka. Ástæða þessa er að ég er framsýnn og fljótur að átta mig á hlutunum. Ef miðstýringarmenn fara að gera einhverjar rósir í efnahagslífinu, þá verð ég kominn með peningana mína langt frá landinu og sennilega flatmagandi á sólarströnd einhvers staðar með lögheimili í skattaparadís. Og hvers vegna ætti ég að hafa miklar áhyggjur af krónunni? Ég mun græða á falli hennar. Græddi alla vega í fyrra þegar hún féll. Tók svo sveifluna til baka og nú er ég yfirvogaður í erlendu og ætti því að vera rólegur. Samt er ég það ekki alveg, sem mér finnst benda til þess að ég hafi bæði þroskaða samvisku og gott hjartalag. Ef menn snúa af vegi frjálslyndis og lokunarfólk nær undirtökum mun það auðvitað bitna á mörgum. Ég er nefnilega á því að næsta kjörtímabil skipti miklu máli. Sennilega munum við sækja um aðild að ESB á tímabilinu ef skynsemin ræður einhverju. Ég er enginn aðdáandi gamla Kol og Stál, en ég held að það sé enginn annar kostur þegar lengra er horft. Það er betra að sætta sig við raunveruleikann fyrr en síðar. Það segja alla vega vinir mínir sem hafa farið í meðferð. Sjálfur er ég maður hófstilltrar lífsnautnar varinn af englunum. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Ég er ekki maður sem óttast margt. Mér hefur alltaf fundist að ég væri fæddur undir heillastjörnu og fátt illt gæti hent mig. Maður er samt ekkert að syndga upp á náðina og storka örlögunum af óþörfu. Þannig sýni ég verndarenglum mínum þá auðmýkt að hafa áhyggjur af einhverju. Þessa dagana hef ég áhyggjur af krónunni og svo er ég órólegur yfir því ef mosakommarnir komast til valda. Þetta eru tengdar áhyggjur því það er nú einu sinni þannig að þegar við erum orðnir þátttakendur í heimi opinna alþjóðaviðskipta ráðum við ekki alltaf við framhaldið. Ef menn eins og ég úti í heimi missa trú á því sem við erum að gera, þá komumst við að því fullkeyptu. Svona get ég orðið órólegur. Svo jafna ég mig og hugsa að menn eins og ég fljóta alltaf ofan á. Ef ég hefði til dæmis fæðst í Rússlandi fyrir hundrað árum, þá hefði ég orðið stórkommisar og í miðstjórn hjá kommunum og haft það fínt. Fæddur fimmtíu árum síðar á sama stað væri ég sennilega í hópi ólígarka. Ástæða þessa er að ég er framsýnn og fljótur að átta mig á hlutunum. Ef miðstýringarmenn fara að gera einhverjar rósir í efnahagslífinu, þá verð ég kominn með peningana mína langt frá landinu og sennilega flatmagandi á sólarströnd einhvers staðar með lögheimili í skattaparadís. Og hvers vegna ætti ég að hafa miklar áhyggjur af krónunni? Ég mun græða á falli hennar. Græddi alla vega í fyrra þegar hún féll. Tók svo sveifluna til baka og nú er ég yfirvogaður í erlendu og ætti því að vera rólegur. Samt er ég það ekki alveg, sem mér finnst benda til þess að ég hafi bæði þroskaða samvisku og gott hjartalag. Ef menn snúa af vegi frjálslyndis og lokunarfólk nær undirtökum mun það auðvitað bitna á mörgum. Ég er nefnilega á því að næsta kjörtímabil skipti miklu máli. Sennilega munum við sækja um aðild að ESB á tímabilinu ef skynsemin ræður einhverju. Ég er enginn aðdáandi gamla Kol og Stál, en ég held að það sé enginn annar kostur þegar lengra er horft. Það er betra að sætta sig við raunveruleikann fyrr en síðar. Það segja alla vega vinir mínir sem hafa farið í meðferð. Sjálfur er ég maður hófstilltrar lífsnautnar varinn af englunum. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira