Landslið poppara útskrifast 2. apríl 2007 08:00 Kjartan Sveinsson hljómborðsleikari Sigur Rósar er að útskrifast frá Listaháskóla Íslands. Benedikt Hermann Hermannsson, Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós og eiginkona hans, María Huld úr Amiinu, eru á meðal þeirra sem útskrifast sem tónsmiðir úr Listaháskóla Íslands á næstunni. benni hemm hemm Benedikt Hermann Hermannsson hélt útskriftartónleika síðastliðið laugardagskvöld. Á meðal fleiri útskriftarnema eru Páll Ragnar Pálsson, fyrrum gítarleikari Maus, Hafdís Bjarnadóttir gítarleikari og Hrafnkell Pálmarsson, fyrrum gítarleikari Í svörtum fötum. Auk þess mun söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir útskrifast sem tónlistarkennari. hrafnkell pálmarsson Hrafnkell stundaði fiðlunám áður en hann gerðist gítarleikari. Hrafnkell segir að námið, sem er þriggja ára langt, hafi verið rosalega skemmtilegt. Segir hann að poppararnir hafi náð vel saman í náminu þó svo að poppið hafi ekki endilega mikið borið á góma á kaffistofunni. „Það sem er mest verið að tala um í þessum skóla er þessi tónlist án landamæra. Þetta er allt af sama meiði hvort sem um er að ræða popp, klassík eða rokk. páll ragnar pálsson Fyrrum gítarleikari Maus hefur stundað nám í tónsmíðum. Það er bara mismunandi háttur á flutningi og framsetningi og aðferðum,“ segir Hrafnkell, sem stundaði nám í hefðbundnum tónsmíðum þar sem klassík kemur mikið við sögu. „Ég hef góðan grunn í klassík því ég lærði lengi vel á fiðlu, löngu áður en ég fór að spila á gítar. Ég hef verið að vinna mikið af verkefnum tengdum leikhúsi og kvikmyndatónlist. Síðan hef ég unnið töluvert líka í „pródúseringu“. Ég er það heppinn að ég hef getað nýtt mér ýmis tækifæri innan skólans til að prófa hinar ýmsu leiðir,“ segir hann. Segist hann vel geta hugsað sér að starfa við leikhús- eða kvikmyndatónlist í framtíðinni. maría huld María Huld Markan Sigfúsdóttir er meðlimur Amiinu, sem er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Þeir sem ljúka tónsmíðanáminu flytja lokaverkefni sín á næstunni. Benedikt reið á vaðið með tónleikum í Salnum síðastliðið laugardagskvöld ásamt Blásarasveit Reykjavíkur en tónleikar Hrafnkels verða aftur á móti 25. apríl, einnig í Salnum. Þar mun hann flytja tvö klassísk verk eftir sig auk þess sem níu manna kammersveit mun flytja lokaverkið sjálft. Félagi hans úr útskriftarhópnum, Hreiðar Ingi Þorsteinsson, mun einnig flytja lokaverkefni sitt sama kvöld. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Benedikt Hermann Hermannsson, Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós og eiginkona hans, María Huld úr Amiinu, eru á meðal þeirra sem útskrifast sem tónsmiðir úr Listaháskóla Íslands á næstunni. benni hemm hemm Benedikt Hermann Hermannsson hélt útskriftartónleika síðastliðið laugardagskvöld. Á meðal fleiri útskriftarnema eru Páll Ragnar Pálsson, fyrrum gítarleikari Maus, Hafdís Bjarnadóttir gítarleikari og Hrafnkell Pálmarsson, fyrrum gítarleikari Í svörtum fötum. Auk þess mun söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir útskrifast sem tónlistarkennari. hrafnkell pálmarsson Hrafnkell stundaði fiðlunám áður en hann gerðist gítarleikari. Hrafnkell segir að námið, sem er þriggja ára langt, hafi verið rosalega skemmtilegt. Segir hann að poppararnir hafi náð vel saman í náminu þó svo að poppið hafi ekki endilega mikið borið á góma á kaffistofunni. „Það sem er mest verið að tala um í þessum skóla er þessi tónlist án landamæra. Þetta er allt af sama meiði hvort sem um er að ræða popp, klassík eða rokk. páll ragnar pálsson Fyrrum gítarleikari Maus hefur stundað nám í tónsmíðum. Það er bara mismunandi háttur á flutningi og framsetningi og aðferðum,“ segir Hrafnkell, sem stundaði nám í hefðbundnum tónsmíðum þar sem klassík kemur mikið við sögu. „Ég hef góðan grunn í klassík því ég lærði lengi vel á fiðlu, löngu áður en ég fór að spila á gítar. Ég hef verið að vinna mikið af verkefnum tengdum leikhúsi og kvikmyndatónlist. Síðan hef ég unnið töluvert líka í „pródúseringu“. Ég er það heppinn að ég hef getað nýtt mér ýmis tækifæri innan skólans til að prófa hinar ýmsu leiðir,“ segir hann. Segist hann vel geta hugsað sér að starfa við leikhús- eða kvikmyndatónlist í framtíðinni. maría huld María Huld Markan Sigfúsdóttir er meðlimur Amiinu, sem er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Þeir sem ljúka tónsmíðanáminu flytja lokaverkefni sín á næstunni. Benedikt reið á vaðið með tónleikum í Salnum síðastliðið laugardagskvöld ásamt Blásarasveit Reykjavíkur en tónleikar Hrafnkels verða aftur á móti 25. apríl, einnig í Salnum. Þar mun hann flytja tvö klassísk verk eftir sig auk þess sem níu manna kammersveit mun flytja lokaverkið sjálft. Félagi hans úr útskriftarhópnum, Hreiðar Ingi Þorsteinsson, mun einnig flytja lokaverkefni sitt sama kvöld.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira