Reynir lítið á þroskann 4. apríl 2007 00:01 Það er alltaf hægt að reiða sig á að eitthvað gerist um páska. Í viðskiptalífinu heiðra menn þessa hátíð með því að borða síðustu kvöldmáltíðina í viðskiptahópum, krossfesta einhvern og svo er alltaf öðru hverju einhver sem rís upp. Jóhann Óli er ti ldæmis einn sem tók upp á því að rísa upp á ný rétt fyrir hátíðina með kaupum á Hive. Svo er spurning hvort síðasta kvöldmáltíðin verður haldin hjá Bjarna og lærisveinunum í stjórn Glitnis og spennandi að sjá hvort einhver krossfesting verður haldin hátíðleg þar. Nei, páskar eru ekki bara súkkulaði og málshættir. Þetta er tíminn sem gefst hjá þeim stóru til að hugsa og hittast og semja. Stórgrósserar eru aldrei líklegri til athafna eða hættulegri ef því er að skipta, en á löngum hátíðum og helgum. Þannig hafa jólin iðulega verið notuð í stór viðskipti og ekki kæmi á óvart að páskarnir í ár verði notaðir til að klára núninginn í Glitni. Annars finnst mér hálf furðulegt að menn skuli láta hlutina fara í svona vitleysu. Bankinn er flottur og eftir því sem ég heyri eru allir í hluthafahópnum sammála um það. Hitt eiga menn bara að leysa, en það hafa ekki allir mína stóísku afstöðu og þroska. Það reynir reyndar afskaplega lítið á þessa yfirþyrmandi samskiptahæfni mína og djúpa mannskilning, því segir fátt af einum. Ég hef náttúrulega kosið að troða minn stafkarlsstíg einn og orðið nokkuð ágengt, þótt ég segi sjálfur frá. Ég er samt í eðli mínu samstarfsfús og mikill manna sættir ef því er að skipta og myndi örugglega geta lent Glitniskritunum ef því væri að skipta. En af því að ég er sérsinna og fer ekki flokkum, þá verð ég að játa að ég hafði minna upp úr álverinu, en ég bjóst við. Það hafa sennilega fleiri hugsað eins og ég. Staðan var þannig að flestir töldu að álverið yrði samþykkt. Miðað við það hefði mátt búast við krónunni óbreyttri ef það hefði orðið. Ég veðjaði því á að álverið yrði fellt og ætlaði að taka nokkrar kúlur á veikingu krónunnar í kjölfarið. Það hafa sennilega fleiri hugsað líkt og því varð lítið úr þessari stöðu, hvað sem síðar verður. Maður hefur alltaf lag á að græða á endanum. Þetta kennir manni að taka sjaldnast augljósa kostinn. Helvíti, það eru hinir, segir einhvers staðar og hver vill vera þar? Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Það er alltaf hægt að reiða sig á að eitthvað gerist um páska. Í viðskiptalífinu heiðra menn þessa hátíð með því að borða síðustu kvöldmáltíðina í viðskiptahópum, krossfesta einhvern og svo er alltaf öðru hverju einhver sem rís upp. Jóhann Óli er ti ldæmis einn sem tók upp á því að rísa upp á ný rétt fyrir hátíðina með kaupum á Hive. Svo er spurning hvort síðasta kvöldmáltíðin verður haldin hjá Bjarna og lærisveinunum í stjórn Glitnis og spennandi að sjá hvort einhver krossfesting verður haldin hátíðleg þar. Nei, páskar eru ekki bara súkkulaði og málshættir. Þetta er tíminn sem gefst hjá þeim stóru til að hugsa og hittast og semja. Stórgrósserar eru aldrei líklegri til athafna eða hættulegri ef því er að skipta, en á löngum hátíðum og helgum. Þannig hafa jólin iðulega verið notuð í stór viðskipti og ekki kæmi á óvart að páskarnir í ár verði notaðir til að klára núninginn í Glitni. Annars finnst mér hálf furðulegt að menn skuli láta hlutina fara í svona vitleysu. Bankinn er flottur og eftir því sem ég heyri eru allir í hluthafahópnum sammála um það. Hitt eiga menn bara að leysa, en það hafa ekki allir mína stóísku afstöðu og þroska. Það reynir reyndar afskaplega lítið á þessa yfirþyrmandi samskiptahæfni mína og djúpa mannskilning, því segir fátt af einum. Ég hef náttúrulega kosið að troða minn stafkarlsstíg einn og orðið nokkuð ágengt, þótt ég segi sjálfur frá. Ég er samt í eðli mínu samstarfsfús og mikill manna sættir ef því er að skipta og myndi örugglega geta lent Glitniskritunum ef því væri að skipta. En af því að ég er sérsinna og fer ekki flokkum, þá verð ég að játa að ég hafði minna upp úr álverinu, en ég bjóst við. Það hafa sennilega fleiri hugsað eins og ég. Staðan var þannig að flestir töldu að álverið yrði samþykkt. Miðað við það hefði mátt búast við krónunni óbreyttri ef það hefði orðið. Ég veðjaði því á að álverið yrði fellt og ætlaði að taka nokkrar kúlur á veikingu krónunnar í kjölfarið. Það hafa sennilega fleiri hugsað líkt og því varð lítið úr þessari stöðu, hvað sem síðar verður. Maður hefur alltaf lag á að græða á endanum. Þetta kennir manni að taka sjaldnast augljósa kostinn. Helvíti, það eru hinir, segir einhvers staðar og hver vill vera þar? Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira