Tilfinningaleg tjáning 10. apríl 2007 13:30 Hugi, Örvar, Ívar, Davíð og Björn eru meðlimir hljómsveitarinnar Wulfgang. Fyrsta plata hljómsveitarinnar Wulfgang kemur út í dag. Þessi efnilega sveit er á leið í tónleikaferðalag um Kína og virðist eiga bjarta tíma framundan. Hljómsveitin íslenska Wulfgang vakti fyrst athygli þegar hún gerði útgáfusamning á síðasta ári við hið nýstofnaða fyrirtæki Cod Music. Lögin Machinery og Life and Habits sáðu í framhaldinu réttu fræjunum fyrir Wulfgang á útvarpsstöðvum landsins og nýjasta lagið, Rise of the Underground, hefur einnig það sem til þarf.Veggirnir hlustuðu„Við erum rosalega ánægðir með að vera búnir að ná þessu en þetta tók sinn tíma,“ segir söngvarinn Hugi Garðarsson. Wulfgang var stofnuð í október árið 2005 og hefur verið glamrandi alveg síðan, að sögn Huga. „Það voru aðallega veggirnir í æfingahúsnæðinu sem höfðu verið okkar áheyrendur. Það var mjög kærkomið að fá einhvern til að hjálpa sér því jarðvegurinn fyrir sjálfstæða tónlistarsköpun er ekkert auðveldur. Það eru engir peningar í gangi,“ segir hann um samstarfið við Cod Music. Hinum megin á hnettinumTónleikaferðin til Kína hefst 28. apríl, þar sem Wulfgang spilar á sjö til átta tónleikum. Einnig spilar sveitin á Midi-hátíðinni sem er sú stærsta í Kína og yfir fimmtíu þúsund manns sækja. „Það er rosalega gaman að fá að komast hinum megin á hnöttinn. Það er annars ekkert víst að við myndum nokkru sinni fara þangað,“ segir Hugi. Einnig eru hugsanlegt að sveitin spili í San Francisco í sumar en það á eftir að koma betur í ljós. Lífið, dauðinn og ástinHugi segir að nýju plötunni sé skipt upp í fjóra kafla. „Í hverjum kafla eru þrjú lög og þau fjalla um lífið, dauðann, ástina og alla þessa hluti sem eru að hrærast í hausnum á fólki alla daga. Þetta er okkar túlkun á þessum hlutum. Lögin hafa mismunandi undirtón, sum eru argasta rokk en sum eru rólegri,“ segir hann. Stundum hljómar Wulfgang eins og At the Drive-In, sem hlýtur að teljast jákvæður samanburður. Hugi segir sveitina samt ekki vilja bendla sig við eina ákveðna tónlistarstefnu. „Tónlist er ekkert nema tilfinningaleg tjáning. Allar manneskjur upplifa tilfinningar á öllum sviðum og við gerum okkar besta til að túlka þær hverju sinni,“ segir hann.freyr@frettabladid.is Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Fyrsta plata hljómsveitarinnar Wulfgang kemur út í dag. Þessi efnilega sveit er á leið í tónleikaferðalag um Kína og virðist eiga bjarta tíma framundan. Hljómsveitin íslenska Wulfgang vakti fyrst athygli þegar hún gerði útgáfusamning á síðasta ári við hið nýstofnaða fyrirtæki Cod Music. Lögin Machinery og Life and Habits sáðu í framhaldinu réttu fræjunum fyrir Wulfgang á útvarpsstöðvum landsins og nýjasta lagið, Rise of the Underground, hefur einnig það sem til þarf.Veggirnir hlustuðu„Við erum rosalega ánægðir með að vera búnir að ná þessu en þetta tók sinn tíma,“ segir söngvarinn Hugi Garðarsson. Wulfgang var stofnuð í október árið 2005 og hefur verið glamrandi alveg síðan, að sögn Huga. „Það voru aðallega veggirnir í æfingahúsnæðinu sem höfðu verið okkar áheyrendur. Það var mjög kærkomið að fá einhvern til að hjálpa sér því jarðvegurinn fyrir sjálfstæða tónlistarsköpun er ekkert auðveldur. Það eru engir peningar í gangi,“ segir hann um samstarfið við Cod Music. Hinum megin á hnettinumTónleikaferðin til Kína hefst 28. apríl, þar sem Wulfgang spilar á sjö til átta tónleikum. Einnig spilar sveitin á Midi-hátíðinni sem er sú stærsta í Kína og yfir fimmtíu þúsund manns sækja. „Það er rosalega gaman að fá að komast hinum megin á hnöttinn. Það er annars ekkert víst að við myndum nokkru sinni fara þangað,“ segir Hugi. Einnig eru hugsanlegt að sveitin spili í San Francisco í sumar en það á eftir að koma betur í ljós. Lífið, dauðinn og ástinHugi segir að nýju plötunni sé skipt upp í fjóra kafla. „Í hverjum kafla eru þrjú lög og þau fjalla um lífið, dauðann, ástina og alla þessa hluti sem eru að hrærast í hausnum á fólki alla daga. Þetta er okkar túlkun á þessum hlutum. Lögin hafa mismunandi undirtón, sum eru argasta rokk en sum eru rólegri,“ segir hann. Stundum hljómar Wulfgang eins og At the Drive-In, sem hlýtur að teljast jákvæður samanburður. Hugi segir sveitina samt ekki vilja bendla sig við eina ákveðna tónlistarstefnu. „Tónlist er ekkert nema tilfinningaleg tjáning. Allar manneskjur upplifa tilfinningar á öllum sviðum og við gerum okkar besta til að túlka þær hverju sinni,“ segir hann.freyr@frettabladid.is
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira