Modest Mouse: We Were Dead Before the Ship Even Sank - þrjár stjörnur 19. apríl 2007 13:00 Sísta plata Modest Mouse til þessa en samt sem áður margslungin og heldur Modest Mouse enn í fremstu röð. We Were Dead Before the Ship Even Sank hér getur ekki verið um að ræða nokkra aðra sveit en Modest Mouse. Fyrsta lagið, March Into the Sea, er líka eins Modest Mouse-legt og lag getur hugsast orðið. Annað lagið, Dashboard, er síðan kennimerki hinnar nýju Modest Mouse sem er allt í einu farin að semja slagara sem fá ofspilun í útvarpi. Flott upphaf á plötu og sannar strax að Modest Mouse er eðalsveit. En síðan kárnar gamanið. Platan á augljóslega að fylgja eftir vinsældum síðustu plötu, Good News For People Who Love Bad News, sem var óvæntur hittari og líklegast poppaðasta plata Modest Mouse til þessa. Þessi plata verður því miður að teljast sem slakur eftirbátur síðustu plötu. Innkoma Johnnys Marr (fyrrverandi gítarleikara The Smiths og 80’s hetja) gerir lítið fyrir sveitina og ummerki hans eru ekki auðsjáanleg. Í fyrsta skiptið á ferlinum virðist Modest Mouse vera að reyna eitthvað og mistekst þannig. Ég get samt ímyndað mér að Modest Mouse hafi reynt ýmsa hluti áður en þá hljómuðu tónarnir svo áreynslulausir, svo yfirgengilega rökréttir þrátt fyrir ringlureiðina. Lög eins Fly Trapped In a Jar, Fire It Up og Education eru öll ekkert nema skugginn af sjálfum sér, hið síðastnefnda líklegast eitt versta lag sem komið hefur úr smiðju hljómsveitarinnar. Plúsarnir við plötuna eru þó blessunarlega fleiri en mínusarnir enda eins framúrskarandi góð hljómsveit á borð við Modest Mouse vandfundin. We’ve Got Everything er líklegur slagari, Missed the Boat er melódísk ballaða, Florida er Modest Mouse á sínum besta degi og Steam Engine afslappað stuðlag. Þessi lög sanna að Modest Mouse hefur þetta enn alveg í sér og textar Isaacs Brock halda sveitinni ennþá í fremstu röð. Ég get samt ekki að því gert að platan We Were Dead Before the Ship Even Sank veldur vonbrigðum og er sísta plata Modest Mouse til þessa, ekki versta, því Modest Mouse er ófær um að gera lélegar plötur. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
We Were Dead Before the Ship Even Sank hér getur ekki verið um að ræða nokkra aðra sveit en Modest Mouse. Fyrsta lagið, March Into the Sea, er líka eins Modest Mouse-legt og lag getur hugsast orðið. Annað lagið, Dashboard, er síðan kennimerki hinnar nýju Modest Mouse sem er allt í einu farin að semja slagara sem fá ofspilun í útvarpi. Flott upphaf á plötu og sannar strax að Modest Mouse er eðalsveit. En síðan kárnar gamanið. Platan á augljóslega að fylgja eftir vinsældum síðustu plötu, Good News For People Who Love Bad News, sem var óvæntur hittari og líklegast poppaðasta plata Modest Mouse til þessa. Þessi plata verður því miður að teljast sem slakur eftirbátur síðustu plötu. Innkoma Johnnys Marr (fyrrverandi gítarleikara The Smiths og 80’s hetja) gerir lítið fyrir sveitina og ummerki hans eru ekki auðsjáanleg. Í fyrsta skiptið á ferlinum virðist Modest Mouse vera að reyna eitthvað og mistekst þannig. Ég get samt ímyndað mér að Modest Mouse hafi reynt ýmsa hluti áður en þá hljómuðu tónarnir svo áreynslulausir, svo yfirgengilega rökréttir þrátt fyrir ringlureiðina. Lög eins Fly Trapped In a Jar, Fire It Up og Education eru öll ekkert nema skugginn af sjálfum sér, hið síðastnefnda líklegast eitt versta lag sem komið hefur úr smiðju hljómsveitarinnar. Plúsarnir við plötuna eru þó blessunarlega fleiri en mínusarnir enda eins framúrskarandi góð hljómsveit á borð við Modest Mouse vandfundin. We’ve Got Everything er líklegur slagari, Missed the Boat er melódísk ballaða, Florida er Modest Mouse á sínum besta degi og Steam Engine afslappað stuðlag. Þessi lög sanna að Modest Mouse hefur þetta enn alveg í sér og textar Isaacs Brock halda sveitinni ennþá í fremstu röð. Ég get samt ekki að því gert að platan We Were Dead Before the Ship Even Sank veldur vonbrigðum og er sísta plata Modest Mouse til þessa, ekki versta, því Modest Mouse er ófær um að gera lélegar plötur. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira