Við myndum stjórn 19. apríl 2007 05:45 Ef leiðtogar stjórnarandstöðunnar birtu svohljóðandi sameiginlega yfirlýsingu nú strax í byrjun kosningarbaráttunnar, þyrftu kjósendur ekki að velkjast í vafa um valkostina í stjórnmálunum: „Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa ákveðið að mynda nýja meirihlutastjórn, nái þeir tilskildum meiri hluta á Alþingi í kosningunum í vor. Stjórnarandstaðan gengur bundin til alþingiskosninga í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Við heitum því að mynda samhenta, hæfa og sterka ríkisstjórn að loknum kosningum, fáum við þingstyrk til að stjórna landinu næstu fjögur ár. Höfuðatriðin í málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar verða þessi: Við myndum jafnaðarstjórn. Við ætlum að hverfa frá þeirri ójafnaðarstefnu, sem núverandi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur markað. Við ætlum að draga úr ójöfnuði í samfélaginu með því að jafna aðstöðu launþega og fjármagnseigenda í skattalögum, meðal annars með hækkun skattleysismarka. Við ætlum að tryggja öldruðum, öryrkjum og öðrum, sem höllum fæti standa, betri og tryggari kjör. Við ætlum að blása til nýrrar sóknar í menntamálum á öllum skólastigum, því að góð menntun er lykillinn að betri og jafnari lífskjörum til langs tíma litið. Við myndum græna stjórn. Við ætlum að endurskoða stefnuna í stóriðjumálum og taka ríkara tillit til landsins og komandi kynslóða en núverandi ríkisstjórn hefur gert. Ákvarðanir um einstök stóriðjuver hingað og þangað um landið snerta alla landsmenn og einnig óbornar kynslóðir og eru því sameiginlegt úrlausnarefni þjóðarinnar, en ekki sérmál einstakra byggðarlaga. Við ætlum að staldra við og marka framsýna stóriðjustefnu í sátt við landið. Við ætlum að stöðva uppblástur landsins með því að hefta lausagöngu búfjár og hrossa, svo að Ísland megi aftur verða grænt. Við myndum frjálslynda stjórn. Við ætlum að taka stefnuna í sjávarútvegsmálum til endurskoðunar og snúa frá því rangláta og óhagkvæma fiskveiðifyrirkomulagi, sem núverandi ríkisstjórn hefur haldið til streitu í óþökk mikils hluta þjóðarinnar. Við ætlum að virkja ákvæði gildandi laga um sameignarhald þjóðarinnar á fiskimiðunum, bæði í orði og á borði. Við ætlum að standa vörð um frelsi einstaklingsins til orðs og æðis, frelsi með ábyrgð. Við ætlum að ýta undir heilbrigða samkeppni og uppræta okur með því að efla bæði fjármálaeftirlit og samkeppniseftirlit. Við myndum lýðræðisstjórn. Við ætlum að loknum samningum við Evrópusambandið að leggja í dóm þjóðarinnar tillögu um aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar á Íslandi í stað krónunnar. Í öllum flokkum eru uppi öndverð sjónarmið um Evrópumálið. Það er skiljanlegt. Við munum takast á um þetta mál fyrir opnum tjöldum. Við heitum því að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Við ætlum að marka nýjar áherzlur í utanríkismálum og tryggja varnir landsins til frambúðar. Við ætlum að svipta hulunni af símahlerunum á fyrri tíð. Við myndum velferðarstjórn. Við ætlum að standa vörð um velferð allra Íslendinga og efla félags- og heilbrigðisþjónustu, löggæzlu, samgöngur, menntun og menningu. Heilbrigði, öryggi, menntun og menning haldast í hendur og efla mannauðinn, mikilvægustu auðlind þjóðarinnar. Við ætlum að greiða fyrir nauðsynlegum framförum á öllum þessum sviðum með skipulagsumbótum og endurskipulagningu ríkisfjármálanna, bæði útgjalda og tekna, án þess þó að auka skattheimtu og umsvif ríkisins. Verkaskipting ríkisins, sveitarfélaga og einkageirans verður skoðuð vandlega. Við myndum sterka stjórn. Við ætlum að veita viðnám gegn verðbólgu og vafasamri skuldasöfnun með styrkri og samræmdri fjármálastjórn og ýmsum skipulagsumbótum, svo sem fækkun ráðuneyta. Við ætlum að skera upp herör gegn hlutdrægni í embættaveitingum á vegum ríkisins og í einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Við ætlum að setja lög um rannsóknarnefndir á vegum Alþingis, svo að ljós reynslunnar megi lýsa upp leiðina til betri og gagnsærri stjórnsýslu. Við lýsum eftir skýru umboði kjósenda til að hrinda þessum fyrirætlunum í framkvæmd." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun
Ef leiðtogar stjórnarandstöðunnar birtu svohljóðandi sameiginlega yfirlýsingu nú strax í byrjun kosningarbaráttunnar, þyrftu kjósendur ekki að velkjast í vafa um valkostina í stjórnmálunum: „Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa ákveðið að mynda nýja meirihlutastjórn, nái þeir tilskildum meiri hluta á Alþingi í kosningunum í vor. Stjórnarandstaðan gengur bundin til alþingiskosninga í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Við heitum því að mynda samhenta, hæfa og sterka ríkisstjórn að loknum kosningum, fáum við þingstyrk til að stjórna landinu næstu fjögur ár. Höfuðatriðin í málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar verða þessi: Við myndum jafnaðarstjórn. Við ætlum að hverfa frá þeirri ójafnaðarstefnu, sem núverandi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur markað. Við ætlum að draga úr ójöfnuði í samfélaginu með því að jafna aðstöðu launþega og fjármagnseigenda í skattalögum, meðal annars með hækkun skattleysismarka. Við ætlum að tryggja öldruðum, öryrkjum og öðrum, sem höllum fæti standa, betri og tryggari kjör. Við ætlum að blása til nýrrar sóknar í menntamálum á öllum skólastigum, því að góð menntun er lykillinn að betri og jafnari lífskjörum til langs tíma litið. Við myndum græna stjórn. Við ætlum að endurskoða stefnuna í stóriðjumálum og taka ríkara tillit til landsins og komandi kynslóða en núverandi ríkisstjórn hefur gert. Ákvarðanir um einstök stóriðjuver hingað og þangað um landið snerta alla landsmenn og einnig óbornar kynslóðir og eru því sameiginlegt úrlausnarefni þjóðarinnar, en ekki sérmál einstakra byggðarlaga. Við ætlum að staldra við og marka framsýna stóriðjustefnu í sátt við landið. Við ætlum að stöðva uppblástur landsins með því að hefta lausagöngu búfjár og hrossa, svo að Ísland megi aftur verða grænt. Við myndum frjálslynda stjórn. Við ætlum að taka stefnuna í sjávarútvegsmálum til endurskoðunar og snúa frá því rangláta og óhagkvæma fiskveiðifyrirkomulagi, sem núverandi ríkisstjórn hefur haldið til streitu í óþökk mikils hluta þjóðarinnar. Við ætlum að virkja ákvæði gildandi laga um sameignarhald þjóðarinnar á fiskimiðunum, bæði í orði og á borði. Við ætlum að standa vörð um frelsi einstaklingsins til orðs og æðis, frelsi með ábyrgð. Við ætlum að ýta undir heilbrigða samkeppni og uppræta okur með því að efla bæði fjármálaeftirlit og samkeppniseftirlit. Við myndum lýðræðisstjórn. Við ætlum að loknum samningum við Evrópusambandið að leggja í dóm þjóðarinnar tillögu um aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar á Íslandi í stað krónunnar. Í öllum flokkum eru uppi öndverð sjónarmið um Evrópumálið. Það er skiljanlegt. Við munum takast á um þetta mál fyrir opnum tjöldum. Við heitum því að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Við ætlum að marka nýjar áherzlur í utanríkismálum og tryggja varnir landsins til frambúðar. Við ætlum að svipta hulunni af símahlerunum á fyrri tíð. Við myndum velferðarstjórn. Við ætlum að standa vörð um velferð allra Íslendinga og efla félags- og heilbrigðisþjónustu, löggæzlu, samgöngur, menntun og menningu. Heilbrigði, öryggi, menntun og menning haldast í hendur og efla mannauðinn, mikilvægustu auðlind þjóðarinnar. Við ætlum að greiða fyrir nauðsynlegum framförum á öllum þessum sviðum með skipulagsumbótum og endurskipulagningu ríkisfjármálanna, bæði útgjalda og tekna, án þess þó að auka skattheimtu og umsvif ríkisins. Verkaskipting ríkisins, sveitarfélaga og einkageirans verður skoðuð vandlega. Við myndum sterka stjórn. Við ætlum að veita viðnám gegn verðbólgu og vafasamri skuldasöfnun með styrkri og samræmdri fjármálastjórn og ýmsum skipulagsumbótum, svo sem fækkun ráðuneyta. Við ætlum að skera upp herör gegn hlutdrægni í embættaveitingum á vegum ríkisins og í einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Við ætlum að setja lög um rannsóknarnefndir á vegum Alþingis, svo að ljós reynslunnar megi lýsa upp leiðina til betri og gagnsærri stjórnsýslu. Við lýsum eftir skýru umboði kjósenda til að hrinda þessum fyrirætlunum í framkvæmd."
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun