Heimurinn batnandi fer 20. apríl 2007 09:51 Eflaust kemur það mörgum á óvart en ýmislegt bendir til þess að unglingar okkar tíma séu almennt betri og heilbrigðari en foreldrar þeirra voru á sama aldri, og að það sé afleiðing þess að foreldrar nútímans eru betri mömmur og pabbar en foreldrar þeirra voru. Þessar vísbendingar er að finna í könnun sem rannsóknamiðstöðin Rannsóknir og greining gerði í samstarfi við sveitarfélögin í landinu, undir stjórn dr. Ingu Dóru Sigfúsdóttur, deildarforseta kennslufræða- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík. Í Fréttablaðinu um síðustu helgi var viðtal við Ingu Dóru þar sem kom fram að vímuefnaneysla krakka í tíunda bekk grunnskólans hefur aldrei mælst minni frá því rannsóknir hófust. Að sögn Ingu Dóru er þessi jákvæða þróun fyrst og fremst afleiðing þess að foreldrar eyða meiri tíma með börnum sínum en áður. Því fleiri sem samverustundirnar eru þeim mun minni líkur eru á að börnin neyti vímuefna, hvort sem það er áfengi, tóbak eða einhver ólögleg efni. Annað sem kann að koma á óvart er að þrátt fyrir tíðar fréttir af ofbeldisglæpum þá hefur afbrotum af því tagi fækkað undanfarin ár samkvæmt tölfræði lögreglu og afbrotafræðinga. Nú er spurningin af hverju svo jákvæðar hliðar á okkar samfélagi þurfa að koma á óvart? Við fjölmiðlafólk berum þar töluverða sök. Fyrst og fremst vegna þess að fréttir af glæpum eru fleiri og ágengari en tíðkaðist fyrir ekki svo löngu. Auðvitað verða fjölmiðlar að gæta sín á að slagsíða neikvæðra frétta verði ekki yfirþyrmandi en á sama tíma er rétt að hafa í huga að það er eðli fréttaflutnings að segja frekar frá því sem er á skjön við hversdagsleikann en hinu venjulega. Hundar sem gelta vekja miklu meiri athygli en hinir sem þegja sagði vís maður einhvern tíma í því samhengi. Á sama hátt og of fáar fréttir eru fluttar af minnkandi vímuefnaneyslu íslenskra unglinga og fækkun glæpa, eru á heimsvísu sagðar of fáar fréttir af því hversu miklu betri staður jörðin er að verða með hverju árinu. Þótt erfitt sé að trúa því eftir hinn daglega skammt frétta af hræðilegum morðum á konum, börnum og körlum í Bagdad, Darfur, Virginíu, eða annars staðar, þá hefur mannkynið í heild aldrei haft það betra en nú. Árið 1900 voru meðal lífslíkur á heimsvísu aðeins 31 ár en hafa meira en tvöfaldast og eru nú 67 ár. Á tímabilinu 1970 til 2001 fækkaði þeim sem lifa við stöðuga hungursneyð í vanþróuðum ríkjum heimsins úr 37 prósentum niður í 17 prósent. Og frá 1950 hafa meðaltekjur hvers íbúa heimsins þrefaldast. Fleiri kunna að lesa og fleiri búa við almennt frelsi til orðs og æðis en nokkru sinni áður. Þótt enn búi alltof margir við skelfilegar aðstæður þá eru þetta nokkur dæmi um að mannkynið er á réttri leið. Og það getur verið örlítil huggun í því þegar heimsfréttirnar verða of yfirþyrmandi, eins og gerist allt of oft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eflaust kemur það mörgum á óvart en ýmislegt bendir til þess að unglingar okkar tíma séu almennt betri og heilbrigðari en foreldrar þeirra voru á sama aldri, og að það sé afleiðing þess að foreldrar nútímans eru betri mömmur og pabbar en foreldrar þeirra voru. Þessar vísbendingar er að finna í könnun sem rannsóknamiðstöðin Rannsóknir og greining gerði í samstarfi við sveitarfélögin í landinu, undir stjórn dr. Ingu Dóru Sigfúsdóttur, deildarforseta kennslufræða- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík. Í Fréttablaðinu um síðustu helgi var viðtal við Ingu Dóru þar sem kom fram að vímuefnaneysla krakka í tíunda bekk grunnskólans hefur aldrei mælst minni frá því rannsóknir hófust. Að sögn Ingu Dóru er þessi jákvæða þróun fyrst og fremst afleiðing þess að foreldrar eyða meiri tíma með börnum sínum en áður. Því fleiri sem samverustundirnar eru þeim mun minni líkur eru á að börnin neyti vímuefna, hvort sem það er áfengi, tóbak eða einhver ólögleg efni. Annað sem kann að koma á óvart er að þrátt fyrir tíðar fréttir af ofbeldisglæpum þá hefur afbrotum af því tagi fækkað undanfarin ár samkvæmt tölfræði lögreglu og afbrotafræðinga. Nú er spurningin af hverju svo jákvæðar hliðar á okkar samfélagi þurfa að koma á óvart? Við fjölmiðlafólk berum þar töluverða sök. Fyrst og fremst vegna þess að fréttir af glæpum eru fleiri og ágengari en tíðkaðist fyrir ekki svo löngu. Auðvitað verða fjölmiðlar að gæta sín á að slagsíða neikvæðra frétta verði ekki yfirþyrmandi en á sama tíma er rétt að hafa í huga að það er eðli fréttaflutnings að segja frekar frá því sem er á skjön við hversdagsleikann en hinu venjulega. Hundar sem gelta vekja miklu meiri athygli en hinir sem þegja sagði vís maður einhvern tíma í því samhengi. Á sama hátt og of fáar fréttir eru fluttar af minnkandi vímuefnaneyslu íslenskra unglinga og fækkun glæpa, eru á heimsvísu sagðar of fáar fréttir af því hversu miklu betri staður jörðin er að verða með hverju árinu. Þótt erfitt sé að trúa því eftir hinn daglega skammt frétta af hræðilegum morðum á konum, börnum og körlum í Bagdad, Darfur, Virginíu, eða annars staðar, þá hefur mannkynið í heild aldrei haft það betra en nú. Árið 1900 voru meðal lífslíkur á heimsvísu aðeins 31 ár en hafa meira en tvöfaldast og eru nú 67 ár. Á tímabilinu 1970 til 2001 fækkaði þeim sem lifa við stöðuga hungursneyð í vanþróuðum ríkjum heimsins úr 37 prósentum niður í 17 prósent. Og frá 1950 hafa meðaltekjur hvers íbúa heimsins þrefaldast. Fleiri kunna að lesa og fleiri búa við almennt frelsi til orðs og æðis en nokkru sinni áður. Þótt enn búi alltof margir við skelfilegar aðstæður þá eru þetta nokkur dæmi um að mannkynið er á réttri leið. Og það getur verið örlítil huggun í því þegar heimsfréttirnar verða of yfirþyrmandi, eins og gerist allt of oft.