Baðkrísan mikla 21. apríl 2007 00:01 Anna Margrét Björnsson Frá örófi alda hafa böð verið mikill lúxus og stór liður í fegurð kvenna. Persónulega líst mér best á tíma Rómverja og Egypta þegar mörgum tímum var eytt í böð úr fínustu ilmolíum eða jafnvel liggjandi í mjólk og hunangi eins og Kleópatra. Ég hafði mjög gaman af að uppgötva baðmenningu Japana þegar ég bjó þar í hálft ár. Þar er bað hálfgerð trúarathöfn: fyrst sturtar maður sig og þvær áður en maður stígur nakinn ofan í heitt, stílhreint kerið og eys yfir sig vatni úr fögrum sedrusviðarskálum. Ekkert er jafn róandi, slakandi og munúðarfullt og að liggja í heitu ilmandi baði enda ef til vill kærkomin minning úr móðurkviði. kleópatra En nú er ég, hinn forfallni baðfíkill, að fara á límingunum yfir ástandi baðsins heima hjá mér. Fyrir utan það að börn fatta ekki að plastendur og Playmobil-geimskip passa ekki við hið „zen“-lega baðumhverfi sem ég vil skapa mér, þá missti sonur minn risastóra glerflösku af rándýru Coté Bastide freyðibaði á baðkarsbotninn þar sem nú er stórt, ljótt gat í keramíkinni. Nýjasti meðlimur heimilisins, Abyssiníuköttur með undarlega siði vill helst hoppa ofan í bað með öllum sem þangað fara sem er vægast sagt ekki til að bæta rólegheitin. Til að toppa þessa atburðarrás þá hvarf kalda vatnið gersamlega fyrir skömmu sem þýðir að maður annað hvort skaðbrennist eða þarf að nota forljóta tupperware skál til að ausa yfir sig volgu vatni (því að sjálfsögðu svíkur pípulagningamaðurinn mig að vanda). Í fyrradag var ég gráti nær og hringdi í vinkonu mína í örvilnan, það var annaðhvort hún eða rándýrt meðlimakort í LaugarSpa þar sem maður þarf að baða sig með ógnvekjandi miðaldra karlmönnum og saumaklúbbum. Hálftíma síðar lá ég sátt við kertaljós í hornbaðkari fylltu freyðandi möndlusápu og dreypti á rauðvínsglasi á meðan ég ákvað að næstu mánaðarlaun færu í gagngerar bað-endurbætur áður en sálarheilsan bæri af þessu varanlegan skaða. Kleópatra var ekki af baki dottin: Settu tvo bolla af þurrmjólk í baðið, mjólk hreinsar dauðar húðfrumur og endurnærir húðina. Ilmolíur og böð hafa misjöfn áhrif á skapið. Dr. Hauschka baðsápa er í uppáhaldi hjá mér og fæst í tveimur gerðum, slakandi og örvandi. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Frá örófi alda hafa böð verið mikill lúxus og stór liður í fegurð kvenna. Persónulega líst mér best á tíma Rómverja og Egypta þegar mörgum tímum var eytt í böð úr fínustu ilmolíum eða jafnvel liggjandi í mjólk og hunangi eins og Kleópatra. Ég hafði mjög gaman af að uppgötva baðmenningu Japana þegar ég bjó þar í hálft ár. Þar er bað hálfgerð trúarathöfn: fyrst sturtar maður sig og þvær áður en maður stígur nakinn ofan í heitt, stílhreint kerið og eys yfir sig vatni úr fögrum sedrusviðarskálum. Ekkert er jafn róandi, slakandi og munúðarfullt og að liggja í heitu ilmandi baði enda ef til vill kærkomin minning úr móðurkviði. kleópatra En nú er ég, hinn forfallni baðfíkill, að fara á límingunum yfir ástandi baðsins heima hjá mér. Fyrir utan það að börn fatta ekki að plastendur og Playmobil-geimskip passa ekki við hið „zen“-lega baðumhverfi sem ég vil skapa mér, þá missti sonur minn risastóra glerflösku af rándýru Coté Bastide freyðibaði á baðkarsbotninn þar sem nú er stórt, ljótt gat í keramíkinni. Nýjasti meðlimur heimilisins, Abyssiníuköttur með undarlega siði vill helst hoppa ofan í bað með öllum sem þangað fara sem er vægast sagt ekki til að bæta rólegheitin. Til að toppa þessa atburðarrás þá hvarf kalda vatnið gersamlega fyrir skömmu sem þýðir að maður annað hvort skaðbrennist eða þarf að nota forljóta tupperware skál til að ausa yfir sig volgu vatni (því að sjálfsögðu svíkur pípulagningamaðurinn mig að vanda). Í fyrradag var ég gráti nær og hringdi í vinkonu mína í örvilnan, það var annaðhvort hún eða rándýrt meðlimakort í LaugarSpa þar sem maður þarf að baða sig með ógnvekjandi miðaldra karlmönnum og saumaklúbbum. Hálftíma síðar lá ég sátt við kertaljós í hornbaðkari fylltu freyðandi möndlusápu og dreypti á rauðvínsglasi á meðan ég ákvað að næstu mánaðarlaun færu í gagngerar bað-endurbætur áður en sálarheilsan bæri af þessu varanlegan skaða. Kleópatra var ekki af baki dottin: Settu tvo bolla af þurrmjólk í baðið, mjólk hreinsar dauðar húðfrumur og endurnærir húðina. Ilmolíur og böð hafa misjöfn áhrif á skapið. Dr. Hauschka baðsápa er í uppáhaldi hjá mér og fæst í tveimur gerðum, slakandi og örvandi.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira