Stundum er ballettinn nánast eins og herþjónusta 21. apríl 2007 00:01 Gunnlaugur Egilsson Þótti ekkert skrítið þegar þú varst lítill að vera í ballettsokkabuxum en ekki í takkaskóm? Það var ákveðið tímabil þegar ég var alltaf valinn síðastur í lið í boltaleikjum en það var fljótt að ganga yfir. Hefur þú orðið fyrir fordómum fyrir því að vera ekki samkynhneigður og vera ballettdansari?Ég finn oft fyrir þeirri þröngsyni en það er eitthvað sem ég er hættur að spá í. Fjölskylda þín er mjög listræn, eruð þið heima saman að föndra eða setja upp sýningar? Kemur fyrir að við föndrum saman en fjölskyldusirkusinn hefur ekki verið stofnaður enn fff Hvernig er að dansa við konunglega balletinn í Stokkhólmi? Eru þetta gífurlegar kröfur sem þér eru settar þar? Á stundum er það nánast eins og herþjónusta bæði án enda og andstæðinga en audvitað er það bæði spennandi og krefjandi í senn. Áttu kærustu? Já, og hún er líka dansari. Hvert er takmarkið? Það er langt síðan ég náði mínu takmarki, er að vinna í því að búa mér til ný. Hvenær varstu hamingjusamastur? Ég reyni að gleyma þeim augnablikum jafnóðum svo ég nái í hvert skipti að uppgötva hamingjuna upp á nýtt. Hvað þolir þú ekki í fari annara? Ragmennsku. Dýrmætasta eignin? Sú eign sem ég eyði mestum tíma með: Rúmið mitt. Hvar myndir þú búa ef þú hefðir algerlega frjálst val?Ì háum turni með útsýni yfir haf og fjöll. Uppáhaldsplatan þín? Andrew. Þú ert að fara á grímuball og mátt fara í hvaða búning sem er. Í hverju ferðu? Annað hvort í plötubrynju með hjálm eða sem Ayatollah Khomeni. Hvaða lifandi persónu berðu mesta virðingu fyrir? Karli föður mínum. Hvaða frasa ofnotar þú?„Að sjá það fallega í því ljóta.” Ef þú ættir tímavél, hvert myndir þú fara og af hverju? Endureisnin hefur alltaf heillað mig, þá voru list og vísindi eitt og uppskriftin að gulli virtist bara handan við hornið. Hvað gerir þig þunglyndan? Torleyst vandamál og heimskulegar reglur. Hvernig slappar þú af? Med góða bók eða heiladauður fyrir framan sjónvarpið. Áttu þér neyðarlega nautn ? Ég fæ mér alltaf pönnukökur og kakómalt á sunnudögum. Ef þú hefðir ofurafl, hvert myndi þitt vera ? Að geta stoppað tímann. Hvert er uppáhaldsorðið þitt? Jamm. Ef einhver myndi gera kvikmynd um líf þitt, hver ætti að leika þig? Bróðir minn Ólafur E. Egilsson, með góða hárkollu. Hvaða lag myndir þú vilja láta spila í jarðarförinni þinni? Lamb guðs eftir Samuel Barber. Hvernig viltu að fólk minnist þín? Sem draumóramanni. Hver er mikilvægasta lexían sem þú hefur lært í lífinu? Að treysta á eigið innsæi. Segðu okkur leyndarmál. Guð er heimsfrægur… Hvernig heldurðu tánum í formi? Hætti aldrei að hreyfa þær. Hvað er næst á dagskrá ? Að semja dansverkið Degenerator fyrir Konunglega ballettinn hér í Stokkhólmi, frumsýnt í nóvember 2007. Hvað ætlarðu að gera þegar þú hættir að dansa? Læra höggmyndagerð, vinna sem danshöfundur, skósmiður... Listinn virðist vera endalaus. Mest lesið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Þótti ekkert skrítið þegar þú varst lítill að vera í ballettsokkabuxum en ekki í takkaskóm? Það var ákveðið tímabil þegar ég var alltaf valinn síðastur í lið í boltaleikjum en það var fljótt að ganga yfir. Hefur þú orðið fyrir fordómum fyrir því að vera ekki samkynhneigður og vera ballettdansari?Ég finn oft fyrir þeirri þröngsyni en það er eitthvað sem ég er hættur að spá í. Fjölskylda þín er mjög listræn, eruð þið heima saman að föndra eða setja upp sýningar? Kemur fyrir að við föndrum saman en fjölskyldusirkusinn hefur ekki verið stofnaður enn fff Hvernig er að dansa við konunglega balletinn í Stokkhólmi? Eru þetta gífurlegar kröfur sem þér eru settar þar? Á stundum er það nánast eins og herþjónusta bæði án enda og andstæðinga en audvitað er það bæði spennandi og krefjandi í senn. Áttu kærustu? Já, og hún er líka dansari. Hvert er takmarkið? Það er langt síðan ég náði mínu takmarki, er að vinna í því að búa mér til ný. Hvenær varstu hamingjusamastur? Ég reyni að gleyma þeim augnablikum jafnóðum svo ég nái í hvert skipti að uppgötva hamingjuna upp á nýtt. Hvað þolir þú ekki í fari annara? Ragmennsku. Dýrmætasta eignin? Sú eign sem ég eyði mestum tíma með: Rúmið mitt. Hvar myndir þú búa ef þú hefðir algerlega frjálst val?Ì háum turni með útsýni yfir haf og fjöll. Uppáhaldsplatan þín? Andrew. Þú ert að fara á grímuball og mátt fara í hvaða búning sem er. Í hverju ferðu? Annað hvort í plötubrynju með hjálm eða sem Ayatollah Khomeni. Hvaða lifandi persónu berðu mesta virðingu fyrir? Karli föður mínum. Hvaða frasa ofnotar þú?„Að sjá það fallega í því ljóta.” Ef þú ættir tímavél, hvert myndir þú fara og af hverju? Endureisnin hefur alltaf heillað mig, þá voru list og vísindi eitt og uppskriftin að gulli virtist bara handan við hornið. Hvað gerir þig þunglyndan? Torleyst vandamál og heimskulegar reglur. Hvernig slappar þú af? Med góða bók eða heiladauður fyrir framan sjónvarpið. Áttu þér neyðarlega nautn ? Ég fæ mér alltaf pönnukökur og kakómalt á sunnudögum. Ef þú hefðir ofurafl, hvert myndi þitt vera ? Að geta stoppað tímann. Hvert er uppáhaldsorðið þitt? Jamm. Ef einhver myndi gera kvikmynd um líf þitt, hver ætti að leika þig? Bróðir minn Ólafur E. Egilsson, með góða hárkollu. Hvaða lag myndir þú vilja láta spila í jarðarförinni þinni? Lamb guðs eftir Samuel Barber. Hvernig viltu að fólk minnist þín? Sem draumóramanni. Hver er mikilvægasta lexían sem þú hefur lært í lífinu? Að treysta á eigið innsæi. Segðu okkur leyndarmál. Guð er heimsfrægur… Hvernig heldurðu tánum í formi? Hætti aldrei að hreyfa þær. Hvað er næst á dagskrá ? Að semja dansverkið Degenerator fyrir Konunglega ballettinn hér í Stokkhólmi, frumsýnt í nóvember 2007. Hvað ætlarðu að gera þegar þú hættir að dansa? Læra höggmyndagerð, vinna sem danshöfundur, skósmiður... Listinn virðist vera endalaus.
Mest lesið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira