Týndu börnin koma fram 25. apríl 2007 06:00 Nú bíð ég pollrólegur eftir að uppgjörahrinan í Kauphöllinni hefjist. Bankarnir verða í fluggír eins og greiningardeildirnir spá og sjáum við væntanlega ótrúlegar tölur. Hvaða heilvita manni hefði dottið það í hug að Exista ætti eftir að hagnast um fimmtíu milljarða króna á einum ársfjórðungi? Árið hefur svo sannarlega verið stórt hjá bönkunum og ávöxtunin í Kaupþingi og Landsbankanum er orðin meiri en allt árið í fyrra. Ég er ekki sannfærður um að góð bankauppgjör muni bústa markaðinn áfram heldur miklu fremur yfirtökur og fyrirtækjakaup eins og allir búast við að verði. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að Barclays myndi taka yfir ABN Amro? Þetta er bara byrjunin á því sem koma skal í Evrópu og er ég ekki í nokkrum vafa um að Íslendingar munu eins og svo oft áður troða sér fremst. En allur þessi eltingarleikur fjárfesta á eftir bönkunum hefur bitnað á stórum hópi fyrirtækja. Ég hef sagt áður að það séu enn þá ótrúlega mörg tækifæri á okkar smáa hlutabréfamarkaði og horfi þar sérstaklega til rekstrarfélaganna, týndu barnanna á hlutabréfamarkaði. Þau minna mig svolítið á stóra systkinið sem gufar upp þegar litla barnið kemur í heiminn. Allt í einu vill enginn af þeim vita. Ég velti því fyrir mér hvernig á þessu standi. Getur verið að fyrirsagnir eins og „Afkoman í ár verður lituð af samþættingarkostnaði“ hræði líftóruna úr fjárfestum? Hér á ég auðvitað ekki við stóru útrásarfélögin Actavis og Bakkavör heldur smærri rekstrarfélög á borð við Alfesca, Eimskipafélagið Icelandair Group, Marel, Mosaic og Össur. Fyrir þá sem vilja líta lengra fram á veginn en sem nemur sjónvarpsdagskrá kvöldsins eru þetta þau félög sem ég trúi að eigi hvað mest inni. Mörg þessara félaga eru annaðhvort komin langt á veg að ganga frá fyrirtækjakaupum, þar sem samþættingarkostnaður litar uppgjörin, eða að stíga næstu skref í ytri vexti. Og flest eru þau ódýr í alþjóðlegum samanburði. Sjáið nú bara að bókfært eigið fé þeirra sumra, eins og Icelandair, er sennilega hærra en markaðsverðmæti þeirra. Ef spádómar mínir ganga eftir um að krónan gefi eftir á seinni hluta ársins þá er sannkölluð gós-entíð fram undan hjá þeim sem trúa að tími rekstrarfélaganna sé að renna upp. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Nú bíð ég pollrólegur eftir að uppgjörahrinan í Kauphöllinni hefjist. Bankarnir verða í fluggír eins og greiningardeildirnir spá og sjáum við væntanlega ótrúlegar tölur. Hvaða heilvita manni hefði dottið það í hug að Exista ætti eftir að hagnast um fimmtíu milljarða króna á einum ársfjórðungi? Árið hefur svo sannarlega verið stórt hjá bönkunum og ávöxtunin í Kaupþingi og Landsbankanum er orðin meiri en allt árið í fyrra. Ég er ekki sannfærður um að góð bankauppgjör muni bústa markaðinn áfram heldur miklu fremur yfirtökur og fyrirtækjakaup eins og allir búast við að verði. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að Barclays myndi taka yfir ABN Amro? Þetta er bara byrjunin á því sem koma skal í Evrópu og er ég ekki í nokkrum vafa um að Íslendingar munu eins og svo oft áður troða sér fremst. En allur þessi eltingarleikur fjárfesta á eftir bönkunum hefur bitnað á stórum hópi fyrirtækja. Ég hef sagt áður að það séu enn þá ótrúlega mörg tækifæri á okkar smáa hlutabréfamarkaði og horfi þar sérstaklega til rekstrarfélaganna, týndu barnanna á hlutabréfamarkaði. Þau minna mig svolítið á stóra systkinið sem gufar upp þegar litla barnið kemur í heiminn. Allt í einu vill enginn af þeim vita. Ég velti því fyrir mér hvernig á þessu standi. Getur verið að fyrirsagnir eins og „Afkoman í ár verður lituð af samþættingarkostnaði“ hræði líftóruna úr fjárfestum? Hér á ég auðvitað ekki við stóru útrásarfélögin Actavis og Bakkavör heldur smærri rekstrarfélög á borð við Alfesca, Eimskipafélagið Icelandair Group, Marel, Mosaic og Össur. Fyrir þá sem vilja líta lengra fram á veginn en sem nemur sjónvarpsdagskrá kvöldsins eru þetta þau félög sem ég trúi að eigi hvað mest inni. Mörg þessara félaga eru annaðhvort komin langt á veg að ganga frá fyrirtækjakaupum, þar sem samþættingarkostnaður litar uppgjörin, eða að stíga næstu skref í ytri vexti. Og flest eru þau ódýr í alþjóðlegum samanburði. Sjáið nú bara að bókfært eigið fé þeirra sumra, eins og Icelandair, er sennilega hærra en markaðsverðmæti þeirra. Ef spádómar mínir ganga eftir um að krónan gefi eftir á seinni hluta ársins þá er sannkölluð gós-entíð fram undan hjá þeim sem trúa að tími rekstrarfélaganna sé að renna upp. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira