Snjóboltaáhrif Sykurmola 30. apríl 2007 09:15 Hugsjónamaður með metnað fyrir íslenskri menningu „Ég er skilvirkur, ég er Hollendingur,“ útskýrir Marcel Edwin Deelen. MYND/Anton Hollendingurinn Marcel Edwin Deelen hefur mikla ástríðu fyrir íslenskri menningu og vinnur nú að því að boða fagnaðarerindi hennar á erlendri grund. Marcel er forsprakki Reykjavík to Foundation, félags sem skipuleggur nú íslensku menningarhátíðina „Reykjavík to Rotterdam“ í annað sinn. Í nóvember verður íslensk innrás í borginni þar sem fjöldi tónlistarfólks, myndlistarmanna, kvikmyndagerðarmanna og danslistafólk mun taka borgina með trompi en Marcel og félagar hans vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa jarðveginn. Reykjavík to Foundation er þó ekki gróðabatterí heldur er þar unnið í sjálfboðaliðavinnu enn sem komið er. „Við erum með fólk hér á Íslandi og í Hollandi sem reynir að verja sem mestu af frítíma sínum í þetta,“ segir Marcel. „Þetta er nokkuð nýtt fyrirkomulag,“ segir hann og útskýrir að markmið aðstandenda Reykjavik to Foundation sé að reka hliðstæðar hátíðir og Rotterdam-uppákomuna í fleiri löndum. Þannig eru fleiri hátíðir í bígerð í Berlín, Hamborg, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. „Við viljum ekki takmarka okkur við eitt land heldur horfa lengra og vonum að þessar hátíðir geti vaxið og dafnað með árunum og að þær verði haldnar reglulega í mismunandi borgum.“ Með því að kynna og markaðssetja íslenskar menningarhátíðir vonast félagið til þess að veita íslenskum listamönnum tækifæri á að kynna list sína fyrir breiðum hópi áhorfenda. Auk þess vill Reykjavik to Foundation stuðla að því að mynda tengsl meðal þeirra fjölmörgu Íslendinga sem eru búsettir erlendis. Marcel segir að baki ástríðu sinni á íslenskri menningu búi sígild saga af snjóboltaáhrifum Sykurmolanna. „Ég sá myndband með þeim fyrir mörgum árum síðan og vissi þá ekki að þau voru Íslendingar heldur hafði ég bara áhuga á tónlistinni. Síðan kom ég hingað í frí og svo fór að ég ákvað að flytja til Íslands,“ segir hann. Á meðan Marcel beið eftir því að geta flutt nýtti hann tímann vel og varði kröftum sínum í að koma „Reykjavík to Rotterdam“ hátíðinni á fót. „Það var árið 2005 en sú hátíð gekk virkilega vel. Bæði aðstandendurnir og listamennirnir voru ánægðir með framtakið og þau tengsl sem mynduðust. Við sáum okkur leik á borði og ákváðum að stofna félag eða sjóð til þess að gera meira.“ Þegar Marcel er spurður hvort það sé ekki strembið að standa í svona skipulagningu af hugsjónamennsku segir hann að starfið sé skemmtilegt en útskýrir að aðstandendurnir vonist til þess að í framtíðinni sé hægt að launa erfiðið. „En svo er ég líka skilvirkur, ég er Hollendingur,“ segir hann hlæjandi. Hátíðin í Rotterdam fer fram í nóvember en meðal þátttakenda þar verða hljómsveitinar dáðu Ham og múm og Íslenski dansflokkurinn. Af þeim rúmlega tuttugu íslensku hljómsveitum sem eru á efnisskránni hafa einungis níu spilað áður á meginlandi Evrópu. Þar að auki verða sýndar fjölmargar kvikmyndir og stuttmyndir á hátíðinni. „Við erum með fjölbreyttan hóp af listafólki og í Rotterdam getum við byggt á þeim tengslum sem við sköpuðum síðast. Markmiðið okkar er þó ekki að róa alltaf á sömu miðin heldur viljum við bjóða upp á eitthvað nýtt og spennandi. Það væri auðvelt til dæmis að bóka bara þekkt bönd en okkur finnst fjölbreytnin mikilvægari.“ Nánari upplýsingar um Reykjavík to Foundation má finna á heimasíðunni www.reykjavik.to en þess má geta að félagið leitar nú að liðtæku samstarfsfólki sem þekkir vel til í Hamborg og Kaupmannahöfn. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hollendingurinn Marcel Edwin Deelen hefur mikla ástríðu fyrir íslenskri menningu og vinnur nú að því að boða fagnaðarerindi hennar á erlendri grund. Marcel er forsprakki Reykjavík to Foundation, félags sem skipuleggur nú íslensku menningarhátíðina „Reykjavík to Rotterdam“ í annað sinn. Í nóvember verður íslensk innrás í borginni þar sem fjöldi tónlistarfólks, myndlistarmanna, kvikmyndagerðarmanna og danslistafólk mun taka borgina með trompi en Marcel og félagar hans vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa jarðveginn. Reykjavík to Foundation er þó ekki gróðabatterí heldur er þar unnið í sjálfboðaliðavinnu enn sem komið er. „Við erum með fólk hér á Íslandi og í Hollandi sem reynir að verja sem mestu af frítíma sínum í þetta,“ segir Marcel. „Þetta er nokkuð nýtt fyrirkomulag,“ segir hann og útskýrir að markmið aðstandenda Reykjavik to Foundation sé að reka hliðstæðar hátíðir og Rotterdam-uppákomuna í fleiri löndum. Þannig eru fleiri hátíðir í bígerð í Berlín, Hamborg, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. „Við viljum ekki takmarka okkur við eitt land heldur horfa lengra og vonum að þessar hátíðir geti vaxið og dafnað með árunum og að þær verði haldnar reglulega í mismunandi borgum.“ Með því að kynna og markaðssetja íslenskar menningarhátíðir vonast félagið til þess að veita íslenskum listamönnum tækifæri á að kynna list sína fyrir breiðum hópi áhorfenda. Auk þess vill Reykjavik to Foundation stuðla að því að mynda tengsl meðal þeirra fjölmörgu Íslendinga sem eru búsettir erlendis. Marcel segir að baki ástríðu sinni á íslenskri menningu búi sígild saga af snjóboltaáhrifum Sykurmolanna. „Ég sá myndband með þeim fyrir mörgum árum síðan og vissi þá ekki að þau voru Íslendingar heldur hafði ég bara áhuga á tónlistinni. Síðan kom ég hingað í frí og svo fór að ég ákvað að flytja til Íslands,“ segir hann. Á meðan Marcel beið eftir því að geta flutt nýtti hann tímann vel og varði kröftum sínum í að koma „Reykjavík to Rotterdam“ hátíðinni á fót. „Það var árið 2005 en sú hátíð gekk virkilega vel. Bæði aðstandendurnir og listamennirnir voru ánægðir með framtakið og þau tengsl sem mynduðust. Við sáum okkur leik á borði og ákváðum að stofna félag eða sjóð til þess að gera meira.“ Þegar Marcel er spurður hvort það sé ekki strembið að standa í svona skipulagningu af hugsjónamennsku segir hann að starfið sé skemmtilegt en útskýrir að aðstandendurnir vonist til þess að í framtíðinni sé hægt að launa erfiðið. „En svo er ég líka skilvirkur, ég er Hollendingur,“ segir hann hlæjandi. Hátíðin í Rotterdam fer fram í nóvember en meðal þátttakenda þar verða hljómsveitinar dáðu Ham og múm og Íslenski dansflokkurinn. Af þeim rúmlega tuttugu íslensku hljómsveitum sem eru á efnisskránni hafa einungis níu spilað áður á meginlandi Evrópu. Þar að auki verða sýndar fjölmargar kvikmyndir og stuttmyndir á hátíðinni. „Við erum með fjölbreyttan hóp af listafólki og í Rotterdam getum við byggt á þeim tengslum sem við sköpuðum síðast. Markmiðið okkar er þó ekki að róa alltaf á sömu miðin heldur viljum við bjóða upp á eitthvað nýtt og spennandi. Það væri auðvelt til dæmis að bóka bara þekkt bönd en okkur finnst fjölbreytnin mikilvægari.“ Nánari upplýsingar um Reykjavík to Foundation má finna á heimasíðunni www.reykjavik.to en þess má geta að félagið leitar nú að liðtæku samstarfsfólki sem þekkir vel til í Hamborg og Kaupmannahöfn.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira