Mannréttindi eiga að vera kosningamál Toshiki Toma skrifar 4. maí 2007 06:00 Áherslumál í kosningum eru að sjálfsögðu þeir punktar sem hver flokkur telur mikilvæga og tímabært að ræða í kosningabaráttunni. En sum málefni verða sjaldan áherslumál í kosningum, þótt menn telji þau mikilvæg. Slík mál eru t.d. mannréttindamál, friðarmál, flóttamannamál eða jafnréttismál minnihlutahópa í samfélaginu. Þetta er kannski vegna þess að beinir hagsmunaaðilar málaflokkanna eru ekki margir og stjórnmálaflokkarnir einblína á stærri markað, s.s. almenna kjósendur. Þetta þýðir alls ekki að mannréttindamál eða jafnréttismál minnihlutahópa séu lítils virði eða að þau eigi ekki erindi við meirihlutann, því mannréttindahugtakið er jú grundvöllurinn að uppbyggingu nútíma samfélags og án þeirra mun samfélagið fara villur vegar. Ég tel því mikilvægt og nauðsynlegt að kosningastefna og áherslumál í kosningum almennt endurspegli mannréttindahugsjónina og tillitssemi við minnihlutahópa í samfélaginu, þótt þau atriði birtist ekki á beinan og skýran hátt. Ef maður getur ekki séð nein merki um mannréttindahugsjónina í tiltekinni stefnu, verður að álykta sem svo að viðkomandi stefna hafi verið búin til fyrir tiltekin hagsmunahóp sem er annaðhvort í valdastöðu eða meirihluta. Nú langar mig til að vitna í stefnu VG um innflytjendamál sem dæmi. Nefnd Evrópuráðs gegn kynþáttafordómum og mismunun (ECRI) er eins konar „vakt“ um mannréttindamál. Hún birti skýrslu sína í febrúar sl., en í henni eru ábendingar um stöðu Íslands í mannréttindamálum innflytjenda ásamt tilmælum til úrbóta, t.d. að tryggja og efla starfsemi frjálsra mannréttindasamtaka að setja raunhæf lög gegn kynþáttafordómum og mismunun, að breyta reglum um tímabundin atvinnuleyfi sem nú eru bundin við atvinnurekendur, að tryggja réttindi erlendra kvenna og barna, að endurskoða 24 ára reglu í lögum um útlendinga, að hvetja innflytjendur til að taka þátt í kosningum. Það eru fleiri áhugaverð atriði í skýrslunni sem ekki verða talin hér. Málið er að næstum allar ábendingar ECRI og tilmæli til úrbóta sjást í stefnu VG. Ekki vegna þess að VG hafi haft skýrslu ECRI til hliðsjónar, heldur reyndist flokkurinn einfaldlega deila hugmyndafræði ECRI. Þess vegna leyfi ég mér að fullyrða að stefna VG t.d. í innflytjendamálum sé stefna sem byggir á mannréttindum. Að lokum vil ég biðja lesendur um að muna að við lifum ekki á miðöldum, þegar mismunandi lög giltu fyrir ólíka samfélagshópa. Hér eru bara ein lög og allir eiga að vera jafnir fyrir þeim. En sú staðreynd að hér séu ein lög þýðir ekki að „framkvæmd laganna“ sé ekki mismunandi eftir því hvort um mann í valdastöðu er að ræða eða alþýðumann. Framkvæmd laganna er líka mikilvæg fyrir mannréttindi okkar. Hugsum málið og kjósum viturlega!Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Áherslumál í kosningum eru að sjálfsögðu þeir punktar sem hver flokkur telur mikilvæga og tímabært að ræða í kosningabaráttunni. En sum málefni verða sjaldan áherslumál í kosningum, þótt menn telji þau mikilvæg. Slík mál eru t.d. mannréttindamál, friðarmál, flóttamannamál eða jafnréttismál minnihlutahópa í samfélaginu. Þetta er kannski vegna þess að beinir hagsmunaaðilar málaflokkanna eru ekki margir og stjórnmálaflokkarnir einblína á stærri markað, s.s. almenna kjósendur. Þetta þýðir alls ekki að mannréttindamál eða jafnréttismál minnihlutahópa séu lítils virði eða að þau eigi ekki erindi við meirihlutann, því mannréttindahugtakið er jú grundvöllurinn að uppbyggingu nútíma samfélags og án þeirra mun samfélagið fara villur vegar. Ég tel því mikilvægt og nauðsynlegt að kosningastefna og áherslumál í kosningum almennt endurspegli mannréttindahugsjónina og tillitssemi við minnihlutahópa í samfélaginu, þótt þau atriði birtist ekki á beinan og skýran hátt. Ef maður getur ekki séð nein merki um mannréttindahugsjónina í tiltekinni stefnu, verður að álykta sem svo að viðkomandi stefna hafi verið búin til fyrir tiltekin hagsmunahóp sem er annaðhvort í valdastöðu eða meirihluta. Nú langar mig til að vitna í stefnu VG um innflytjendamál sem dæmi. Nefnd Evrópuráðs gegn kynþáttafordómum og mismunun (ECRI) er eins konar „vakt“ um mannréttindamál. Hún birti skýrslu sína í febrúar sl., en í henni eru ábendingar um stöðu Íslands í mannréttindamálum innflytjenda ásamt tilmælum til úrbóta, t.d. að tryggja og efla starfsemi frjálsra mannréttindasamtaka að setja raunhæf lög gegn kynþáttafordómum og mismunun, að breyta reglum um tímabundin atvinnuleyfi sem nú eru bundin við atvinnurekendur, að tryggja réttindi erlendra kvenna og barna, að endurskoða 24 ára reglu í lögum um útlendinga, að hvetja innflytjendur til að taka þátt í kosningum. Það eru fleiri áhugaverð atriði í skýrslunni sem ekki verða talin hér. Málið er að næstum allar ábendingar ECRI og tilmæli til úrbóta sjást í stefnu VG. Ekki vegna þess að VG hafi haft skýrslu ECRI til hliðsjónar, heldur reyndist flokkurinn einfaldlega deila hugmyndafræði ECRI. Þess vegna leyfi ég mér að fullyrða að stefna VG t.d. í innflytjendamálum sé stefna sem byggir á mannréttindum. Að lokum vil ég biðja lesendur um að muna að við lifum ekki á miðöldum, þegar mismunandi lög giltu fyrir ólíka samfélagshópa. Hér eru bara ein lög og allir eiga að vera jafnir fyrir þeim. En sú staðreynd að hér séu ein lög þýðir ekki að „framkvæmd laganna“ sé ekki mismunandi eftir því hvort um mann í valdastöðu er að ræða eða alþýðumann. Framkvæmd laganna er líka mikilvæg fyrir mannréttindi okkar. Hugsum málið og kjósum viturlega!Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar