Tónlist

Oasis númer eitt

Rokksveitin Oasis á besta indílag allra tíma samkvæmt nýrri breskri könnun.
Rokksveitin Oasis á besta indílag allra tíma samkvæmt nýrri breskri könnun. Vísir/Getty

Live Forever með Oasis hefur verið kjörið besta indí-lag allra tíma í könnun breska tónlistartímaritsins NME og útvarpsstöðvarinnar XFM. Í öðru sæti lenti Smells Like Teen Spirit með Nirvana.

Næstu lög á listanum voru Common People með Pulp, There Is a Light That Never Goes Out með The Smiths og Don"t Look Back into The Sun með The Libertines. Tvö önnur lög eftir Morrissey og Pete Doherty, fyrrum liðsmenn The Smiths og The Libertines, komust á listann. Time Fore Heroes með The Libertines lenti í sjötta sæti og How Soon is Now? með The Smiths í því sjöunda. Í níunda sæti voru The Strokes með slagarann Last Nite og í næsta sæti á eftir voru The Artic Monkeys með I Bet You Look Good on the Dancefloor.

Aðrar hljómsveitir sem komust á topp 50 listann voru Joy Division, Babyshambles, Arcade Fire, Manic Street Preachers, The Killers, Blur og Pixies með lagið Monkey Gone to Heaven.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×