Söngfugl á heimaslóðum 5. maí 2007 03:00 Emilíana Torrini segist enn vera svolítil moldvarpa. Fréttablaðið/gva Fyrstu tónleikar Emilíönu Torrini voru með Skólakór Kársnesskóla enda þakkar hún kórstýrunni Þórunni Björnsdóttur að hún þorði að opna munninn til að syngja. Emilíana skrapp í heimsókn frá Bretlandi til að syngja með kórnum á tvennum tónleikum í dag og hitti blaðamaður hana fyrir í barnafans í Salnum. „Ég söng með kórnum alla vetur frá því ég var sjö ára þar til ég varð þrettán,“ segir Emilíana. „Það var eiginlega í fyrsta skipti sem ég fékk eitthvert sjálfsöryggi, þannig séð – ég hef nú aldrei haft neitt brjálæðislega mikið að því,“ bætir hún við hlæjandi. „Ef ég hefði ekki byrjað í kórnum hefði ég líklega aldrei byrjað að syngja né farið í söngskóla því ég var svo rosalega feimin. Kórstarf getur því verið mjög hjálplegt.“ Skólakór Kárness hefur um áraraðir verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi, haldið tónleika um allt land og sungið á fjölda hátíða og menningarviðburða jafnt hér á landi og erlendis.Þegir bara og syngurKórstýran Þórunn Björnsdóttir Uppeldisstarf hennar á tónlistarsviðinu er ómetanlegt og fjöldi listafólks hefur stigið sín fyrstu skref undir hennar stjórn í Skólakór Kársnesskóla.Uppeldisstarf Þórunnar Björnsdóttur sem stýrt hefur Skólakór Kárnsess í rúm þrjátíu ár er ómetanlegt og margir framúrskarandi tónlistarmenn hafa hafið sinn feril undir hennar stjórn. Emilíana minnist sinna kórdaga með hlýju og segir Þórunni yndislegan listamann. „Tóta er alveg æðisleg, hún færir manni svo mikla gleði. En hún er líka ofboðslega ströng – maður man það alltaf líka,“ segir hún og verður eitt bros. „Ég held að allir sjái sig í þessum krökkum,“ segir Emilíana þegar söngvarnir tínast út úr salnum. Einn ungu mannanna spyr hana spenntur hvort hann megi prófa gítarinn. „Auðvitað,“ samþykkir hún og útskýrir svo að tveir aðrir strákar úr kórnum muni spila með henni og hljómsveitinni á tónleikunum. „Okkar gítarar blikna bara alveg við hliðina á þeirra,“ bætir hún við. Á tónleikunum flytur hópurinn meðal annars lög af plötu Emilíönu, Sunny Road, og tvö ný lög sem hún valdi sérstaklega handa kórfélögunum. Útsetningarnar gerði Diddi fiðla og Emilíana segir skondið að þurfa bara að mæta svona á staðinn. „Ég bara þegi og syng,“ grínar hún. Að tengja og týna þræðinumÞegar talið berst að framtíðarplönunum útskýrir Emilíana að hún sé á leið í afmælisferð til Kúbu og Suður-Ameríku en hún verður þrítug um miðjan mánuðinn. „Síðan er ég bara að skrifa,“ segir hún og útskýrir að frekar seint hafi opnast fyrir þann sköpunarkraft hennar. „Ég var alltaf að fíflast eitthvað sem krakki og tilheyrði aldrei neinni „senu“ á Íslandi. Ég var bara í mínu karókí, að uppgötva blúsinn og röddina. Það eina sem skipti mig máli var að syngja.“ Þegar hún fluttist út var tilhugsunin um að skrifa tónlist alls ekki spennandi. „Mig langaði ekkert að gera það, en ég hafði alltaf fengist dálítið við að skrifa ljóð og sögur,“ segir hún. Með tímanum opnuðust þó ýmsar gáttir og þakkar hún það til dæmist frjóu samstarfi við Jón Ólafsson og Egg White. „Á síðustu plötunni minni var ég orðin miklu ákveðnari í því sem ég var að gera og vildi til dæmis ekki leyfa neinum að skipta sér af textunum,“ útskýrir hún en áréttar að sér finnist langskemmtilegast að skrifa með öðrum. „Mér finnst erfitt að vinna ein, ég er með svo mikið „fókus-vandamál“ – oft er ég ekkert í sambandi,“ segir Emilíana og týnir alveg þræðinum í smá stund. „Hvar vorum við? Já, mér finnst skemmtilegast að skrifa með fólki og kynnast nýjum leiðum og þeirra vinnu. Ná sambandi og tengjast,“ segir hún sannfærandi. „Svo getur maður líka setið eins og bjáni allan daginn og ekki náð neinu sambandi við einhvern sem maður á að skrifa með – það er alveg hræðileg aðstaða en fyndin samt.“ Allt of sein með þetta!Emilíana segist eiga eftir að læra svo mikið, til dæmis að opna sjálfa sig aðeins meira. „Ég er svolítil moldvarpa, ég loka mig mikið inni. Ég hef til dæmis aldrei verið með í þessum tónlistarbransa.“ Þegar Íslendingurinn kemur upp í henni fær hún samviskubit yfir því að vera ekki að semja meira heldur „bara lifa lífinu“. „Ég er að verða allt of sein með þetta allt, guð – mér finnst eins og ég þurfi að gera plötu á sex mánaða fresti,“ segir hún og kímir. „En það er ekki séns, ég er ekki þannig. Oft kemur Ítalinn upp í mér og þá vil ég bara vera heima og gera uppskriftir, elda handa vinum mínum og vinna bara stundum!“ Nú heyrast hugljúfar barnaraddir af sviðinu og það er kominn tími á æfinguna. Verður fyrrum feimna kórstelpan komin til Kúbu á afmælisdaginn? „Nei, ég verð í Brighton. Ég ætla bara að fíflast eitthvað með vinkonu minni. Við ætlum að fá okkur ostrur og verða alveg eins og vatnsrúm í laginu,“ segir hún brellin að lokum. Þar höfum við það. Kórastarf er líklega kjörið til þess að læra að lifa lífinu. kristrun@frettabladid.is Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Fyrstu tónleikar Emilíönu Torrini voru með Skólakór Kársnesskóla enda þakkar hún kórstýrunni Þórunni Björnsdóttur að hún þorði að opna munninn til að syngja. Emilíana skrapp í heimsókn frá Bretlandi til að syngja með kórnum á tvennum tónleikum í dag og hitti blaðamaður hana fyrir í barnafans í Salnum. „Ég söng með kórnum alla vetur frá því ég var sjö ára þar til ég varð þrettán,“ segir Emilíana. „Það var eiginlega í fyrsta skipti sem ég fékk eitthvert sjálfsöryggi, þannig séð – ég hef nú aldrei haft neitt brjálæðislega mikið að því,“ bætir hún við hlæjandi. „Ef ég hefði ekki byrjað í kórnum hefði ég líklega aldrei byrjað að syngja né farið í söngskóla því ég var svo rosalega feimin. Kórstarf getur því verið mjög hjálplegt.“ Skólakór Kárness hefur um áraraðir verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi, haldið tónleika um allt land og sungið á fjölda hátíða og menningarviðburða jafnt hér á landi og erlendis.Þegir bara og syngurKórstýran Þórunn Björnsdóttir Uppeldisstarf hennar á tónlistarsviðinu er ómetanlegt og fjöldi listafólks hefur stigið sín fyrstu skref undir hennar stjórn í Skólakór Kársnesskóla.Uppeldisstarf Þórunnar Björnsdóttur sem stýrt hefur Skólakór Kárnsess í rúm þrjátíu ár er ómetanlegt og margir framúrskarandi tónlistarmenn hafa hafið sinn feril undir hennar stjórn. Emilíana minnist sinna kórdaga með hlýju og segir Þórunni yndislegan listamann. „Tóta er alveg æðisleg, hún færir manni svo mikla gleði. En hún er líka ofboðslega ströng – maður man það alltaf líka,“ segir hún og verður eitt bros. „Ég held að allir sjái sig í þessum krökkum,“ segir Emilíana þegar söngvarnir tínast út úr salnum. Einn ungu mannanna spyr hana spenntur hvort hann megi prófa gítarinn. „Auðvitað,“ samþykkir hún og útskýrir svo að tveir aðrir strákar úr kórnum muni spila með henni og hljómsveitinni á tónleikunum. „Okkar gítarar blikna bara alveg við hliðina á þeirra,“ bætir hún við. Á tónleikunum flytur hópurinn meðal annars lög af plötu Emilíönu, Sunny Road, og tvö ný lög sem hún valdi sérstaklega handa kórfélögunum. Útsetningarnar gerði Diddi fiðla og Emilíana segir skondið að þurfa bara að mæta svona á staðinn. „Ég bara þegi og syng,“ grínar hún. Að tengja og týna þræðinumÞegar talið berst að framtíðarplönunum útskýrir Emilíana að hún sé á leið í afmælisferð til Kúbu og Suður-Ameríku en hún verður þrítug um miðjan mánuðinn. „Síðan er ég bara að skrifa,“ segir hún og útskýrir að frekar seint hafi opnast fyrir þann sköpunarkraft hennar. „Ég var alltaf að fíflast eitthvað sem krakki og tilheyrði aldrei neinni „senu“ á Íslandi. Ég var bara í mínu karókí, að uppgötva blúsinn og röddina. Það eina sem skipti mig máli var að syngja.“ Þegar hún fluttist út var tilhugsunin um að skrifa tónlist alls ekki spennandi. „Mig langaði ekkert að gera það, en ég hafði alltaf fengist dálítið við að skrifa ljóð og sögur,“ segir hún. Með tímanum opnuðust þó ýmsar gáttir og þakkar hún það til dæmist frjóu samstarfi við Jón Ólafsson og Egg White. „Á síðustu plötunni minni var ég orðin miklu ákveðnari í því sem ég var að gera og vildi til dæmis ekki leyfa neinum að skipta sér af textunum,“ útskýrir hún en áréttar að sér finnist langskemmtilegast að skrifa með öðrum. „Mér finnst erfitt að vinna ein, ég er með svo mikið „fókus-vandamál“ – oft er ég ekkert í sambandi,“ segir Emilíana og týnir alveg þræðinum í smá stund. „Hvar vorum við? Já, mér finnst skemmtilegast að skrifa með fólki og kynnast nýjum leiðum og þeirra vinnu. Ná sambandi og tengjast,“ segir hún sannfærandi. „Svo getur maður líka setið eins og bjáni allan daginn og ekki náð neinu sambandi við einhvern sem maður á að skrifa með – það er alveg hræðileg aðstaða en fyndin samt.“ Allt of sein með þetta!Emilíana segist eiga eftir að læra svo mikið, til dæmis að opna sjálfa sig aðeins meira. „Ég er svolítil moldvarpa, ég loka mig mikið inni. Ég hef til dæmis aldrei verið með í þessum tónlistarbransa.“ Þegar Íslendingurinn kemur upp í henni fær hún samviskubit yfir því að vera ekki að semja meira heldur „bara lifa lífinu“. „Ég er að verða allt of sein með þetta allt, guð – mér finnst eins og ég þurfi að gera plötu á sex mánaða fresti,“ segir hún og kímir. „En það er ekki séns, ég er ekki þannig. Oft kemur Ítalinn upp í mér og þá vil ég bara vera heima og gera uppskriftir, elda handa vinum mínum og vinna bara stundum!“ Nú heyrast hugljúfar barnaraddir af sviðinu og það er kominn tími á æfinguna. Verður fyrrum feimna kórstelpan komin til Kúbu á afmælisdaginn? „Nei, ég verð í Brighton. Ég ætla bara að fíflast eitthvað með vinkonu minni. Við ætlum að fá okkur ostrur og verða alveg eins og vatnsrúm í laginu,“ segir hún brellin að lokum. Þar höfum við það. Kórastarf er líklega kjörið til þess að læra að lifa lífinu. kristrun@frettabladid.is
Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira