600 ný fjórhjól á síðasta ári 12. maí 2007 03:00 Fjórhjólaklúbbur Reykjaness ætlar að stuðla að því að fjórhjólaakstur fari fram á lokuðum svæðum, ekki á almennum götum. Fyrsti íslenski fjórhjólaklúbburinn hefur verið stofnaður. Unnið er að því að fá svæði fyrir fjórhjólabraut. Fjórhjólum fjölgar stöðugt hérlendis og nú hefur fyrsti opinberi fjórhjólaklúbburinn verið stofnaður. Hann kallast Fjórhjólaklúbbur Reykjaness og er öllum opinn. „Markmið klúbbsins er að sameina áhugamenn um sportið og stuðla að því að menn séu ekki að djöflast á hjólum á umferðargötum,“ segir Davíð Jón Kristjánsson varaformaður klúbbsins. „Við viljum heldur að fólk komi saman á lokuðum svæðum til að stunda aksturinn.“ Nú standa yfir viðræður við Reykjanesbæ um úthlutun svæðis undir fjórhjólabraut en slík braut er nauðsynleg ef koma á upp mótaröð hérlendis fyrir fjórhjól. „Það hefur orðið gríðarleg aukning í sportinu og bara síðan í maí í fyrra hefur hjólum fjölgað um 600,“ segir Davíð. „Uppselt er í fyrstu ferð klúbbsins til Víkur og því augljóst að áhuginn er mikill.“ Fjórhjólaklúbbur Reykjaness heldur kynningu á klúbbnum og fjórhjólum almennt í Reykjaneshöll um helgina í tengslum við frístundahátíðina Frístundasumar í Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar um klúbbinn er að finna á http://blogcentral.is/iceatv. Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið
Fyrsti íslenski fjórhjólaklúbburinn hefur verið stofnaður. Unnið er að því að fá svæði fyrir fjórhjólabraut. Fjórhjólum fjölgar stöðugt hérlendis og nú hefur fyrsti opinberi fjórhjólaklúbburinn verið stofnaður. Hann kallast Fjórhjólaklúbbur Reykjaness og er öllum opinn. „Markmið klúbbsins er að sameina áhugamenn um sportið og stuðla að því að menn séu ekki að djöflast á hjólum á umferðargötum,“ segir Davíð Jón Kristjánsson varaformaður klúbbsins. „Við viljum heldur að fólk komi saman á lokuðum svæðum til að stunda aksturinn.“ Nú standa yfir viðræður við Reykjanesbæ um úthlutun svæðis undir fjórhjólabraut en slík braut er nauðsynleg ef koma á upp mótaröð hérlendis fyrir fjórhjól. „Það hefur orðið gríðarleg aukning í sportinu og bara síðan í maí í fyrra hefur hjólum fjölgað um 600,“ segir Davíð. „Uppselt er í fyrstu ferð klúbbsins til Víkur og því augljóst að áhuginn er mikill.“ Fjórhjólaklúbbur Reykjaness heldur kynningu á klúbbnum og fjórhjólum almennt í Reykjaneshöll um helgina í tengslum við frístundahátíðina Frístundasumar í Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar um klúbbinn er að finna á http://blogcentral.is/iceatv.
Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið