BMW með vél ársins 12. maí 2007 04:00 Bílablaðamenn víðs vegar að völdu á dögunum vél ársins. BMW sigraði þriðja árið í röð. BMW hefur hlotið viðurkenninguna „Vél ársins“ þriðja árið í röð. Dómnefnd skipuð yfir 60 bílablaðamönnum frá 30 löndum ákvað að verðlaunin féllu í skaut BMW fyrir 3,0 lítra twin-turbo vél BMW 325. Vélin fær verðlaunin fyrir að vera ekki bara kraftmikil heldur einnig sparneytin og að forþjöppuhik sé nánast ekkert. Als sigraði BMW í sjö flokkum af tólf. Volkswagen sigraði í tveimur flokkum með 1,4 lítra TSI vél sinni og 2,0 lítra TFSI. Porsche vann til sinna fyrstu verðlauna frá upphafi valsins og brutust út mikil fagnaðarlæti er kynnt var um val 3,6 lítra twin-turbo vélar þeirra í flokki 3,0 til 4,0 lítra véla. Eini framleiðandinn utan Þýskalands til að vinna til verðlauna var Toyota. Hann var verðlaunaður fyrir sparneytnustu vélina í, jú mikið rétt, Prius. Hann hlaut einnig verðlaun fyrir vélina í Aygo og Yaris en hana er líka að finna í Peugeot 107 og Citroën C1. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið
Bílablaðamenn víðs vegar að völdu á dögunum vél ársins. BMW sigraði þriðja árið í röð. BMW hefur hlotið viðurkenninguna „Vél ársins“ þriðja árið í röð. Dómnefnd skipuð yfir 60 bílablaðamönnum frá 30 löndum ákvað að verðlaunin féllu í skaut BMW fyrir 3,0 lítra twin-turbo vél BMW 325. Vélin fær verðlaunin fyrir að vera ekki bara kraftmikil heldur einnig sparneytin og að forþjöppuhik sé nánast ekkert. Als sigraði BMW í sjö flokkum af tólf. Volkswagen sigraði í tveimur flokkum með 1,4 lítra TSI vél sinni og 2,0 lítra TFSI. Porsche vann til sinna fyrstu verðlauna frá upphafi valsins og brutust út mikil fagnaðarlæti er kynnt var um val 3,6 lítra twin-turbo vélar þeirra í flokki 3,0 til 4,0 lítra véla. Eini framleiðandinn utan Þýskalands til að vinna til verðlauna var Toyota. Hann var verðlaunaður fyrir sparneytnustu vélina í, jú mikið rétt, Prius. Hann hlaut einnig verðlaun fyrir vélina í Aygo og Yaris en hana er líka að finna í Peugeot 107 og Citroën C1.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið