Tónlist

Stafrænn McCartney

Bítillinn fyrrverandi hefur samið fjölda vinsælla laga.
Bítillinn fyrrverandi hefur samið fjölda vinsælla laga.

Öll lög sem Paul McCartney hefur gefið út á sólóferli sínum og með hljómsveitinni Wings verða fáanleg í stafrænu formi á netinu á næstunni. Ekki hefur þó enn verið ákveðið hvort eða hvenær plötur Bítlanna verði fáanlegar í stafrænni útgáfu.

Formaður útgáfufyrirtækisins EMI, Tony Wadsworth, segir lög McCartneys vera einn mesta fjársjóðinn í sögu popptónlistarinnar. „EMI er stolt af að kynna tónlist Pauls fyrir hinu stafræna markaðssvæði,“ sagði hann.

Á meðal platna McCartneys sem verða endurútgefnar í stafrænu formi verða fyrsta sólóplata hans, McCartney, Band on the Run með Wings og nýjasta sólóplata hans, Chaos and Creation in the Back­yard. Næsta plata Bítilsins fyrrverandi, Memory Almost Full, kemur út 4. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×