Tónlist.is skuldar listamönnum ekkert 22. maí 2007 10:15 Stefán Hjörleifsson segir Tónlist.is hafa gengið frá öllum skuldbindingum við tónlistarmenn. „Okkur er ekki skemmt ef það er rétt að þessir peningar séu ekki að skila sér,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Tónlist.is. Fréttablaðið greindi í gær frá óánægju nokkurra ungra tónlistarmanna með vefinn Tónlist.is. Í tölvupóstssamskiptum þeirra kom fram óánægja með stjörnugjöf sem settar voru á plötur á vefnum, sem og með réttindagreiðslur fyrir notkun á tónlist þeirra. Stefán er ósáttur með að Tónlist.is sé kennt um það að listamennirnir fái ekki greitt, fyrirtækið hafi ekkert með þær greiðslur að gera. „Við gerum bara samninga við STEF og svo útgefendur. Útgefendurnir gera svo samninga við listamennina og þeir geta verið misjafnir. Við skiptum okkur ekkert af því. Það er alla vega klárt að við höfum staðið skil á öllum greiðslum,“ segir Stefán. Hann segir jafnframt að telji tónlistarmenn sig hlunnfarna ættu þeir að leita til útgefenda sinna eða STEFS. „Ég veit reyndar að nokkir hafa gert það þegar í dag [í gær].“ Krefst úttektar Samúel Samúelsson vill að FTT skoði málefni Tónlist.is. Samúel J. Samúelsson básúnuleikari er einn þeirra sem tók þátt í umræðum á póstlista tónlistarmannanna. Í svari sínu segist hann sitja í stjórn FTT, félagi tónskálda- og textahöfunda, og hann hafi þar óskað eftir úttekt á Tónlist.is. Ekki náðist í Samúel í gær. Stefán er ósáttur við gagnrýni á stjörnugjöf á plötur á Tónlist.is. Bent var á að plötur sem gefnar væru út af Senu og Cod, sem eru í sömu eigu og Tónlist.is, virtust fá hærri stjörnugjöf en plötur samkeppnisaðila. „Þetta er bara rangt, það er öllum gert jafnt undir höfði. Í byrjun settum við þrjár stjörnur á allar plötur og svo hækkaði eða lækkaði stjörnugjöfin eftir því hvað notendum fannst. Þessu hefur hins vegar verið breytt á þann veg að allar plötur byrja á núlli nú og einkunnagjöf notenda ræður einvörðungu,“ segir Stefán. Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Okkur er ekki skemmt ef það er rétt að þessir peningar séu ekki að skila sér,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Tónlist.is. Fréttablaðið greindi í gær frá óánægju nokkurra ungra tónlistarmanna með vefinn Tónlist.is. Í tölvupóstssamskiptum þeirra kom fram óánægja með stjörnugjöf sem settar voru á plötur á vefnum, sem og með réttindagreiðslur fyrir notkun á tónlist þeirra. Stefán er ósáttur með að Tónlist.is sé kennt um það að listamennirnir fái ekki greitt, fyrirtækið hafi ekkert með þær greiðslur að gera. „Við gerum bara samninga við STEF og svo útgefendur. Útgefendurnir gera svo samninga við listamennina og þeir geta verið misjafnir. Við skiptum okkur ekkert af því. Það er alla vega klárt að við höfum staðið skil á öllum greiðslum,“ segir Stefán. Hann segir jafnframt að telji tónlistarmenn sig hlunnfarna ættu þeir að leita til útgefenda sinna eða STEFS. „Ég veit reyndar að nokkir hafa gert það þegar í dag [í gær].“ Krefst úttektar Samúel Samúelsson vill að FTT skoði málefni Tónlist.is. Samúel J. Samúelsson básúnuleikari er einn þeirra sem tók þátt í umræðum á póstlista tónlistarmannanna. Í svari sínu segist hann sitja í stjórn FTT, félagi tónskálda- og textahöfunda, og hann hafi þar óskað eftir úttekt á Tónlist.is. Ekki náðist í Samúel í gær. Stefán er ósáttur við gagnrýni á stjörnugjöf á plötur á Tónlist.is. Bent var á að plötur sem gefnar væru út af Senu og Cod, sem eru í sömu eigu og Tónlist.is, virtust fá hærri stjörnugjöf en plötur samkeppnisaðila. „Þetta er bara rangt, það er öllum gert jafnt undir höfði. Í byrjun settum við þrjár stjörnur á allar plötur og svo hækkaði eða lækkaði stjörnugjöfin eftir því hvað notendum fannst. Þessu hefur hins vegar verið breytt á þann veg að allar plötur byrja á núlli nú og einkunnagjöf notenda ræður einvörðungu,“ segir Stefán.
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira