Sautján ára söngdrottning 26. maí 2007 16:00 Hin sautján ára Jordin Sparks var valin sigurvegari American Idol. MYND/AFP Hin sautján ára Jordin Sparks vann á dögunum söngvarakeppnina American Idol. Bar hún sigurorð af Blake Lewis, 25 ára pilti frá Washington. Úrslitaviðureignin var haldin í Kodak-leikhúsinu í Hollywood og var henni sjónvarpað beint víðs vegar um heiminn, þar á meðal til Íslands. Sparks segist hafa fylgst með American Idol síðan hún var tólf ára og strax þá var hún ákveðin í að ná langt í þættinum. „Ég hef reynt að gera sífellt betur í hverri viku,“ sagði Sparks um Idol-ævintýrið. „Eftir að ég söng lögin mín hugsaði ég hvernig ég gæti staðið mig álíka vel eða betur.“ Bæði Sparks og Lewis sungu lagið This Is My Now sem var valið til flutnings í nýrri lagakeppni á netinu. Var dómarinn Simon Cowell hæstánægður með frammistöðu Sparks. Stóð val áhorfenda á endanum á milli þess að velja betri söngvarann, Sparks, eða betri skemmtikraft, Lewis, og voru áhorfendur, sem greiddu 74 milljónir atkvæða, á endanum hrifnari af Sparks. Hlaut hún að launum plötusamning fyrir sigurinn og líklega mun Lewis feta í fótspor hennar. Á meðal þeirra sem komu fram á úrslitakvöldinu voru þekkt nöfn á borð við Gwen Stefani, Smokey Robinson, Tony Bennett, Bette Midler og Green Day. Eldri sigurvegarar úr Idol á borð við Rubin Studdard og Kelly Clarkson stigu einnig á svið og skemmtu áhorfendum. „Hún er frábær söngkona,“ sagði Robinson um Sparks. „Hún syngur svo vel að það er erfitt að trúa því að hún sé sautján ára. Að syngja svona þyrftirðu að hafa lifað í langan tíma. Hún er gömul sál.“ Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hin sautján ára Jordin Sparks vann á dögunum söngvarakeppnina American Idol. Bar hún sigurorð af Blake Lewis, 25 ára pilti frá Washington. Úrslitaviðureignin var haldin í Kodak-leikhúsinu í Hollywood og var henni sjónvarpað beint víðs vegar um heiminn, þar á meðal til Íslands. Sparks segist hafa fylgst með American Idol síðan hún var tólf ára og strax þá var hún ákveðin í að ná langt í þættinum. „Ég hef reynt að gera sífellt betur í hverri viku,“ sagði Sparks um Idol-ævintýrið. „Eftir að ég söng lögin mín hugsaði ég hvernig ég gæti staðið mig álíka vel eða betur.“ Bæði Sparks og Lewis sungu lagið This Is My Now sem var valið til flutnings í nýrri lagakeppni á netinu. Var dómarinn Simon Cowell hæstánægður með frammistöðu Sparks. Stóð val áhorfenda á endanum á milli þess að velja betri söngvarann, Sparks, eða betri skemmtikraft, Lewis, og voru áhorfendur, sem greiddu 74 milljónir atkvæða, á endanum hrifnari af Sparks. Hlaut hún að launum plötusamning fyrir sigurinn og líklega mun Lewis feta í fótspor hennar. Á meðal þeirra sem komu fram á úrslitakvöldinu voru þekkt nöfn á borð við Gwen Stefani, Smokey Robinson, Tony Bennett, Bette Midler og Green Day. Eldri sigurvegarar úr Idol á borð við Rubin Studdard og Kelly Clarkson stigu einnig á svið og skemmtu áhorfendum. „Hún er frábær söngkona,“ sagði Robinson um Sparks. „Hún syngur svo vel að það er erfitt að trúa því að hún sé sautján ára. Að syngja svona þyrftirðu að hafa lifað í langan tíma. Hún er gömul sál.“
Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira