Tónlist

Flaming Lips á Hróarskeldu

Flaming Lips spilaði fyrst á Hróarskeldu fyrir tuttugu árum.
Flaming Lips spilaði fyrst á Hróarskeldu fyrir tuttugu árum.

Hin bandaríska Flaming Lips bættist í gær í hóp þeirra hljómsveita sem ætla að troða upp á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar en tuttugu ár eru síðan hljómsveitin spilaði fyrst á hátíðinni.

Listinn yfir þær hljómsveitir sem koma munu fram á Hróars­keldu í ár er nú nær fullmótaður en af öðrum stórum nöfnum má nefna Beastie Boys, Muse, Queens of the Stone Age, Red Hot Chili Peppers, Mika, The Who og fleiri, auk þess sem okkar ástkæra Björk mun ekki láta sig vanta.

Miðasala á hátíðina í ár hefur aldrei gengið betur og hefur meirihluti miða selst upp í forsölu. Tæplega 200 tónlistaratriði verða á dagskrá hátíðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×