Stórar tilfinningar hjá Myst 31. maí 2007 07:30 Hjónin Kolbrún Eva Viktorsdóttir og Haraldur G. Ásmundsson skipa hljómsveitina Myst. MYND/GVA Dúettinn Myst hefur gefið út sína fyrstu plötu, Take Me With You, með aðstoð Smekkleysu. Myst, sem er skipuð hjónunum Kolbrúnu Evu Viktorsdóttur og Haraldi G. Ásmundssyni, hefur verið starfandi í um það bil fjögur ár og hefur platan verið í vinnslu nánast frá þeim tíma. Spilar sveitin rólegheita popp undir ýmiss konar áhrifum, meðal annars frá Bítlunum, Emilíönu Torrini og Evu Cassidy. Myst hefur átt fjögur lög sem hafa fengið mikla spilun í útvarpinu, þar á meðal Here For You, sem var mest spilaða lagið á Bylgjunni árið 2005. Vissu þá fáir að þar væri á ferðinni íslensk hljómsveit. „Þetta er mjög tilfinningaþrungin plata og hvert lag á sér sögu,“ segir söngkonan Kolbrún Eva. „Þegar við spilum á tónleikum gætum við örugglega talað í tvær mínútur á undan hverju einasta lagi.“ Eitt laganna, Angel Like You, er til að mynda samið til minningar um bróður Kolbrúnar Evu sem lést ungur að aldri árið 1988. Jón Ólafsson og Arnar Guðjónsson úr Leaves sáu um upptökustjórn plötunnar og eru þau Kolbrún Eva og Haraldur hæstánægð með framlag þeirra. Bróðir Kolbrúnar, Sigurvin Sindri, kemur einnig við sögu á plötunni sem gítarleikari, ásamt þeim Hermanni Alberti Jónssyni, bassaleikara, Arnari Guðjónssyni, Jóhanni Hjörleifssyni, Guðmundi Péturssyni, Jóni Ólafssyni og Friðriki Sturlusyni. Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Dúettinn Myst hefur gefið út sína fyrstu plötu, Take Me With You, með aðstoð Smekkleysu. Myst, sem er skipuð hjónunum Kolbrúnu Evu Viktorsdóttur og Haraldi G. Ásmundssyni, hefur verið starfandi í um það bil fjögur ár og hefur platan verið í vinnslu nánast frá þeim tíma. Spilar sveitin rólegheita popp undir ýmiss konar áhrifum, meðal annars frá Bítlunum, Emilíönu Torrini og Evu Cassidy. Myst hefur átt fjögur lög sem hafa fengið mikla spilun í útvarpinu, þar á meðal Here For You, sem var mest spilaða lagið á Bylgjunni árið 2005. Vissu þá fáir að þar væri á ferðinni íslensk hljómsveit. „Þetta er mjög tilfinningaþrungin plata og hvert lag á sér sögu,“ segir söngkonan Kolbrún Eva. „Þegar við spilum á tónleikum gætum við örugglega talað í tvær mínútur á undan hverju einasta lagi.“ Eitt laganna, Angel Like You, er til að mynda samið til minningar um bróður Kolbrúnar Evu sem lést ungur að aldri árið 1988. Jón Ólafsson og Arnar Guðjónsson úr Leaves sáu um upptökustjórn plötunnar og eru þau Kolbrún Eva og Haraldur hæstánægð með framlag þeirra. Bróðir Kolbrúnar, Sigurvin Sindri, kemur einnig við sögu á plötunni sem gítarleikari, ásamt þeim Hermanni Alberti Jónssyni, bassaleikara, Arnari Guðjónssyni, Jóhanni Hjörleifssyni, Guðmundi Péturssyni, Jóni Ólafssyni og Friðriki Sturlusyni.
Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira