Tónlist

Mæta með hljómsveit

Franska hljómsveitin Air heldur tónleika í Laugardalshöll 19. júní.
Franska hljómsveitin Air heldur tónleika í Laugardalshöll 19. júní.

Miðasala hefst í dag á tónleika frönsku hljómsveitarinnar Air sem verða í Laugardalshöll 19. júní. Hljómsveitin er þekkt fyrir að leggja mikinn metnað í tónleika sína, leika af fingrum fram og koma áheyrendum á óvart. Þótt eiginlegir meðlimir Air séu tveir koma þeir með heila hljómsveit með sér hingað til lands.

Air er á tónleikaferðalagi um heiminn til að fylgja eftir plötu sinni Pocket Symphony sem var unnin í samstarfi við upptökustjórann Nigel Godrich. Miðasalan á tónleikana hefst klukkan 10 og fer fram á midi.is, í Skífunni og BT á landsbyggðinni. Miðaverð er 3.900 kr. í stæði, 4.500 í palla og 5.500 í stúku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×