Tónlist

Frábærir dómar

Helgi fékk góða dóma í Gaffa rétt eins og Pétur Ben og Reykjavík!
Helgi fékk góða dóma í Gaffa rétt eins og Pétur Ben og Reykjavík! MYND/Valli

Pétur Ben, Helgi Jónsson og hljómsveitin Reykjavík!, sem tóku þátt í Spot-tónlistarhátíðinni í Árósum um helgina, fengu öll fimm stjörnur af sex mögulegum í tónlistar­tímaritinu Gaffa fyrir frammistöðu sína.

Gaffa er eitt mest lesna tónlistartímarit Dana og birti dóma um alla tónleika hátíðarinnar á vef sínum samdægurs. Reykjavík! reið á vaðið í Ridehuset síðastliðið föstudagskvöld og fékk góðar viðtökur, rétt eins og Pétur Ben sem fékk staðfest boð um að koma á tvær aðrar hátíðir strax að tónleikum loknum.

Helgi, sem spilaði á einum af sínum fyrstu sólótónleikum, komst einnig virkilega vel frá sínu. Í dómnum í Gaffa sagði að fyrrverandi básúnuleikari Sigur Rósar væri hæfileikaríkt sjarmatröll. „Helgi er góður í að túlka tilfinningar og nota þær í tónlistinni sinni. Hann nær að koma manni í opna skjöldu og fyrir utan einstaka lag leiddist manni aldrei í nærveru hans. Bravo!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×