Tónlist

Upptökur hefjast í júlí

Hljómsveitin Sprengjuhöllin ætlar að gefa út sína fyrstu plötu í haust.
Hljómsveitin Sprengjuhöllin ætlar að gefa út sína fyrstu plötu í haust.

Hljómsveitin Sprengjuhöllin ætlar að gefa út sína fyrstu plötu í haust og hefjast upptökur að öllum líkindum í júlí. Ekki hefur verið ákveðið hvar platan verður tekin upp en Danmörk hefur verið nefnd sem einn af mögulegum upptökustöðum.

Nýjasta lag Sprengjuhallarinnar, Verum í sambandi, hefur fengið afar góðar viðtökur að undanförnu og er söngvarinn Bergur Ebbi vitaskuld hæstánægður með viðtökurnar. „Okkur finnst við vera með fullt hús. Þetta eru eigin­lega allt þriggja stiga körfur. Við setjum markið hátt og allt það en kannski er þetta út af því að það eru svo fá lög komin frá okkur,“ segir Bergur, hógværðin uppmáluð.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×